Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2021 19:11 Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggisdeildar Fjarskiptastofu. Vísir Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi þegar netárás var gerð á fyrirtæki á borð við Salt Pay og Valitor. „Okkur hafa borist tilkynningar um þessi atvik og þau eru komin inn á okkar borð. Við skulum alltaf vera viðbúin því að svona árásir muni eiga sér stað. Það er stóraukin tíðni a þessari tegund árása, þessar svokölluðu D Dos-árásir eða álagsárásir, bara á heimsvísu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggisdeildar Fjarskiptastofu. Markmið árásanna sé ekki að stela upplýsingum eða gögnum. Landsmenn þurfi ekki að hræðast að kreditkortaupplýsingar þeirra séu í höndum netþrjótanna. „Það er bara verið að stoppa möguleikann á að nota þjónustuna. Það er alveg jafn alvarlegt að mörgu leyti. Fólk getur ekki verslað úti í búð og getur ekki klárað sín viðskipti.“ Nauðsynlegt sé að greiðslumiðlunarfyrirtæki séu viðbúin fleiri árásum. „Heilbrigði skynsemi segir manni að vera viðbúinn og sérstaklega núna þegar er fjöldi mála að koma, það var annað sambærilegt atvik bara í síðustu viku, vera tilbúinn og í startholunum að bregðast við,“ segir Guðmundur. Ekki sé ljóst hvers vegna svona árásir séu gerðar. Netþrjótarnir geti jafnvel verið að æfa sig fyrir aðrar alvarlegri árásir. „Þá standa oft einhverjir hópar á bak við þetta sem senda nafnlaus hótunarbréf, vilja láta greiða x háa upphæð inn á einhvern reikning annars muni þeir framkvæma árásir og taka niður þjónustuna.“ Vel geti verið að í framhaldi veðri slíkri árás beint að íslenskum innviðum. „En að sjálfsögðu er líka ákveðin æfing fólgin í þessu fyrir okkar tæknimenn til að bregðast við. þeir hafa þá líka nýlega tekið á svona árásum og verða kannski betur í stakk búnir að bregðast við næstu gerð árása.“ Greiðslumiðlun Netöryggi Netglæpir Tengdar fréttir Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. 12. september 2021 13:00 Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi þegar netárás var gerð á fyrirtæki á borð við Salt Pay og Valitor. „Okkur hafa borist tilkynningar um þessi atvik og þau eru komin inn á okkar borð. Við skulum alltaf vera viðbúin því að svona árásir muni eiga sér stað. Það er stóraukin tíðni a þessari tegund árása, þessar svokölluðu D Dos-árásir eða álagsárásir, bara á heimsvísu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggisdeildar Fjarskiptastofu. Markmið árásanna sé ekki að stela upplýsingum eða gögnum. Landsmenn þurfi ekki að hræðast að kreditkortaupplýsingar þeirra séu í höndum netþrjótanna. „Það er bara verið að stoppa möguleikann á að nota þjónustuna. Það er alveg jafn alvarlegt að mörgu leyti. Fólk getur ekki verslað úti í búð og getur ekki klárað sín viðskipti.“ Nauðsynlegt sé að greiðslumiðlunarfyrirtæki séu viðbúin fleiri árásum. „Heilbrigði skynsemi segir manni að vera viðbúinn og sérstaklega núna þegar er fjöldi mála að koma, það var annað sambærilegt atvik bara í síðustu viku, vera tilbúinn og í startholunum að bregðast við,“ segir Guðmundur. Ekki sé ljóst hvers vegna svona árásir séu gerðar. Netþrjótarnir geti jafnvel verið að æfa sig fyrir aðrar alvarlegri árásir. „Þá standa oft einhverjir hópar á bak við þetta sem senda nafnlaus hótunarbréf, vilja láta greiða x háa upphæð inn á einhvern reikning annars muni þeir framkvæma árásir og taka niður þjónustuna.“ Vel geti verið að í framhaldi veðri slíkri árás beint að íslenskum innviðum. „En að sjálfsögðu er líka ákveðin æfing fólgin í þessu fyrir okkar tæknimenn til að bregðast við. þeir hafa þá líka nýlega tekið á svona árásum og verða kannski betur í stakk búnir að bregðast við næstu gerð árása.“
Greiðslumiðlun Netöryggi Netglæpir Tengdar fréttir Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. 12. september 2021 13:00 Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. 12. september 2021 13:00
Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48