Sauðfé fækkar og fækkar í landinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2021 13:30 Sauðfé hefur sjaldan eða aldrei verið eins fátt í landinu og núna en í dag eru um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur í landinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sauðfé hefur ekki verið jafnfátt og nú í 160 ár. Stofninn telur aðeins um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur. Ástæða fækkunarinnar er fyrst og fremst hrun á afurðaverði. Sauðfjárbændum á Íslandi er alltaf að fækka og fækka og á sama tíma fækkar sauðfé í landinu. Samkvæmt upplýsingum, sem Bændablaðið tók saman eru um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur á bæjum víða um land en árið1861 varð fé færra vegna fjárkláða, sem kom þá upp en þá fór stofninn niður í 327 þúsund vetrarfóðraðar kindur. En af hverju hefur sauðfé fækkað svona mikið núna? Unnsteinn Snorri Snorrason er ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. „Þetta er auðvitað afleiðing af afkomu í greininni. Það varð hrun hjá okkur 2016 og 2017, algjört hrun. Það var 40% verðfall á afurðaverði og það hefur ekki náðst til baka nema að litlu leyti, þannig að á meðan við höfum ekki trygga afkomu í greininni þá er hætt við því að við sjáum enn meiri samdrátt, því miður,“ segir Unnsteinn og bætir við. Unnsteinn Snorri Snorrason, sauðfjárbóndi og ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands.Aðsend „Með meiri fækkun þá endar það bara fljótlega með því að við gefum eftir á markaði en það sem við sjáum líka að geti gerst strax er að það fækkar bændum til sveita og þessi sameiginlegu verkefni, eins og þetta sem við erum að fara að takast á við núna, göngur og réttir. Eftir því sem það eru færri koma að því, þeimur snúnara verður að leysa þessi verk og á ákveðnum svæðum má ekki kvarnast mikið meira úr hópnum til þess að þetta verði erfitt viðfangs,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir að þó bændur verði ekki ríkir á því að rækta íslensku sauðkindina þá verði þeir ríkir af ýmsu öðru. „Já, það er ánægjan og lífsfyllingin, hún er þarna til staðar að sjálfsögðu, bara eins og með alla aðra framleiðslu og öll önnur verk og störf þá þurfum við að fá greitt fyrir þau með sanngjörnum hætti eins og aðrar stéttir í þessu samfélagi.“ Landbúnaður Dýr Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Sauðfjárbændum á Íslandi er alltaf að fækka og fækka og á sama tíma fækkar sauðfé í landinu. Samkvæmt upplýsingum, sem Bændablaðið tók saman eru um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur á bæjum víða um land en árið1861 varð fé færra vegna fjárkláða, sem kom þá upp en þá fór stofninn niður í 327 þúsund vetrarfóðraðar kindur. En af hverju hefur sauðfé fækkað svona mikið núna? Unnsteinn Snorri Snorrason er ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. „Þetta er auðvitað afleiðing af afkomu í greininni. Það varð hrun hjá okkur 2016 og 2017, algjört hrun. Það var 40% verðfall á afurðaverði og það hefur ekki náðst til baka nema að litlu leyti, þannig að á meðan við höfum ekki trygga afkomu í greininni þá er hætt við því að við sjáum enn meiri samdrátt, því miður,“ segir Unnsteinn og bætir við. Unnsteinn Snorri Snorrason, sauðfjárbóndi og ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands.Aðsend „Með meiri fækkun þá endar það bara fljótlega með því að við gefum eftir á markaði en það sem við sjáum líka að geti gerst strax er að það fækkar bændum til sveita og þessi sameiginlegu verkefni, eins og þetta sem við erum að fara að takast á við núna, göngur og réttir. Eftir því sem það eru færri koma að því, þeimur snúnara verður að leysa þessi verk og á ákveðnum svæðum má ekki kvarnast mikið meira úr hópnum til þess að þetta verði erfitt viðfangs,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir að þó bændur verði ekki ríkir á því að rækta íslensku sauðkindina þá verði þeir ríkir af ýmsu öðru. „Já, það er ánægjan og lífsfyllingin, hún er þarna til staðar að sjálfsögðu, bara eins og með alla aðra framleiðslu og öll önnur verk og störf þá þurfum við að fá greitt fyrir þau með sanngjörnum hætti eins og aðrar stéttir í þessu samfélagi.“
Landbúnaður Dýr Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira