Vilja að ráðherra skoði stöðu vararíkissaksóknara Árni Sæberg skrifar 6. september 2021 22:11 Öfgar vilja að Áslaug Arna íhugi stöðu Helga Magnúsar. Vísir/Vilhelm Aðgerðasinnahópurinn Öfgar segir í ákalli til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að innan dómkerfisins finnist menn sem ítrekað hafi tekið stöðu gegn þolendum kynbundins ofbeldis. Hópurinn vekur athygli á skrifum Sigurðar Guðna Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns og forseta dómstóla KSÍ á Facebooksíðu hans. Öfgar segja Sigurð taka skýra afstöðu gegn þolanda, nánar tiltekið Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, en hann birtir gögn sem tengjast máli hennar og Kolbeins Sigþórssonar. Þá rifjar Sigurður einnig upp gamlar Twitterfærslur Þórhildar, að því er virðist til að draga úr trúverðugleika hennar. Öfgar vekja athygli á því hversu margir sem líkað hafa við færslu Sigurðar eru starfandi innan dómkerfisins. Athyglisverðast finnst Öfgum að þar á meðal megi sjá Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara. „Þetta er ekki afmarkað tilfelli í nethegðun Helga Magnúsar því hann hefur ítrekað, í gegnum árin, sýnt fram á kvenfyrirlitningu, innflytjendaandúð og óþolendavæna afstöðu með netspori sínu,“ segja Öfgar um vararíkissaksóknarann. Helgi Magnús sé vanhæfur Öfgar segja netspor vararíkissaksóknara sýna skýrt að hann teljist vanhæfur til að sinna starfi sínu. Hann taki beina afstöðu gegn þolanda í færslum þar sem vegið sé að æru hennar og brotið á hennar persónuvernd. Helgi sé ekki bara gerendameðvirkur og þolendaóvænn, hann hafi einnig látið í sér heyra varðandi málefni innflytjenda og þungunarrof kvenna. Því megi ekki gleyma að Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, hafi sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla Helga. Það hafi ekki verið í fyrsta skipti sem hún hafi þurft að gera slíkt. „Miðað við skoðanir þessara manna sem nefndir hafa verið í yfirlýsingu okkar er alls ekki skrýtið að þolendur veigri sér við að stíga fram, kæra eða fara með mál sín í gegnum dómstóla. Ef þetta er fólkið sem á að hjálpa okkur í dómskerfinu, hverjum eiga þá þolendur að treysta?“ segja Öfgar. Öfgar skora á Áslaugu Örnu að skoða nefnd mál vel og að taka skýra afstöðu með þolendum ofbeldis. „Við biðjum þig að taka skrefið við að byggja þolendavænna réttarkerfi. Slíkt verður ekki gert með aðila eins og Helga Magnús sem vararíkissaksóknara. Boltinn er hjá þér, Áslaug," segja Öfgar. Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómstólar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Hópurinn vekur athygli á skrifum Sigurðar Guðna Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns og forseta dómstóla KSÍ á Facebooksíðu hans. Öfgar segja Sigurð taka skýra afstöðu gegn þolanda, nánar tiltekið Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, en hann birtir gögn sem tengjast máli hennar og Kolbeins Sigþórssonar. Þá rifjar Sigurður einnig upp gamlar Twitterfærslur Þórhildar, að því er virðist til að draga úr trúverðugleika hennar. Öfgar vekja athygli á því hversu margir sem líkað hafa við færslu Sigurðar eru starfandi innan dómkerfisins. Athyglisverðast finnst Öfgum að þar á meðal megi sjá Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara. „Þetta er ekki afmarkað tilfelli í nethegðun Helga Magnúsar því hann hefur ítrekað, í gegnum árin, sýnt fram á kvenfyrirlitningu, innflytjendaandúð og óþolendavæna afstöðu með netspori sínu,“ segja Öfgar um vararíkissaksóknarann. Helgi Magnús sé vanhæfur Öfgar segja netspor vararíkissaksóknara sýna skýrt að hann teljist vanhæfur til að sinna starfi sínu. Hann taki beina afstöðu gegn þolanda í færslum þar sem vegið sé að æru hennar og brotið á hennar persónuvernd. Helgi sé ekki bara gerendameðvirkur og þolendaóvænn, hann hafi einnig látið í sér heyra varðandi málefni innflytjenda og þungunarrof kvenna. Því megi ekki gleyma að Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, hafi sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla Helga. Það hafi ekki verið í fyrsta skipti sem hún hafi þurft að gera slíkt. „Miðað við skoðanir þessara manna sem nefndir hafa verið í yfirlýsingu okkar er alls ekki skrýtið að þolendur veigri sér við að stíga fram, kæra eða fara með mál sín í gegnum dómstóla. Ef þetta er fólkið sem á að hjálpa okkur í dómskerfinu, hverjum eiga þá þolendur að treysta?“ segja Öfgar. Öfgar skora á Áslaugu Örnu að skoða nefnd mál vel og að taka skýra afstöðu með þolendum ofbeldis. „Við biðjum þig að taka skrefið við að byggja þolendavænna réttarkerfi. Slíkt verður ekki gert með aðila eins og Helga Magnús sem vararíkissaksóknara. Boltinn er hjá þér, Áslaug," segja Öfgar.
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómstólar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira