Oddvitaáskorunin: „Verðum að girða okkur í brók“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2021 21:00 Einar og fjölskylda í Kaliforníu. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Einar Brynjólfsson leiðir lista Pírata í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Einar Brynjólfsson, er fæddur og uppalinn á Akureyri. Ég er kvæntur Helgu Hákonardóttur, hjúkrunarfræðingi, og eigum við þrjú börn, Atla Frey, Ásdísi Elfu og Lilju. Svo eigum við eitt barnabarn sem heitir Eygló Aría. Ég hef lengst af starfað sem framhaldsskólakennari, auk þess sem ég sat á Alþingi á einu stysta kjörtímabili Íslandssögunnar, 2016-2017.“ „Ég er eilífðarstúdent og hef lokið MA-prófi í sögu og þýsku, BA-prófi í lögfræði, hef kennsluréttindi, auk þess sem ég lagði stund á nám í íslensku á BA-stigi og í norrænum fræðum á doktorsstigi um tíma. Ætli þetta sé ekki bara orðið gott, og þó, hver veit? Ég trúi því að hægt sé að bæta íslenskt samfélag verulega með því að efla gagnsæi og auka lýðræði og útrýma spillingu sem því miður virðist vera samofin íslenskri pólitík og stjórnsýslu. Nýja stjórnarskráin er auðvitað lykillinn að þessu. Svo verðum að girða okkur í brók þegar kemur að loftslagsmálum, ef við eigum ekki að skila jörðinnni uppfullri af drullu og skít til komandi kynslóða.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mývatnssveit að vetri til í fimbulkulda og logni. Hvað færðu þér í bragðaref? Borða ekki bragðaref. Uppáhalds bók? Sjálfstætt fólk, ég veit að það er klisjukennt. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Gente di mare” með Umberto Tozzi. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Nálægt öllum börnunum mínum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Stundaði nám í lögfræði af kappi. Hvað tekur þú í bekk? 140 kg án vandræða, fyrst 70 og svo aftur 70. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Vera framhaldsskólakennari, en það er einmitt starfið mitt núna. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Lýðræði - ekkert kjaftæði.” Uppáhalds tónlistarmaður? Mark Knopfler. Besti fimmaurabrandarinn? „Má ég taka mynd af þér?” -„Nei, þá verð ég svo afmyndaður.” Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég náði ekki að kveðja pabba minn, þegar hann fór snemma sumars til að moka snjó af hálendisvegum og var lengi í burtu. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Kannski bara Nelson Mandela. Hann bjó yfir auðmýkt, fyrirgaf misgjörðarmönnum sínum og gerði sitt besta til að binda um sárin sem aðskilnaðarstefnan skildi eftir sig. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn, að sjálfsögðu. Besta frí sem þú hefur farið í? Get ómögulega gert upp á milli þeirra, innanlands jafnt sem utan. Uppáhalds þynnkumatur? Treo-freyðitöflur, svo hammari. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert drekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ekki prenthæft. Rómantískasta uppátækið? Spyrjið konuna mína að því. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Píratar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Einar Brynjólfsson leiðir lista Pírata í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Einar Brynjólfsson, er fæddur og uppalinn á Akureyri. Ég er kvæntur Helgu Hákonardóttur, hjúkrunarfræðingi, og eigum við þrjú börn, Atla Frey, Ásdísi Elfu og Lilju. Svo eigum við eitt barnabarn sem heitir Eygló Aría. Ég hef lengst af starfað sem framhaldsskólakennari, auk þess sem ég sat á Alþingi á einu stysta kjörtímabili Íslandssögunnar, 2016-2017.“ „Ég er eilífðarstúdent og hef lokið MA-prófi í sögu og þýsku, BA-prófi í lögfræði, hef kennsluréttindi, auk þess sem ég lagði stund á nám í íslensku á BA-stigi og í norrænum fræðum á doktorsstigi um tíma. Ætli þetta sé ekki bara orðið gott, og þó, hver veit? Ég trúi því að hægt sé að bæta íslenskt samfélag verulega með því að efla gagnsæi og auka lýðræði og útrýma spillingu sem því miður virðist vera samofin íslenskri pólitík og stjórnsýslu. Nýja stjórnarskráin er auðvitað lykillinn að þessu. Svo verðum að girða okkur í brók þegar kemur að loftslagsmálum, ef við eigum ekki að skila jörðinnni uppfullri af drullu og skít til komandi kynslóða.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mývatnssveit að vetri til í fimbulkulda og logni. Hvað færðu þér í bragðaref? Borða ekki bragðaref. Uppáhalds bók? Sjálfstætt fólk, ég veit að það er klisjukennt. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Gente di mare” með Umberto Tozzi. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Nálægt öllum börnunum mínum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Stundaði nám í lögfræði af kappi. Hvað tekur þú í bekk? 140 kg án vandræða, fyrst 70 og svo aftur 70. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Vera framhaldsskólakennari, en það er einmitt starfið mitt núna. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Lýðræði - ekkert kjaftæði.” Uppáhalds tónlistarmaður? Mark Knopfler. Besti fimmaurabrandarinn? „Má ég taka mynd af þér?” -„Nei, þá verð ég svo afmyndaður.” Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég náði ekki að kveðja pabba minn, þegar hann fór snemma sumars til að moka snjó af hálendisvegum og var lengi í burtu. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Kannski bara Nelson Mandela. Hann bjó yfir auðmýkt, fyrirgaf misgjörðarmönnum sínum og gerði sitt besta til að binda um sárin sem aðskilnaðarstefnan skildi eftir sig. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn, að sjálfsögðu. Besta frí sem þú hefur farið í? Get ómögulega gert upp á milli þeirra, innanlands jafnt sem utan. Uppáhalds þynnkumatur? Treo-freyðitöflur, svo hammari. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert drekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ekki prenthæft. Rómantískasta uppátækið? Spyrjið konuna mína að því.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Píratar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira