Komið er að undanúrslitum þáttarins. Í fyrri þáttum slógu tónlistarmennirnir Bjarki Bomarz og Doctor Victor út Birki Snæ Sigurðsson og Tómas Welding og fótboltamennirnir úr Víkingi, þeir Adam Ægir og Kristall Máni slógu út Ívar Örn Jónsson og Hálfdán Árnason.
Seinni undanúrslitaviðureignin fer fram í næstu viku en þá mæta Birkir Már og Birgir Steinn þeim Ísleifi og Loga.
Framleiðslufyrirtækið AlbummTV og vefmiðillinn Albumm.is framleiða þessa nýju leikjaþætti í samstarfi við SnorriBros, Vísi og Stöð 2 Esport. Þættirnir voru teknir upp á veitingastaðnum Le Kock í Hafnarstræti.
Þættirnir eru sjö talsins.