Sauðfé fækkar og fækkar í landinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2021 13:30 Sauðfé hefur sjaldan eða aldrei verið eins fátt í landinu og núna en í dag eru um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur í landinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sauðfé hefur ekki verið jafnfátt og nú í 160 ár. Stofninn telur aðeins um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur. Ástæða fækkunarinnar er fyrst og fremst hrun á afurðaverði. Sauðfjárbændum á Íslandi er alltaf að fækka og fækka og á sama tíma fækkar sauðfé í landinu. Samkvæmt upplýsingum, sem Bændablaðið tók saman eru um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur á bæjum víða um land en árið1861 varð fé færra vegna fjárkláða, sem kom þá upp en þá fór stofninn niður í 327 þúsund vetrarfóðraðar kindur. En af hverju hefur sauðfé fækkað svona mikið núna? Unnsteinn Snorri Snorrason er ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. „Þetta er auðvitað afleiðing af afkomu í greininni. Það varð hrun hjá okkur 2016 og 2017, algjört hrun. Það var 40% verðfall á afurðaverði og það hefur ekki náðst til baka nema að litlu leyti, þannig að á meðan við höfum ekki trygga afkomu í greininni þá er hætt við því að við sjáum enn meiri samdrátt, því miður,“ segir Unnsteinn og bætir við. Unnsteinn Snorri Snorrason, sauðfjárbóndi og ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands.Aðsend „Með meiri fækkun þá endar það bara fljótlega með því að við gefum eftir á markaði en það sem við sjáum líka að geti gerst strax er að það fækkar bændum til sveita og þessi sameiginlegu verkefni, eins og þetta sem við erum að fara að takast á við núna, göngur og réttir. Eftir því sem það eru færri koma að því, þeimur snúnara verður að leysa þessi verk og á ákveðnum svæðum má ekki kvarnast mikið meira úr hópnum til þess að þetta verði erfitt viðfangs,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir að þó bændur verði ekki ríkir á því að rækta íslensku sauðkindina þá verði þeir ríkir af ýmsu öðru. „Já, það er ánægjan og lífsfyllingin, hún er þarna til staðar að sjálfsögðu, bara eins og með alla aðra framleiðslu og öll önnur verk og störf þá þurfum við að fá greitt fyrir þau með sanngjörnum hætti eins og aðrar stéttir í þessu samfélagi.“ Landbúnaður Dýr Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Sauðfjárbændum á Íslandi er alltaf að fækka og fækka og á sama tíma fækkar sauðfé í landinu. Samkvæmt upplýsingum, sem Bændablaðið tók saman eru um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur á bæjum víða um land en árið1861 varð fé færra vegna fjárkláða, sem kom þá upp en þá fór stofninn niður í 327 þúsund vetrarfóðraðar kindur. En af hverju hefur sauðfé fækkað svona mikið núna? Unnsteinn Snorri Snorrason er ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. „Þetta er auðvitað afleiðing af afkomu í greininni. Það varð hrun hjá okkur 2016 og 2017, algjört hrun. Það var 40% verðfall á afurðaverði og það hefur ekki náðst til baka nema að litlu leyti, þannig að á meðan við höfum ekki trygga afkomu í greininni þá er hætt við því að við sjáum enn meiri samdrátt, því miður,“ segir Unnsteinn og bætir við. Unnsteinn Snorri Snorrason, sauðfjárbóndi og ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands.Aðsend „Með meiri fækkun þá endar það bara fljótlega með því að við gefum eftir á markaði en það sem við sjáum líka að geti gerst strax er að það fækkar bændum til sveita og þessi sameiginlegu verkefni, eins og þetta sem við erum að fara að takast á við núna, göngur og réttir. Eftir því sem það eru færri koma að því, þeimur snúnara verður að leysa þessi verk og á ákveðnum svæðum má ekki kvarnast mikið meira úr hópnum til þess að þetta verði erfitt viðfangs,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir að þó bændur verði ekki ríkir á því að rækta íslensku sauðkindina þá verði þeir ríkir af ýmsu öðru. „Já, það er ánægjan og lífsfyllingin, hún er þarna til staðar að sjálfsögðu, bara eins og með alla aðra framleiðslu og öll önnur verk og störf þá þurfum við að fá greitt fyrir þau með sanngjörnum hætti eins og aðrar stéttir í þessu samfélagi.“
Landbúnaður Dýr Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira