Blikur á lofti vegna fellibyljarins Larrys Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2021 17:40 Svona leit fellibylurinn Larry á Antlantshafi út frá Alþjóðlegu geimstöðinni í gær. Bandaríski geimfarinn Megan McArthur tók myndina. Megan McArthur/NASA Veruleg óvissa er í veðurkortum næstu daga vegna fellibyljarins Larrys suður í Atlantshafi. Líklegast er talið að hann gæti átt þátt í suðaustan hvassviðri á landinu í lok næstu helgar. Larry varð að fjórða stigs fellibyl á Atlantshafi í nótt. Spár gera ráð fyrir því að hann þokist norðar á Atlantshaf þar sem kaldari sjór dregur kraftinn úr honum eftir miðja vikuna, að því er segir í pistli Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, á veðursíðunni Bliku. Þar er sagt að „allsherjaróvissa“ sé í veðurspá á okkar slóðum vegna fellibyljarsins og mögulegs stefnumóts hans við lægðabylgju. Nefnir Einar fjóra möguleika um þróun veðurs fram yfir næstu helgi. Fyrsti möguleikinn er að lægðarleifar Larrys dýpki mikið við Hvarf, syðsta odda Grænlands. Lægðin hafi lítil bein áhrif á Íslandi en hún ryðji á undan sér hlýju lofti norður yfir landið á sunnudag og mánudag eftir kólnandi veður í lok þessarar viku. Líklegasta niðurstaða veðurspálíkana er að lægðin verði víðáttumikil á Grænlandshafi og henni fylgi þá suðaustan hvassviðri í lok helgarinnar. Ólíkleg atburðarrás er að Larry magni upp lægð sem hann rekst á sem stefnir svo á landið. Þá er einnig mögulegt að Larry koðni niður langt suður í hafi og Íslendingar finni engin áhrif af honum. Þá verði ofurvenjulegt og aðgerðalítið septemberloft yfir landinu framan af næstu viku með næturfrosti. Veður Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Larry varð að fjórða stigs fellibyl á Atlantshafi í nótt. Spár gera ráð fyrir því að hann þokist norðar á Atlantshaf þar sem kaldari sjór dregur kraftinn úr honum eftir miðja vikuna, að því er segir í pistli Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, á veðursíðunni Bliku. Þar er sagt að „allsherjaróvissa“ sé í veðurspá á okkar slóðum vegna fellibyljarsins og mögulegs stefnumóts hans við lægðabylgju. Nefnir Einar fjóra möguleika um þróun veðurs fram yfir næstu helgi. Fyrsti möguleikinn er að lægðarleifar Larrys dýpki mikið við Hvarf, syðsta odda Grænlands. Lægðin hafi lítil bein áhrif á Íslandi en hún ryðji á undan sér hlýju lofti norður yfir landið á sunnudag og mánudag eftir kólnandi veður í lok þessarar viku. Líklegasta niðurstaða veðurspálíkana er að lægðin verði víðáttumikil á Grænlandshafi og henni fylgi þá suðaustan hvassviðri í lok helgarinnar. Ólíkleg atburðarrás er að Larry magni upp lægð sem hann rekst á sem stefnir svo á landið. Þá er einnig mögulegt að Larry koðni niður langt suður í hafi og Íslendingar finni engin áhrif af honum. Þá verði ofurvenjulegt og aðgerðalítið septemberloft yfir landinu framan af næstu viku með næturfrosti.
Veður Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira