Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2021 09:57 Tveir eftirlitsmenn eru þegar að störfum hjá Strætó. Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu árið 2018 að svindl og falsanir gætu numið allt að 200 milljónum króna. Nú þegar eru tveir eftirlitsmenn að störfum hjá Strætó sem fara á milli vagna og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ekki ráð fyrir að breytingar verði á því eftirliti. Hins vegar kemur til greina að ráðast öðru hvoru í átak, þar sem eftirlitsmönnum yrði fjölgað tímabundið. Svikin geta verið margskonar; fólk sleppir því til dæmis að greiða eða framvísar fölsuðum miðum og kortum. Nýtt greiðslukerfi mun draga úr hættunni á brotum. Farmiðarnir úr sögunni en óvíst með klinkið Kerfið ber heitið Klapp og verður beta-prófað eftir tvær til þrjár vikur. „Klapp er eins og greiðslukerfi sem þekkist í almenningssamgöngum erlendis, þar sem að kort eða app er sett upp við skanna,“ segir í svörum Stætó við fyrirspurn Vísis. Hægt verður að fylla á kortið eða appið í gegnum Mínar síður á Strætó.is. Samhliða þessu verða farmiðarnir teknir úr gildi á nokkrum mánuðum. „Í stað farmiðanna byrjum við að selja 10 ferða pappaspjöld sem verður hægt að kaupa á sölustöðum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þessi pappaspjöld eru með svokölluðum Aztec kóða sem er skannaður um borð í vagninum. Það kemur fram á skjánum hve margar ferðir eru eftir á spjaldinu.“ Enn sem komið er hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort hætt verður að taka við greiðslu fargjalds í peningum. Gætu farið að sekta innan tíðar Fyrir þinglok voru samþykktar breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, þar sem segir meðal annars að farþega beri að framvísa farmiða „eða sýna á annan hátt fram á greiðslu rétt fargjalds, óski starfsmaður á vegum flytjanda eftir því“. Þá segir að ef farþegi geti ekki sýnt fram á greiðslu sé flytjanda heimilt að krefja hann um svokallað fargjaldaálag, sem getur numið allt að 30 þúsund krónum. Fjárhæðin skal taka hlutfallslegt mið af því fargjaldi sem farþega bar að greiða og heimilt er að lækka hana um 50 prósent ef greitt er innan 14 daga. Samkvæmt svörum Strætó er verið að skoða útfærslur og reglur erlendis en stefnt er að því að leggja fram tillögur um innheimtu álagsins í október. Ef stjórnin samþykkir tillögunar fara þær til samgönguráðuneytisins, sem þarf að auglýsa þær í B-deild Stjórnartíðinda. Að því loknu getur Strætó farið að sekta. Samgöngur Reykjavík Strætó Neytendur Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu árið 2018 að svindl og falsanir gætu numið allt að 200 milljónum króna. Nú þegar eru tveir eftirlitsmenn að störfum hjá Strætó sem fara á milli vagna og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ekki ráð fyrir að breytingar verði á því eftirliti. Hins vegar kemur til greina að ráðast öðru hvoru í átak, þar sem eftirlitsmönnum yrði fjölgað tímabundið. Svikin geta verið margskonar; fólk sleppir því til dæmis að greiða eða framvísar fölsuðum miðum og kortum. Nýtt greiðslukerfi mun draga úr hættunni á brotum. Farmiðarnir úr sögunni en óvíst með klinkið Kerfið ber heitið Klapp og verður beta-prófað eftir tvær til þrjár vikur. „Klapp er eins og greiðslukerfi sem þekkist í almenningssamgöngum erlendis, þar sem að kort eða app er sett upp við skanna,“ segir í svörum Stætó við fyrirspurn Vísis. Hægt verður að fylla á kortið eða appið í gegnum Mínar síður á Strætó.is. Samhliða þessu verða farmiðarnir teknir úr gildi á nokkrum mánuðum. „Í stað farmiðanna byrjum við að selja 10 ferða pappaspjöld sem verður hægt að kaupa á sölustöðum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þessi pappaspjöld eru með svokölluðum Aztec kóða sem er skannaður um borð í vagninum. Það kemur fram á skjánum hve margar ferðir eru eftir á spjaldinu.“ Enn sem komið er hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort hætt verður að taka við greiðslu fargjalds í peningum. Gætu farið að sekta innan tíðar Fyrir þinglok voru samþykktar breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, þar sem segir meðal annars að farþega beri að framvísa farmiða „eða sýna á annan hátt fram á greiðslu rétt fargjalds, óski starfsmaður á vegum flytjanda eftir því“. Þá segir að ef farþegi geti ekki sýnt fram á greiðslu sé flytjanda heimilt að krefja hann um svokallað fargjaldaálag, sem getur numið allt að 30 þúsund krónum. Fjárhæðin skal taka hlutfallslegt mið af því fargjaldi sem farþega bar að greiða og heimilt er að lækka hana um 50 prósent ef greitt er innan 14 daga. Samkvæmt svörum Strætó er verið að skoða útfærslur og reglur erlendis en stefnt er að því að leggja fram tillögur um innheimtu álagsins í október. Ef stjórnin samþykkir tillögunar fara þær til samgönguráðuneytisins, sem þarf að auglýsa þær í B-deild Stjórnartíðinda. Að því loknu getur Strætó farið að sekta.
Samgöngur Reykjavík Strætó Neytendur Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira