Þetta staðfestir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, í samtali við fréttastofu. Öll önnur framboð hafa verið staðfest.
Ábyrg framtíð mun því aðeins bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmi norður. Jóhannes Loftsson, formaður flokksins, lýsti mikilli óánægju sinni með höfnun framboðsins í Suðurkjördæmi um helgina og spurði meðal annars hvort ásættanlegt sé „tölvuvillur og vankantar meðmælasöfnunarkerfis ákveði hvort þú megir nýta þér þinn lýðræðislega rétt.“