Gísla vel fagnað þegar hann sneri aftur eftir fimm mánaða fjarveru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2021 16:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár. getty/Peter Niedung Eftir langa fjarveru vegna meiðsla sneri Gísli Þorgeir Kristjánsson aftur á völlinn þegar Magdeburg mætti Erlangen í æfingaleik í gærkvöldi. Gísli skoraði eitt mark í öruggum sigri Magdeburg, 34-22. Ómar Ingi Magnússon var næstmarkahæstur hjá Magdeburg með fimm mörk. Þetta var síðasti æfingaleikur Magdeburg áður en keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst. Stark! Wir gewinnen unser letztes Testspiel mit 34:22 gegen den HC Erlangen. zum Spielbericht: https://t.co/MQTCfsewOC_____ Franzi Gora / neb Handball pic.twitter.com/ovFYVZFIYy— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) September 2, 2021 Gísli kom inn á eftir átján mínútur og áhorfendur klöppuðu honum lof í lófa. Þetta var fyrsti leikur Gísla síðan hann fór úr axlarlið í leik Magdeburg og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni 21. mars. Það var í þriðja sinn sem hann fer úr axlarlið á ferlinum. Gísli gekkst undir aðgerð á öxl í vor og er nú kominn aftur út á völlinn. Í samtali við handbolta.is sagðist Gísli vera himinlifandi með endurkomuna. „Þetta var æðisleg tilfinning. Ég býst ekki við öðru en að verða tilbúinn í fyrsta leik í deildinni,“ sagði Gísli en Magdeburg tekur á móti Viggó Kristjánssyni og Andra Má Rúnarssyni og félögum í Stuttgart á fimmtudaginn. Á síðasta tímabili endaði Magdeburg í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og vann EHF-bikarinn. Gísli, sem er 22 ára, skoraði 39 mörk og gaf 27 stoðsendingar í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann gekk í raðir Magdeburg frá Kiel í fyrra. Þýski handboltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Gísli skoraði eitt mark í öruggum sigri Magdeburg, 34-22. Ómar Ingi Magnússon var næstmarkahæstur hjá Magdeburg með fimm mörk. Þetta var síðasti æfingaleikur Magdeburg áður en keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst. Stark! Wir gewinnen unser letztes Testspiel mit 34:22 gegen den HC Erlangen. zum Spielbericht: https://t.co/MQTCfsewOC_____ Franzi Gora / neb Handball pic.twitter.com/ovFYVZFIYy— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) September 2, 2021 Gísli kom inn á eftir átján mínútur og áhorfendur klöppuðu honum lof í lófa. Þetta var fyrsti leikur Gísla síðan hann fór úr axlarlið í leik Magdeburg og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni 21. mars. Það var í þriðja sinn sem hann fer úr axlarlið á ferlinum. Gísli gekkst undir aðgerð á öxl í vor og er nú kominn aftur út á völlinn. Í samtali við handbolta.is sagðist Gísli vera himinlifandi með endurkomuna. „Þetta var æðisleg tilfinning. Ég býst ekki við öðru en að verða tilbúinn í fyrsta leik í deildinni,“ sagði Gísli en Magdeburg tekur á móti Viggó Kristjánssyni og Andra Má Rúnarssyni og félögum í Stuttgart á fimmtudaginn. Á síðasta tímabili endaði Magdeburg í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og vann EHF-bikarinn. Gísli, sem er 22 ára, skoraði 39 mörk og gaf 27 stoðsendingar í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann gekk í raðir Magdeburg frá Kiel í fyrra.
Þýski handboltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira