„Það er magnað að sigla út frá Ísafirði. Fjöllin á sjóndeildarhringnum virka mjög smá og lítilfjörleg,“ segir Steve Lewis, ævintýramaður og kvikmyndaframleiðandi. Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis kynntist Steve Lewis í ferð um Hornstrandir og fékk að heyra hvað það var sem heillar hann svona mikið. Steve er búinn að vera á ferð og flugi um Ísland í allt sumar. RAX myndaði þennan einstaka karakter bæði á Hornströndum og á heimili hans á Siglufirði. Jón Grétar Gissurarson, klippari og framleiðandi RAX Augnablik, gerði þetta myndband með þeim myndum en þær má einnig finna hér fyrir neðan. Steve er Breti og er mikill ævintýramaður. Hann klífur fjöll og jökla, klifrar í klettum, stundar jaðaríþróttir og svona mætti lengi telja. Vísir/RAX Vísir/RAX „Það er magnað að sigla út frá Ísafirði. Fjöllin á sjóndeildarhringnum virka mjög smá og lítilfjörleg.“ Óli skipstjóri ferðarinnar.Vísir/RAX Vísir/RAX „Opinberunin gerist hægt. Þú sérð ekki Hornbjargið strax en Hornstrandirnar lokka mann að sér.Maður sér risavaxna drangana gnæfa upp úr sjónum og ímyndar sér strax að þetta séu villtar slóðir. Þar sem fuglar og refir og sjávarlífríkið þrífst án nokkurra snertinga við mannskepnuna.“ Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX „Það er ómetanlegt að vera manneskja í þessu umhverfi. Þetta snýst ekki um að klífa hæsta tindinn eða finna afskekktasta staðinn. Þetta snýst um tímann yfir höfuð. Sitja og njóta aðgerðarleysisins, borða ber og lifa af landinu,“ segir Steve sem er mikill náttúruunnandi. Vísir/RAX „Manni er aðeins úthlutað örskömmum tíma til þess að njóta þessara óbyggða.“ Vísir/RAX „Það er gaman að stökkva í sjóinn. Það veitir manni ögn meira frelsi en í hversdagslífinu.“ Vísir/RAX Vísir/RAX „Ég hef aldrei prófað strandbretti áður en ákvað að kýla bara á það, þetta yrði bara spennandi.“ Vísir/RAX „Ég tapaði einstaklingseðlinu á þessum stað. Ég er uppalin í þéttbýli á Englandi, örskammt frá London. Svona staðir breyttu algjörlega sýn minni á hvað ég vildi gera með líf mitt.“ Vísir/RAX Vísir/RAX Steve er fæddur í Weston Turville á Englandi en býr á Siglufirði í dag ásamt eiginkonu sinni Erlu Jóhannsdóttur og syni þeirra Elíasi Ara. „Ég hef fengið að kanna víðfeðmi norsku skóganna og heimsækja Svalbarða. Ég er líklega sá eini sem flutt hefur suður til Siglufjarðar. “ Vísir/RAX Vísir/RAX Steve er með kvikmyndaframleiðslufyrirtækið The Empire og hefur starfað fyrir fyrirtæki eins og BBC, Nike, Nicon, Oakley, Red Bull, Audi svo fáein séu nefnd. Steve er einstaklega fær í kvikmyndagerð og drónakvikmyndatökum og myndaði meðal annars fyrir Chris Burkhard myndina A line In The Sand, sem við höfum áður fjallað um hér á Vísi. Var hann einnig einn framleiðandi myndarinnar. Vísir/RAX Steve og Erla kynntust í Skaftafelli þar sem hann starfaði sem jöklaleiðsögumaður og bjuggu meðal annars saman á Svalbarða áður en þau settust að á Siglufirði. „Ég hef alltaf leitað uppi svona afskekkta og ósnortna staði. Ekki til að sigrast á einhverju heldur til að upplifa umhverfið.“ Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX „Ég hef alltaf litið á þetta sem jákvæðan hlut, mjög ávanabindandi. Ég veit líka að þegar þessu ævintýri lýkur bíða mín fleiri.“ Vísir/RAX Hornstrandir Ljósmyndun RAX Fjallamennska Tengdar fréttir Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Flugferð með RAX: Upplifði algjört skilningsleysi þegar eldgosið hófst „Maður veit aldrei hvaða ljósmynd lifir, en það eru nokkrar sem lifa og eignast sjálfstætt líf,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem hefur flogið af stað í öllum veðrum og vindum að mynda helstu viðburði Íslandssögunnar síðastliðin fjörutíu ár. 23. ágúst 2021 15:30 Ævintýraveröld Kötlujökuls: Íshellirinn hrundi og þá var bara boginn eftir Þegar íshellar hrynja stendur stundum aðeins bogi eftir. Þeir geta þó hrunið algjörlega fyrirvaralaust. 22. ágúst 2021 07:01 Besti vinurinn er hrútur sem heldur að stundum að hann sé hestur Á bænum Skyggnisholti í Flóanum, rétt austan við Selfoss, búa tveir einstakir vinir. Ragnar Axelsson hitti sex ára Stein Þorra Viktorsson og lambhrúturinn hans Páll Stefánsson. Hrúturinn virðist ýmist halda að hann sé hundur eða hross og hafa þeir leikið mikið saman síðustu þrjú árin. 30. júní 2021 20:02 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið
Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis kynntist Steve Lewis í ferð um Hornstrandir og fékk að heyra hvað það var sem heillar hann svona mikið. Steve er búinn að vera á ferð og flugi um Ísland í allt sumar. RAX myndaði þennan einstaka karakter bæði á Hornströndum og á heimili hans á Siglufirði. Jón Grétar Gissurarson, klippari og framleiðandi RAX Augnablik, gerði þetta myndband með þeim myndum en þær má einnig finna hér fyrir neðan. Steve er Breti og er mikill ævintýramaður. Hann klífur fjöll og jökla, klifrar í klettum, stundar jaðaríþróttir og svona mætti lengi telja. Vísir/RAX Vísir/RAX „Það er magnað að sigla út frá Ísafirði. Fjöllin á sjóndeildarhringnum virka mjög smá og lítilfjörleg.“ Óli skipstjóri ferðarinnar.Vísir/RAX Vísir/RAX „Opinberunin gerist hægt. Þú sérð ekki Hornbjargið strax en Hornstrandirnar lokka mann að sér.Maður sér risavaxna drangana gnæfa upp úr sjónum og ímyndar sér strax að þetta séu villtar slóðir. Þar sem fuglar og refir og sjávarlífríkið þrífst án nokkurra snertinga við mannskepnuna.“ Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX „Það er ómetanlegt að vera manneskja í þessu umhverfi. Þetta snýst ekki um að klífa hæsta tindinn eða finna afskekktasta staðinn. Þetta snýst um tímann yfir höfuð. Sitja og njóta aðgerðarleysisins, borða ber og lifa af landinu,“ segir Steve sem er mikill náttúruunnandi. Vísir/RAX „Manni er aðeins úthlutað örskömmum tíma til þess að njóta þessara óbyggða.“ Vísir/RAX „Það er gaman að stökkva í sjóinn. Það veitir manni ögn meira frelsi en í hversdagslífinu.“ Vísir/RAX Vísir/RAX „Ég hef aldrei prófað strandbretti áður en ákvað að kýla bara á það, þetta yrði bara spennandi.“ Vísir/RAX „Ég tapaði einstaklingseðlinu á þessum stað. Ég er uppalin í þéttbýli á Englandi, örskammt frá London. Svona staðir breyttu algjörlega sýn minni á hvað ég vildi gera með líf mitt.“ Vísir/RAX Vísir/RAX Steve er fæddur í Weston Turville á Englandi en býr á Siglufirði í dag ásamt eiginkonu sinni Erlu Jóhannsdóttur og syni þeirra Elíasi Ara. „Ég hef fengið að kanna víðfeðmi norsku skóganna og heimsækja Svalbarða. Ég er líklega sá eini sem flutt hefur suður til Siglufjarðar. “ Vísir/RAX Vísir/RAX Steve er með kvikmyndaframleiðslufyrirtækið The Empire og hefur starfað fyrir fyrirtæki eins og BBC, Nike, Nicon, Oakley, Red Bull, Audi svo fáein séu nefnd. Steve er einstaklega fær í kvikmyndagerð og drónakvikmyndatökum og myndaði meðal annars fyrir Chris Burkhard myndina A line In The Sand, sem við höfum áður fjallað um hér á Vísi. Var hann einnig einn framleiðandi myndarinnar. Vísir/RAX Steve og Erla kynntust í Skaftafelli þar sem hann starfaði sem jöklaleiðsögumaður og bjuggu meðal annars saman á Svalbarða áður en þau settust að á Siglufirði. „Ég hef alltaf leitað uppi svona afskekkta og ósnortna staði. Ekki til að sigrast á einhverju heldur til að upplifa umhverfið.“ Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX „Ég hef alltaf litið á þetta sem jákvæðan hlut, mjög ávanabindandi. Ég veit líka að þegar þessu ævintýri lýkur bíða mín fleiri.“ Vísir/RAX
Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27
Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08
Flugferð með RAX: Upplifði algjört skilningsleysi þegar eldgosið hófst „Maður veit aldrei hvaða ljósmynd lifir, en það eru nokkrar sem lifa og eignast sjálfstætt líf,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem hefur flogið af stað í öllum veðrum og vindum að mynda helstu viðburði Íslandssögunnar síðastliðin fjörutíu ár. 23. ágúst 2021 15:30
Ævintýraveröld Kötlujökuls: Íshellirinn hrundi og þá var bara boginn eftir Þegar íshellar hrynja stendur stundum aðeins bogi eftir. Þeir geta þó hrunið algjörlega fyrirvaralaust. 22. ágúst 2021 07:01
Besti vinurinn er hrútur sem heldur að stundum að hann sé hestur Á bænum Skyggnisholti í Flóanum, rétt austan við Selfoss, búa tveir einstakir vinir. Ragnar Axelsson hitti sex ára Stein Þorra Viktorsson og lambhrúturinn hans Páll Stefánsson. Hrúturinn virðist ýmist halda að hann sé hundur eða hross og hafa þeir leikið mikið saman síðustu þrjú árin. 30. júní 2021 20:02