Kynntist sjálfri sér betur eftir kulnun og hjálpar nú öðrum á sömu vegferð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. september 2021 20:01 Ástrós Erla leyfir fólki að taka þátt í morgunrútínunni sinni í september. Anna Margrét „Morgunrútínan mín inniheldur blöndu af jóga, sjálfsheilun, orkuæfingum, hugleiðslu, öndunaræfingum og slökun,“ segir Ástrós Erla Benediktsdóttir. Tvo daga í viku í september býður hún fólki að taka þátt í morgunrútínunni með sér í gegnum zoom. „Í starfsemi minni, Life of a spirit notast ég við vitneskju mína úr eigin lífi og námi til að vinna að bættri andlegri og líkamlegri heilsu,“ segir Ástrós í samtali við Vísi. „Ég er menntaður félagsráðgjafi, heilari og jógakennari og legg áherslu á í starfi mínu að kenna einstaklingum og hópum ýmsar leiðir til að kynnast og bæta samband sitt við huga, líkama og sál. Með það að markmiði að hver einstaklingur öðlist hugarró, tengist sér og líkama sínum betur og upplifi vellíðan í öllum þáttum lífs síns. Ekki bara fyrir liðuga Verkefnið er byggt á frjálsum framlögum þannig hver sem er hefur tök á að vera með. Tímarnir eru á mánudögum og fimmtudögum frá 7.30 til 8.30. „Morgunstundirnar henta fyrir alla, á öllum aldri, hvort sem einstaklingar eru byrjendur eða lengra komin, líkaminn stirður eða liðugur og hvort sem einstaklingar hugleiða reglulega eða aldrei,“ segir Ástrós. „Í tímunum legg ég sérstaka áherslu á að við kynnumst okkar eigin líkama og lærum að elska hann og virða. Sjálfsást er eitt af lykilatriðum tímanna en ég tel að það að elska sjálfan sig og líkama sé eitt af aðalatriðunum til að gera lífið okkar betra í alla staði. Tímarnir eru byggðir á frjálsum framlögum, reikningsupplýsingar á viðburðinum morgunstundir með Life of a spirit fyrir þá sem vilja styrkja starfsemina.“ Eftir að enda í kulnun í fyrra starfi fór Ástrós af stað í vegferð í átt að betri heilsu. Nú reynir hún að hjálpa öðrum að gera það sama. „Ég byrjaði með starfsemina Life of a spirit árið 2020 en þar sameina ég fræði jóga, félagsráðgjafar og heilunar. Ég lauk meistara námi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands árið 2016, reiki I, II og III árið 2018 og jógakennaranámi 2020. Auk þess hef ég farið á hinum ýmsu námskeiðum tengt hugleiðslu, öndunaræfingum, orkulíkama og orkustöðvum síðasta árið,“ segir Ástrós. „Ástæðan fyrir því að ég fór af stað með þetta verkefni er einna helst sú að ég vil deila þeim tækjum og tólum sem hafa reynst mér vel á minni vegferð í að kynnast sjálfri mér betur og vinna að bættri andlegri og líkamlegri heilsu.“ Fann ró og losnaði við kvíða Kulnunin hafði mikil áhrif á hennar líkamlega og andlega heilsu. „Út frá því upplifði ég mikla streitu og álag í daglegu lífi sem og mikinn kvíða og depurð. Kulnunin var það sem leiddi mig inn á andlega veginn. Á þeirri vegferð kynntist ég nýjum leiðum til að bæta andlega heilsu með því að vinna meðal annars á álagi, takmarkandi og gömlum hugsunarmynstrum, depurð og hræðslu. Einnig lærði ég leiðir til að losa um kvíða, streitu og stress í líkamanum og upplifa meiri ró til finningalega, huglega og líkamlega.“ Út frá þessu fann Ástrós mikinn mun á heilsunni, bæði andlegri og líkamlegri líðan. „Andlega fann ég mikla bætingu á líðan í alla staði, ég fann til dæmis fyrir meiri lífsgleði og hamingju, en einnig upplifði ég meiri ró og jafnvægi. Líkamlega byrjaði ég að upplifa betri svefn, betri meltingu, og vellíðan þar sem áður var pirringur, spenna, eða verkir. Þá hef ég einnig í gegnum þetta ferli kynnst sjálfri mér, líkama, tilfinningum og hugsunum ennþá betur sem ég er svo óendanlega þakklát fyrir. Ég hef lært að fylgja og standa betur með sjálfri mér, vinna á fullkomnunaráráttu sem ég komst að að ég væri að kljást við, bera meiri virðingu og ást fyrir sjálfri mér og líkama mínum og í raun upplifa bætingu í öllum þáttum lífs míns.“ Hugleiðslan mikilvæg Ástrós leggur mikla áherslu á að sinna sjálfri sér og líkama sínum í daglegu lífi og leggur mikið upp úr því að sinna huga, líkama og sál á hverjum degi. „Til þess nota ég meðal annars hugleiðslu og hugarþjálfun, orkuvinnu, öndun og jógaæfingar. Hugleiðsla og þjálfun er leið sem ég nota til að upplifa meiri ró í líkama mínum og huga með því að þjálfa hugan að halda athygli við hugleiðslu. Einnig nota ég hugleiðslu til tengjast sjálfri mér betur og breyta gömlum hugsanamynstrum svo eitthvað sé nefnt. Öndunaræfingar nota ég meðal annars til að grípa athyglina og hjálpa til við að róa huga minn sem og þjálfa lungun, koma meira súrefnisflæði inn í líkamann og losa hann við koltvísýring og önnur eiturefni sem koma úr andrúmsloftinu. Ég legg mikla áherslu á að vinna með orkulíkamann jafnt við efnislíkamann sem er líkaminn sjálfur. Ég nota orkuvinnu til að losa um staðnaða orku í líkamanum sem og að koma orkuflæði í gang. Einnig nota ég orkuvinnu til að kjarna mig, losa og heila tilfinningar, minningar, áföll og annað sem liggur fast í líkamanum. Jógahreyfingar nota ég síðan til að liðka og styrkja líkamann sem og losa um eiturefni og orku sem situr föst í líkamanum,“ útskýrir Ástrós. „Í starfi mínu legg ég því mikla áherslu á að kenna einstaklingum og hópum ýmsar leiðir til að kynnast og bæta samband sitt við huga, líkama og sál. Með það að markmiði að hver og einn einstaklingur öðlist hugarró, tengist sér og líkama sínum betur og upplifi vellíðan í öllum þáttum lífs síns.“ Nánari upplýsingar um morgunstundirnar má finna á síðunni Life of a spirit. Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
„Í starfsemi minni, Life of a spirit notast ég við vitneskju mína úr eigin lífi og námi til að vinna að bættri andlegri og líkamlegri heilsu,“ segir Ástrós í samtali við Vísi. „Ég er menntaður félagsráðgjafi, heilari og jógakennari og legg áherslu á í starfi mínu að kenna einstaklingum og hópum ýmsar leiðir til að kynnast og bæta samband sitt við huga, líkama og sál. Með það að markmiði að hver einstaklingur öðlist hugarró, tengist sér og líkama sínum betur og upplifi vellíðan í öllum þáttum lífs síns. Ekki bara fyrir liðuga Verkefnið er byggt á frjálsum framlögum þannig hver sem er hefur tök á að vera með. Tímarnir eru á mánudögum og fimmtudögum frá 7.30 til 8.30. „Morgunstundirnar henta fyrir alla, á öllum aldri, hvort sem einstaklingar eru byrjendur eða lengra komin, líkaminn stirður eða liðugur og hvort sem einstaklingar hugleiða reglulega eða aldrei,“ segir Ástrós. „Í tímunum legg ég sérstaka áherslu á að við kynnumst okkar eigin líkama og lærum að elska hann og virða. Sjálfsást er eitt af lykilatriðum tímanna en ég tel að það að elska sjálfan sig og líkama sé eitt af aðalatriðunum til að gera lífið okkar betra í alla staði. Tímarnir eru byggðir á frjálsum framlögum, reikningsupplýsingar á viðburðinum morgunstundir með Life of a spirit fyrir þá sem vilja styrkja starfsemina.“ Eftir að enda í kulnun í fyrra starfi fór Ástrós af stað í vegferð í átt að betri heilsu. Nú reynir hún að hjálpa öðrum að gera það sama. „Ég byrjaði með starfsemina Life of a spirit árið 2020 en þar sameina ég fræði jóga, félagsráðgjafar og heilunar. Ég lauk meistara námi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands árið 2016, reiki I, II og III árið 2018 og jógakennaranámi 2020. Auk þess hef ég farið á hinum ýmsu námskeiðum tengt hugleiðslu, öndunaræfingum, orkulíkama og orkustöðvum síðasta árið,“ segir Ástrós. „Ástæðan fyrir því að ég fór af stað með þetta verkefni er einna helst sú að ég vil deila þeim tækjum og tólum sem hafa reynst mér vel á minni vegferð í að kynnast sjálfri mér betur og vinna að bættri andlegri og líkamlegri heilsu.“ Fann ró og losnaði við kvíða Kulnunin hafði mikil áhrif á hennar líkamlega og andlega heilsu. „Út frá því upplifði ég mikla streitu og álag í daglegu lífi sem og mikinn kvíða og depurð. Kulnunin var það sem leiddi mig inn á andlega veginn. Á þeirri vegferð kynntist ég nýjum leiðum til að bæta andlega heilsu með því að vinna meðal annars á álagi, takmarkandi og gömlum hugsunarmynstrum, depurð og hræðslu. Einnig lærði ég leiðir til að losa um kvíða, streitu og stress í líkamanum og upplifa meiri ró til finningalega, huglega og líkamlega.“ Út frá þessu fann Ástrós mikinn mun á heilsunni, bæði andlegri og líkamlegri líðan. „Andlega fann ég mikla bætingu á líðan í alla staði, ég fann til dæmis fyrir meiri lífsgleði og hamingju, en einnig upplifði ég meiri ró og jafnvægi. Líkamlega byrjaði ég að upplifa betri svefn, betri meltingu, og vellíðan þar sem áður var pirringur, spenna, eða verkir. Þá hef ég einnig í gegnum þetta ferli kynnst sjálfri mér, líkama, tilfinningum og hugsunum ennþá betur sem ég er svo óendanlega þakklát fyrir. Ég hef lært að fylgja og standa betur með sjálfri mér, vinna á fullkomnunaráráttu sem ég komst að að ég væri að kljást við, bera meiri virðingu og ást fyrir sjálfri mér og líkama mínum og í raun upplifa bætingu í öllum þáttum lífs míns.“ Hugleiðslan mikilvæg Ástrós leggur mikla áherslu á að sinna sjálfri sér og líkama sínum í daglegu lífi og leggur mikið upp úr því að sinna huga, líkama og sál á hverjum degi. „Til þess nota ég meðal annars hugleiðslu og hugarþjálfun, orkuvinnu, öndun og jógaæfingar. Hugleiðsla og þjálfun er leið sem ég nota til að upplifa meiri ró í líkama mínum og huga með því að þjálfa hugan að halda athygli við hugleiðslu. Einnig nota ég hugleiðslu til tengjast sjálfri mér betur og breyta gömlum hugsanamynstrum svo eitthvað sé nefnt. Öndunaræfingar nota ég meðal annars til að grípa athyglina og hjálpa til við að róa huga minn sem og þjálfa lungun, koma meira súrefnisflæði inn í líkamann og losa hann við koltvísýring og önnur eiturefni sem koma úr andrúmsloftinu. Ég legg mikla áherslu á að vinna með orkulíkamann jafnt við efnislíkamann sem er líkaminn sjálfur. Ég nota orkuvinnu til að losa um staðnaða orku í líkamanum sem og að koma orkuflæði í gang. Einnig nota ég orkuvinnu til að kjarna mig, losa og heila tilfinningar, minningar, áföll og annað sem liggur fast í líkamanum. Jógahreyfingar nota ég síðan til að liðka og styrkja líkamann sem og losa um eiturefni og orku sem situr föst í líkamanum,“ útskýrir Ástrós. „Í starfi mínu legg ég því mikla áherslu á að kenna einstaklingum og hópum ýmsar leiðir til að kynnast og bæta samband sitt við huga, líkama og sál. Með það að markmiði að hver og einn einstaklingur öðlist hugarró, tengist sér og líkama sínum betur og upplifi vellíðan í öllum þáttum lífs síns.“ Nánari upplýsingar um morgunstundirnar má finna á síðunni Life of a spirit.
Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira