Pólitískur skrípaleikur komi í veg fyrir nýtingu umhverfisvænnar orku Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2021 21:00 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir Bæjarstjóri Ölfuss segir pólitískan skrípaleik koma í veg fyrir að ráðast megi í risastór atvinnuskapandi og loftslagsvæn verkefni. Ölfus sé eitt orkuríkasta sveitarfélag landsins en verndun lands komi í veg fyrir nýtingu á grænni orku. Á meðal atvinnuverkefna sem eru á teikniborði Ölfusar er umfangsmikið laxeldi á landi, gróðurhús, vetnisvinnsla og gagnaver. „Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að vera einhverskonar nýting á náttúruauðlindum. Og sú náttúruauðlind sem við eigum hvað erfiðast að komast í í dag er orka,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. „Og manni finnst það skjóta svolítið skökku við þegar við hér í einu orkuríkasta sveitarfélagi á landinu getum ekki þjónustað stórkostlega atvinnuuppbyggingu og umhverfisvæna matvælaframleiðslu af því það er búið að læsa þetta inni í einhverjum pólitískum skrípaleik,“ segir Elliði. Þar vísar hann í rammaáætlun sem kveður á um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir það fyrirkomulaga hafa gengið sér til húðar og standa þjóðinni fyrir þrifum við að nýta umhverfisvæna orku. „Og okkar stærsta framlag til umhverfismála getur einmitt orðið framleiðsla á umhverfisvænum matvælum. Að við nýtum okkar grænu orku til framleiðslu á matvælum og annarra umhverfisvænna þátta. Mín persónulega skoðun er sú að við erum kannski að læsast inni í einhverjum landverndar þáttum. En landvernd er bara ein hlið á þeim teningi sem umhverfismál eru. Við verðum að taka loftslagsmálin langt um meira alvarlega, samhliða landverndinni, og tryggja að við höfum aðgengi að þessari grænu orku.“ Uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 Megawott. Elliði segir orkuþörf þessara verkefna nema einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun, eða rúmlega þúsund megawött. Til samanburðar er Hellisheiðarvirkjun 303 megawött. Orkufrekast af þessum verkefnum yrði vinnsla vetnis. „Og framleiðsla á vetni getur orðið til þess að við getum ráðist í orkuskipti á flotanum okkar. En ég held að við sjáum það ef við lítum í eigin barm, að loftslagsmálin eru þannig að mengandi kolaver í Póllandi, eða mengandi iðnaður í Kína, hann bitnar ekkert á þeim þjóðum umfram okkur. Við sem mannkyn verðum að standa saman í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með því að nýta íslenska orku langt umfram það sem við erum að gera núna.“ Orkumál Ölfus Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Fiskeldi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Á meðal atvinnuverkefna sem eru á teikniborði Ölfusar er umfangsmikið laxeldi á landi, gróðurhús, vetnisvinnsla og gagnaver. „Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að vera einhverskonar nýting á náttúruauðlindum. Og sú náttúruauðlind sem við eigum hvað erfiðast að komast í í dag er orka,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. „Og manni finnst það skjóta svolítið skökku við þegar við hér í einu orkuríkasta sveitarfélagi á landinu getum ekki þjónustað stórkostlega atvinnuuppbyggingu og umhverfisvæna matvælaframleiðslu af því það er búið að læsa þetta inni í einhverjum pólitískum skrípaleik,“ segir Elliði. Þar vísar hann í rammaáætlun sem kveður á um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir það fyrirkomulaga hafa gengið sér til húðar og standa þjóðinni fyrir þrifum við að nýta umhverfisvæna orku. „Og okkar stærsta framlag til umhverfismála getur einmitt orðið framleiðsla á umhverfisvænum matvælum. Að við nýtum okkar grænu orku til framleiðslu á matvælum og annarra umhverfisvænna þátta. Mín persónulega skoðun er sú að við erum kannski að læsast inni í einhverjum landverndar þáttum. En landvernd er bara ein hlið á þeim teningi sem umhverfismál eru. Við verðum að taka loftslagsmálin langt um meira alvarlega, samhliða landverndinni, og tryggja að við höfum aðgengi að þessari grænu orku.“ Uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 Megawott. Elliði segir orkuþörf þessara verkefna nema einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun, eða rúmlega þúsund megawött. Til samanburðar er Hellisheiðarvirkjun 303 megawött. Orkufrekast af þessum verkefnum yrði vinnsla vetnis. „Og framleiðsla á vetni getur orðið til þess að við getum ráðist í orkuskipti á flotanum okkar. En ég held að við sjáum það ef við lítum í eigin barm, að loftslagsmálin eru þannig að mengandi kolaver í Póllandi, eða mengandi iðnaður í Kína, hann bitnar ekkert á þeim þjóðum umfram okkur. Við sem mannkyn verðum að standa saman í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með því að nýta íslenska orku langt umfram það sem við erum að gera núna.“
Orkumál Ölfus Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Fiskeldi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira