Í einangrun í hjólhýsi en tók þátt í heilsuátaki Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. september 2021 06:30 Sif var einkennalaus að öllu leyti en fannst hreyfingarleysið erfiðast. Vísir/Vilhelm Kyrrsetan og hreyfingarleysið reyndist Sif Sturludóttur mesta áskorunin þegar hún þurfti að vera í tíu daga einangrun eftir að hún greindist með Covid-19. Hún ákvað því á fjórða degi að hún skyldi nýta tímann og taka þátt í hreyfingaráskorun. „Ég fæ niðurstöðurnar þarna á föstudeginum fyrir tíu dögum síðan og þá bara tók ég strax ákvörðun um að flytja út í hjólhýsi fyrir utan heima hjá mér og er búin að búa þar síðustu tíu daga,“ segir Sif. Hún segist þó ekki hafa haft það slæmt þar sem hún hafi verið einkennalaus að öllu leyti. Sif er mikill orkubolti og stundar hreyfingu af miklu kappi. Hún mætir á UltraForm æfingar þrisvar í viku og stundar fjallahlaup þess á milli. Hún átti bókað í tvö fjallahlaup á meðan á einangruninni stóð, Tindahlaupið í Mosfellsbæ og Eldslóðina. Sif Sturludóttir lenti í einangrun fyrir tíu dögum síðan þegar hún greindist með Covid-19.Vísir/Vilhelm „Þetta er kannski það sem hafði mest áhrif á mig, þessi innilokun. Það sem mér fannst verst var hreyfingarleysið, að mega ekki fara í ræktina og mega ekki fara út að hlaupa.“ Hún varð því fljótt eirðarlaus enda óvön svo mikilli kyrrsetu. Það var svo þann 1. september sem Þórdís Valsdóttir, samstarfskona Sifjar, setti inn svokallaða 30/30 áskorun sem felst í því að hreyfa sig í 30 mínútur í 30 daga. „Þá fannst mér tilvalið að taka þátt. Þá var ég ekki búin að hreyfa mig í fjóra daga og hún setur inn þessa áskorun og ég hugsa: „Ókei, ég get allavega gert þetta“. Ég fer út og hreyfi mig í 30 mínútur úti í garði. Ég byrjaði að hlaupa úti í garði og gera alls konar æfingar. Svo tók ég með mér lóð og fór að lyfta og notaði pallinn til þess að gera uppstig.“ Sif segir það hafa haft sína kosti og galla að dvelja í hjólhýsi fyrir utan heimili sitt. Fjölskylda hennar færði henni kvöldmat og hún segir vinkonur sínar hafa dekrað við sig með kampavíni, kaffi og alls kyns sendingum. Aftur á móti hafði hún lítið pláss og vann, svaf og horfði á sjónvarp allt á sama staðnum. Sif var heppin og gat nýtt sér garðinn heima hjá sér til æfinga.Vísir/Vilhelm „Ég var síðan bara með alls kyns markmiðasetningu. Ég var við góða heilsu þannig ég gat unnið á hverjum degi. Svo voru bara alls konar þættir á Stöð 2 plús og allir nýju þættirnir á Stöð 2 sem styttu mér stundirnar.“ Sif losnar úr einangrun í dag. Hún er þó hvergi nær hætt að hreyfa sig og hlakkar mikið til að mæta á UltraForm æfingu. Hennar fyrsta verkefni verður þó að knúsa fjölskylduna sína. „Ég hef ekki fengið knús í tíu daga! Svo ætla ég bara að fara beint í vinnuna og fá mér góðan kaffibolla á kaffihúsinu með öllum samstarfsfélögunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Ég fæ niðurstöðurnar þarna á föstudeginum fyrir tíu dögum síðan og þá bara tók ég strax ákvörðun um að flytja út í hjólhýsi fyrir utan heima hjá mér og er búin að búa þar síðustu tíu daga,“ segir Sif. Hún segist þó ekki hafa haft það slæmt þar sem hún hafi verið einkennalaus að öllu leyti. Sif er mikill orkubolti og stundar hreyfingu af miklu kappi. Hún mætir á UltraForm æfingar þrisvar í viku og stundar fjallahlaup þess á milli. Hún átti bókað í tvö fjallahlaup á meðan á einangruninni stóð, Tindahlaupið í Mosfellsbæ og Eldslóðina. Sif Sturludóttir lenti í einangrun fyrir tíu dögum síðan þegar hún greindist með Covid-19.Vísir/Vilhelm „Þetta er kannski það sem hafði mest áhrif á mig, þessi innilokun. Það sem mér fannst verst var hreyfingarleysið, að mega ekki fara í ræktina og mega ekki fara út að hlaupa.“ Hún varð því fljótt eirðarlaus enda óvön svo mikilli kyrrsetu. Það var svo þann 1. september sem Þórdís Valsdóttir, samstarfskona Sifjar, setti inn svokallaða 30/30 áskorun sem felst í því að hreyfa sig í 30 mínútur í 30 daga. „Þá fannst mér tilvalið að taka þátt. Þá var ég ekki búin að hreyfa mig í fjóra daga og hún setur inn þessa áskorun og ég hugsa: „Ókei, ég get allavega gert þetta“. Ég fer út og hreyfi mig í 30 mínútur úti í garði. Ég byrjaði að hlaupa úti í garði og gera alls konar æfingar. Svo tók ég með mér lóð og fór að lyfta og notaði pallinn til þess að gera uppstig.“ Sif segir það hafa haft sína kosti og galla að dvelja í hjólhýsi fyrir utan heimili sitt. Fjölskylda hennar færði henni kvöldmat og hún segir vinkonur sínar hafa dekrað við sig með kampavíni, kaffi og alls kyns sendingum. Aftur á móti hafði hún lítið pláss og vann, svaf og horfði á sjónvarp allt á sama staðnum. Sif var heppin og gat nýtt sér garðinn heima hjá sér til æfinga.Vísir/Vilhelm „Ég var síðan bara með alls kyns markmiðasetningu. Ég var við góða heilsu þannig ég gat unnið á hverjum degi. Svo voru bara alls konar þættir á Stöð 2 plús og allir nýju þættirnir á Stöð 2 sem styttu mér stundirnar.“ Sif losnar úr einangrun í dag. Hún er þó hvergi nær hætt að hreyfa sig og hlakkar mikið til að mæta á UltraForm æfingu. Hennar fyrsta verkefni verður þó að knúsa fjölskylduna sína. „Ég hef ekki fengið knús í tíu daga! Svo ætla ég bara að fara beint í vinnuna og fá mér góðan kaffibolla á kaffihúsinu með öllum samstarfsfélögunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira