Innlent

Gul við­vörun gefin út fyrir Breiða­fjörð

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvörun tekur gildi í fyrramálið.
Viðvörun tekur gildi í fyrramálið. Veðurstofan

Veðurstofan hefur verið gefin út fyrir Breiðafjörð vegna sunnan- og suðaustanhvassviðris á morgun.

Viðvörunin tekur gildi í fyrramálið klukkan sjö og gildir til klukkan 22 annað kvöld.

Spáð er sunnan hvassviðri, þrettán til tuttugu metrum á sekúndu.

„Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi. Aðstæður geta verið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind,“ segir á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×