Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. september 2021 14:01 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun Vísir/Egill Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við. Átakið Hefjum störf var kynnt í mars á þessu ári en þá var atvinnuleysi 11%, einkum vegna mikillar fækkunar starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Stjórnvöld ráðgerðu að veita um 4,5 -5 milljörðum í átakið en markmiðið var að skapa sjö þúsund ný störf. Fyrirtæki sem ráða fólk sem hefur verið án vinnu í 30 dag, gegnum Hefjum störf fá t.d. ráðningarstyrki sem eru fullar grunnatvinnuleysisbætur í allt að sex mánuði með hverjum atvinnuleitanda og 11,5% framlag í lífeyrissjóð. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að átakið hafi gengið framar vonum. „Nú eru komnir yfir sex þúsund manns sem hafa fengið vinnu í gegnum átakið hefjum störf þannig að það átak er að heppnast mjög vel. Stór hluti eða 45% þeirra sem hafa fengið störfin eru fólk með erlent ríkisfang. Það er bara ljómandi gott því það er svipað hlutfall fólks og fékk greiðslu atvinnuleysistrygginga á síðasta ári. En á þessu árið er þessi hópur um 40% þeirra,“ segir Unnur. Unnur segir um að ræða stóran hóp fólks sem kom frá útlöndum til að vinna í ferðaþjónustu og ávann sér réttindi til atvinnuleysisbóta og missti svo vinnuna í ferðaþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. Nú sé þetta fólk aftur að fá vinnu í ferðaþjónustunni. „Mér sýnist bara ganga mjög vel að koma þessu fólki aftur í sín fyrri störf,“ segir Unnur. Unnur segir jafnframt að atvinnuleysi sé á hraðri niðurleið. „Horfurnar í atvinnumálum eru ágætar. Við getum ekki sagt annað það hefur gengið mjög vel að koma fólki í störf það sem af er ári en atvinnuleysi hefur lækkað mjög hratt síðustu mánuði. Það var 6,1% í júlí og ég býst við að atvinnuleysistölur lækki enn frekar fyrir ágúst,“ segir Unnur. Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir ágústmánuð á morgun. Vinnumarkaður Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Átakið Hefjum störf var kynnt í mars á þessu ári en þá var atvinnuleysi 11%, einkum vegna mikillar fækkunar starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Stjórnvöld ráðgerðu að veita um 4,5 -5 milljörðum í átakið en markmiðið var að skapa sjö þúsund ný störf. Fyrirtæki sem ráða fólk sem hefur verið án vinnu í 30 dag, gegnum Hefjum störf fá t.d. ráðningarstyrki sem eru fullar grunnatvinnuleysisbætur í allt að sex mánuði með hverjum atvinnuleitanda og 11,5% framlag í lífeyrissjóð. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að átakið hafi gengið framar vonum. „Nú eru komnir yfir sex þúsund manns sem hafa fengið vinnu í gegnum átakið hefjum störf þannig að það átak er að heppnast mjög vel. Stór hluti eða 45% þeirra sem hafa fengið störfin eru fólk með erlent ríkisfang. Það er bara ljómandi gott því það er svipað hlutfall fólks og fékk greiðslu atvinnuleysistrygginga á síðasta ári. En á þessu árið er þessi hópur um 40% þeirra,“ segir Unnur. Unnur segir um að ræða stóran hóp fólks sem kom frá útlöndum til að vinna í ferðaþjónustu og ávann sér réttindi til atvinnuleysisbóta og missti svo vinnuna í ferðaþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. Nú sé þetta fólk aftur að fá vinnu í ferðaþjónustunni. „Mér sýnist bara ganga mjög vel að koma þessu fólki aftur í sín fyrri störf,“ segir Unnur. Unnur segir jafnframt að atvinnuleysi sé á hraðri niðurleið. „Horfurnar í atvinnumálum eru ágætar. Við getum ekki sagt annað það hefur gengið mjög vel að koma fólki í störf það sem af er ári en atvinnuleysi hefur lækkað mjög hratt síðustu mánuði. Það var 6,1% í júlí og ég býst við að atvinnuleysistölur lækki enn frekar fyrir ágúst,“ segir Unnur. Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir ágústmánuð á morgun.
Vinnumarkaður Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira