Hafa áhyggjur af vetrinum og auglýsa eftir hlýjum fatnaði og skóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2021 07:22 Konukot er opið frá 17 til 10 og þar geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Reykjavíkurborg „Þetta hefur gengið mjög vel upp á síðkastið. Við höfum áhyggjur af vetrinum en það hefur ekki stoppað hurðin og síminn síðan ég setti þetta inn áðan,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, þegar Vísir ræddi við hana í gærmorgun. Halldóra hafði þá auglýst eftir hlýjum fatnaði fyrir skjólstæðinga Konukots á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Það vantar ekki velvildina hjá samborgurunum,“ segir hún. Þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst þurfti að fækka rúmum í Konukoti úr tólf í átta. Til að mæta þörfinni á næturúrræði fyrir heimilislausar konur opnaði Reykjavíkurborg þá tímabundið heimili í Skipholti. Að sögn Halldóru komust flestar konurnar í önnur úrræði þegar Skipholtinu var lokað, „og það gekk mjög vel,“ segir hún en aðsóknin í Konukot jókst aftur til muna í sumar. „Það er ein af ráðgátum lífsins,“ svarar Halldóra, spurð að því hvers vegna aðsóknin aukist yfir sumartímann. „Við bara vitum það ekki.“ Halldóra segir skjólstæðinga Konukots heimilislausar konur með flóknar þjónustuþarfir. Hún ítrekar að þrátt fyrir að rúmin séu tólf sé engum vísað frá, enda sé líka „rótering“ á íbúum yfir kvöldið og nóttina og þeir séu ekki endilega allir í húsi á sama tíma. Í Konukoti geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Konukot er hins vegar bara opið frá 17 til 10 og það er þess vegna sem kaldur veturinn vekur áhyggjur. „Grensáskirkja er að reka Skjólið, sem er opið frá 10 til 15, en það er bara á virkum dögum,“ segir Halldóra. Það sé þó mikill vilji til að reyna að hafa það opið líka um helgar. Þá sé þess freistað að hafa opið yfir daginn í Konukoti ef veðurofsi er yfirvofandi. Halldóra segir ýmislegt gott að gerast í málaflokknum; hópurinn sé orðinn sýnilegri og aukin þekking að verða til. En hvað með vetrarfötin, er þá bara komið nóg? „Nei, alls ekki!“ svarar Halldóra. Hún segir sérstaka þörf á hlýjum skóm og fingravettlingum en öll hlý föt eru vel þegin. Þá stendur gámur við húsnæðið þar sem skilja má eftir annan fatnað. Mannréttindi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Halldóra hafði þá auglýst eftir hlýjum fatnaði fyrir skjólstæðinga Konukots á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Það vantar ekki velvildina hjá samborgurunum,“ segir hún. Þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst þurfti að fækka rúmum í Konukoti úr tólf í átta. Til að mæta þörfinni á næturúrræði fyrir heimilislausar konur opnaði Reykjavíkurborg þá tímabundið heimili í Skipholti. Að sögn Halldóru komust flestar konurnar í önnur úrræði þegar Skipholtinu var lokað, „og það gekk mjög vel,“ segir hún en aðsóknin í Konukot jókst aftur til muna í sumar. „Það er ein af ráðgátum lífsins,“ svarar Halldóra, spurð að því hvers vegna aðsóknin aukist yfir sumartímann. „Við bara vitum það ekki.“ Halldóra segir skjólstæðinga Konukots heimilislausar konur með flóknar þjónustuþarfir. Hún ítrekar að þrátt fyrir að rúmin séu tólf sé engum vísað frá, enda sé líka „rótering“ á íbúum yfir kvöldið og nóttina og þeir séu ekki endilega allir í húsi á sama tíma. Í Konukoti geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Konukot er hins vegar bara opið frá 17 til 10 og það er þess vegna sem kaldur veturinn vekur áhyggjur. „Grensáskirkja er að reka Skjólið, sem er opið frá 10 til 15, en það er bara á virkum dögum,“ segir Halldóra. Það sé þó mikill vilji til að reyna að hafa það opið líka um helgar. Þá sé þess freistað að hafa opið yfir daginn í Konukoti ef veðurofsi er yfirvofandi. Halldóra segir ýmislegt gott að gerast í málaflokknum; hópurinn sé orðinn sýnilegri og aukin þekking að verða til. En hvað með vetrarfötin, er þá bara komið nóg? „Nei, alls ekki!“ svarar Halldóra. Hún segir sérstaka þörf á hlýjum skóm og fingravettlingum en öll hlý föt eru vel þegin. Þá stendur gámur við húsnæðið þar sem skilja má eftir annan fatnað.
Mannréttindi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira