„Klara þarf að fara“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 11:13 Aðgerðahóparnir Bleiki fíllinn og Öfgar hafa skorað á Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, að segja af sér. Vísir/Egill „Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“ Svona hefst yfirlýsing frá Bleika fílnum og Öfgum. Aðgerðahóparnir segja nauðsynlegt að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands segi af sér. Hópurinn boðaði í gær til mótmæla fyrir framan Laugardalsvöll, sem fara fram á fimmtudag, þar sem þess átti að krefjast að stjórn KSÍ segði af sér vegna ásakana um að stjórnin hafi vitað af ofbeldisbrotum leikmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu. Stjórnin tilkynnti það svo í gær að hún segði öll af sér. Aðgerðahóparnir Bleiki fíllinn og Öfgar segja það ekki nóg. Framkvæmdastjórinn verði líka að segja af sér. „Fyrst um sinn segist Klara ekki kannast við nein kynferðisbrot en segir síðan í gærkvöldi að hún hafi fengið að vita af hópnauðguninni í sumar. Einnig viðurkennir hún að hafa vitað af ofbeldismálinu sem Kolbeinn gekkst við,“ segir í yfirlýsingunni og er vísað til viðtals sem Klara fór í á RÚV í gær. „Þarna kemur hún upp um sig, hún sagði ekki satt og rétt frá. Hún segist vita að ferlið er varðar hópnauðgunina hafi ekki verið nægilega gott en vissi samt ekki af neinni hópnauðgun í fyrradag. Hún fylgir málunum, sem hún setur í ferli, ekki einu sinni eftir.“ „Klara verður að fara – því þó að nýtt fólk komi inn þá mun Klara ábyggilega bara setja hlutina áfram í þessi títt nefndu FERLI. Þöggunin og ofbeldismálin sem fengu að viðgangast undir hennar augum eru það alvarleg og ítrekuð að hún hlýtur að sjá það sjálf að hún er ekki starfi sínu vaxin,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki sé hægt, að mati hópanna, að líta fram á veginn og betrumbæta með fólk innanborðs sem hafi verið hluti af og hafi viðhaldið þessari „eitruðu menningu innan KSÍ.“ Hóparnir skora jafnframt á styrktaraðila KSÍ að þrýsta á sambandið. „Ástæðan var einföld – KSÍ hélt áfram að maraþonfunda og ljúga þangað til styrktaraðilar fóru að taka afstöðu. Þá fór KSÍ að hræðast peningamissi. Peningar virðast vega hærra hjá þessu félagi en raddir þolenda og kröfur samfélagsins.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Svona hefst yfirlýsing frá Bleika fílnum og Öfgum. Aðgerðahóparnir segja nauðsynlegt að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands segi af sér. Hópurinn boðaði í gær til mótmæla fyrir framan Laugardalsvöll, sem fara fram á fimmtudag, þar sem þess átti að krefjast að stjórn KSÍ segði af sér vegna ásakana um að stjórnin hafi vitað af ofbeldisbrotum leikmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu. Stjórnin tilkynnti það svo í gær að hún segði öll af sér. Aðgerðahóparnir Bleiki fíllinn og Öfgar segja það ekki nóg. Framkvæmdastjórinn verði líka að segja af sér. „Fyrst um sinn segist Klara ekki kannast við nein kynferðisbrot en segir síðan í gærkvöldi að hún hafi fengið að vita af hópnauðguninni í sumar. Einnig viðurkennir hún að hafa vitað af ofbeldismálinu sem Kolbeinn gekkst við,“ segir í yfirlýsingunni og er vísað til viðtals sem Klara fór í á RÚV í gær. „Þarna kemur hún upp um sig, hún sagði ekki satt og rétt frá. Hún segist vita að ferlið er varðar hópnauðgunina hafi ekki verið nægilega gott en vissi samt ekki af neinni hópnauðgun í fyrradag. Hún fylgir málunum, sem hún setur í ferli, ekki einu sinni eftir.“ „Klara verður að fara – því þó að nýtt fólk komi inn þá mun Klara ábyggilega bara setja hlutina áfram í þessi títt nefndu FERLI. Þöggunin og ofbeldismálin sem fengu að viðgangast undir hennar augum eru það alvarleg og ítrekuð að hún hlýtur að sjá það sjálf að hún er ekki starfi sínu vaxin,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki sé hægt, að mati hópanna, að líta fram á veginn og betrumbæta með fólk innanborðs sem hafi verið hluti af og hafi viðhaldið þessari „eitruðu menningu innan KSÍ.“ Hóparnir skora jafnframt á styrktaraðila KSÍ að þrýsta á sambandið. „Ástæðan var einföld – KSÍ hélt áfram að maraþonfunda og ljúga þangað til styrktaraðilar fóru að taka afstöðu. Þá fór KSÍ að hræðast peningamissi. Peningar virðast vega hærra hjá þessu félagi en raddir þolenda og kröfur samfélagsins.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32
Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28
Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20