Fasteignamat hússins stendur í rúmum 138 milljónum en ásett verð samkvæmt fasteignavef Vísis er 295 milljónir króna.
Í húsinu er meðal annars að finna sérstakt fataherbergi, arinstofu. sjónvarpsstofu, bogadreginn stiga á milli hæða og um 100 fermetra bílskúr.
„Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum og eftirsóttum stað og frá eigninni nýtur mjög fallegs útsýnis út á sjóinn, að Snæfellsjökli, Esjunni og víðar,“ segir þá í lýsingu fasteignarinnar á fasteignavefnum.
Hér að neðan má sjá fleiri myndir af eigninni, fengnar hjá fasteignavef Vísis.




