Hafa áhyggjur af vetrinum og auglýsa eftir hlýjum fatnaði og skóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2021 07:22 Konukot er opið frá 17 til 10 og þar geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Reykjavíkurborg „Þetta hefur gengið mjög vel upp á síðkastið. Við höfum áhyggjur af vetrinum en það hefur ekki stoppað hurðin og síminn síðan ég setti þetta inn áðan,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, þegar Vísir ræddi við hana í gærmorgun. Halldóra hafði þá auglýst eftir hlýjum fatnaði fyrir skjólstæðinga Konukots á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Það vantar ekki velvildina hjá samborgurunum,“ segir hún. Þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst þurfti að fækka rúmum í Konukoti úr tólf í átta. Til að mæta þörfinni á næturúrræði fyrir heimilislausar konur opnaði Reykjavíkurborg þá tímabundið heimili í Skipholti. Að sögn Halldóru komust flestar konurnar í önnur úrræði þegar Skipholtinu var lokað, „og það gekk mjög vel,“ segir hún en aðsóknin í Konukot jókst aftur til muna í sumar. „Það er ein af ráðgátum lífsins,“ svarar Halldóra, spurð að því hvers vegna aðsóknin aukist yfir sumartímann. „Við bara vitum það ekki.“ Halldóra segir skjólstæðinga Konukots heimilislausar konur með flóknar þjónustuþarfir. Hún ítrekar að þrátt fyrir að rúmin séu tólf sé engum vísað frá, enda sé líka „rótering“ á íbúum yfir kvöldið og nóttina og þeir séu ekki endilega allir í húsi á sama tíma. Í Konukoti geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Konukot er hins vegar bara opið frá 17 til 10 og það er þess vegna sem kaldur veturinn vekur áhyggjur. „Grensáskirkja er að reka Skjólið, sem er opið frá 10 til 15, en það er bara á virkum dögum,“ segir Halldóra. Það sé þó mikill vilji til að reyna að hafa það opið líka um helgar. Þá sé þess freistað að hafa opið yfir daginn í Konukoti ef veðurofsi er yfirvofandi. Halldóra segir ýmislegt gott að gerast í málaflokknum; hópurinn sé orðinn sýnilegri og aukin þekking að verða til. En hvað með vetrarfötin, er þá bara komið nóg? „Nei, alls ekki!“ svarar Halldóra. Hún segir sérstaka þörf á hlýjum skóm og fingravettlingum en öll hlý föt eru vel þegin. Þá stendur gámur við húsnæðið þar sem skilja má eftir annan fatnað. Mannréttindi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Halldóra hafði þá auglýst eftir hlýjum fatnaði fyrir skjólstæðinga Konukots á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Það vantar ekki velvildina hjá samborgurunum,“ segir hún. Þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst þurfti að fækka rúmum í Konukoti úr tólf í átta. Til að mæta þörfinni á næturúrræði fyrir heimilislausar konur opnaði Reykjavíkurborg þá tímabundið heimili í Skipholti. Að sögn Halldóru komust flestar konurnar í önnur úrræði þegar Skipholtinu var lokað, „og það gekk mjög vel,“ segir hún en aðsóknin í Konukot jókst aftur til muna í sumar. „Það er ein af ráðgátum lífsins,“ svarar Halldóra, spurð að því hvers vegna aðsóknin aukist yfir sumartímann. „Við bara vitum það ekki.“ Halldóra segir skjólstæðinga Konukots heimilislausar konur með flóknar þjónustuþarfir. Hún ítrekar að þrátt fyrir að rúmin séu tólf sé engum vísað frá, enda sé líka „rótering“ á íbúum yfir kvöldið og nóttina og þeir séu ekki endilega allir í húsi á sama tíma. Í Konukoti geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Konukot er hins vegar bara opið frá 17 til 10 og það er þess vegna sem kaldur veturinn vekur áhyggjur. „Grensáskirkja er að reka Skjólið, sem er opið frá 10 til 15, en það er bara á virkum dögum,“ segir Halldóra. Það sé þó mikill vilji til að reyna að hafa það opið líka um helgar. Þá sé þess freistað að hafa opið yfir daginn í Konukoti ef veðurofsi er yfirvofandi. Halldóra segir ýmislegt gott að gerast í málaflokknum; hópurinn sé orðinn sýnilegri og aukin þekking að verða til. En hvað með vetrarfötin, er þá bara komið nóg? „Nei, alls ekki!“ svarar Halldóra. Hún segir sérstaka þörf á hlýjum skóm og fingravettlingum en öll hlý föt eru vel þegin. Þá stendur gámur við húsnæðið þar sem skilja má eftir annan fatnað.
Mannréttindi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira