Skæð tölvuóværa ræðst á Facebook-víkinga Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2021 15:40 Þessi uppsprettigluggi sem dúkkar upp í sífellu er að gera pennaglaða á Facebook gráhærða. Rithöfundarnir Illugi Jökulsson, Villi naglbítur, Andri Snær Magnason, sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason og stjórnmálamaðurinn Sigmar Guðmundsson eiga það sameiginlegt að hafa mátt glíma við þrálátan og ótrúlega þreytandi óværu á Facebook. Óværan lýsir sér þannig að hún vill skjóta upp kollinum ótt og títt þegar menn ýmist skruna yfir veituna eða skrifa eitthvað inn á og stöðva allar aðgerðir með glugga sem sprettur upp og sjá má á myndinni hér ofar. Egill hefur við illan leik sett inn færslu þar sem hann greinir frá þessu. „Villumeldingin sem skýst upp á Facebook síðu minni á 10-30 sekúndna fresti er komin aftur eftir að hafa horfið í gærkvöldi,“ segir Egill og nefnir að ýmsir vinir hans hafi mátt eiga við þetta óþolandi fyrirbæri. „Sigmar [Guðmundsson] veltir því fyrir sér í pósti til mín hvort þetta sé tilraun til að þagga niður í hinum talandi stéttum,“ segir Egill bæði í gríni og alvöru. En svo virðist sem þeir sem helst hafa mátt eiga við hinn óboðna gest séu þeir sem eru pennaglaðir og atkvæðamiklir á samfélagsmiðlinum, sannkallaðir Facebook-víkingar og hafi marga á vinalista. Segjast verður að umræðan á þessum helsta samfélagsmiðli á Íslandi er ekki söm því vart er hægt að rita þar orð án þess að óværan stöðvi menn í miðri setningu. Hvort sem það er til hins betra eða verra. Um er að ræða þekkt fyrirbæri á alþjóðavísu og bent hefur verið á hvernig hugsanlega megi ráða megi bót á þessum vanda. En við rannsóknir blaðamanns og í samráði við sérfróða tæknimenn þá er djúpt á því hvernig megi komast hjá og losna við óværuna. Það sem blaðamaður sem hér skrifar hefur reynt er að opna Facebook á öðrum vafra, á „incognito-stillingu“, útskrá, skipta um lykilorð, eyða vafrasögu síðustu sjö daga en ekkert hefur dugað. Auk þess sem ábending hefur verið send til Facebook. Þessi vandi er til umræðu á Reddit-síðu sem tileinkuð er Facebook en ekkert hefur enn heyrst frá fyrirtækinu, hvorki þar né annars staðar, sem varðar þennan óboðna og hvimleiða gest sem sannarlega reynir á taugar þeirra sem mega við hann eiga. Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Óværan lýsir sér þannig að hún vill skjóta upp kollinum ótt og títt þegar menn ýmist skruna yfir veituna eða skrifa eitthvað inn á og stöðva allar aðgerðir með glugga sem sprettur upp og sjá má á myndinni hér ofar. Egill hefur við illan leik sett inn færslu þar sem hann greinir frá þessu. „Villumeldingin sem skýst upp á Facebook síðu minni á 10-30 sekúndna fresti er komin aftur eftir að hafa horfið í gærkvöldi,“ segir Egill og nefnir að ýmsir vinir hans hafi mátt eiga við þetta óþolandi fyrirbæri. „Sigmar [Guðmundsson] veltir því fyrir sér í pósti til mín hvort þetta sé tilraun til að þagga niður í hinum talandi stéttum,“ segir Egill bæði í gríni og alvöru. En svo virðist sem þeir sem helst hafa mátt eiga við hinn óboðna gest séu þeir sem eru pennaglaðir og atkvæðamiklir á samfélagsmiðlinum, sannkallaðir Facebook-víkingar og hafi marga á vinalista. Segjast verður að umræðan á þessum helsta samfélagsmiðli á Íslandi er ekki söm því vart er hægt að rita þar orð án þess að óværan stöðvi menn í miðri setningu. Hvort sem það er til hins betra eða verra. Um er að ræða þekkt fyrirbæri á alþjóðavísu og bent hefur verið á hvernig hugsanlega megi ráða megi bót á þessum vanda. En við rannsóknir blaðamanns og í samráði við sérfróða tæknimenn þá er djúpt á því hvernig megi komast hjá og losna við óværuna. Það sem blaðamaður sem hér skrifar hefur reynt er að opna Facebook á öðrum vafra, á „incognito-stillingu“, útskrá, skipta um lykilorð, eyða vafrasögu síðustu sjö daga en ekkert hefur dugað. Auk þess sem ábending hefur verið send til Facebook. Þessi vandi er til umræðu á Reddit-síðu sem tileinkuð er Facebook en ekkert hefur enn heyrst frá fyrirtækinu, hvorki þar né annars staðar, sem varðar þennan óboðna og hvimleiða gest sem sannarlega reynir á taugar þeirra sem mega við hann eiga.
Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira