Askja og bílaframleiðandinn smart hefja samstarf Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. september 2021 07:01 Smart Concept #1. Á IAA Mobility 2021 bílasýningunni í Munich, frumsýndi smart Concept #1 rafbílinn en um er að ræða rafmagnsbíl í flokki borgarjepplinga. Bíllinn sem er fjórhjóladrifinn er hannaður af Mercedes-Benz og framleiddur í nýrri verksmiðju smart í Kína. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Concept #1 hefur vakið mikla athygli á sýningunni og var samningur Öskju og smart undirritaður á fyrsta degi sýningarinnar sem stendur yfir til 12. september. Bifreiðin sem kynnt var í Munich er nálægt endanlegri framleiðsluútfærslu þó svo að um hugmyndabíl sé að ræða. Margir kannast við vörumerkið smart en fyrstu smart bílarnir komu á markaðinn í Evrópu árið 1997. Nafnið smart varð til í samstarfi úraframleiðandans SWATCH og Mercedes-Benz og stendur fyrir Swatch Mercedes ART. Smart Concept #1. Í lok árs 2019 var það tilkynnt að Mercedes-Benz og Geely einn stærsti bílaframleiðandi Kína myndu hefja samstarf í þróun og framleiðslu smart. Félögin eiga sitthvor 50% hlutdeildina í fyrirtækinu og markmiðið er að ná fram því besta frá hvorum heimi. Þannig leggur Mercedes-Benz til hönnun að innan og utan en Geely leggur til framleiðsluþekkingu og verksmiðjur. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, með skófluna á lofti þegar 15 starfsmenn Öskju tóku fyrstu skóflustunguna að nýja Kia húsinu, sem nú hýsir Kia umboðið. „Við hjá Öskju höfum unnið að þessu í þó nokkurn tíma og núna á þessum tímapunkti þegar samstarf Mercedes-Benz og Geely er að hefjast lá það fyrir að þetta væri rétti tíminn. Smart var fyrsti framleiðandi heims sem hættir alfarið framleiðslu hefðbundinna jarðefnaeldsneytisbíla og skipti alfarið yfir í rafbíla. Við munum frá árinu 2023 sjá nokkra nýja smart bíla koma á markaðinn og þeir eru stærri en við höfum áður séð. Okkur finnst því Smart vera fullkomin vara fyrir Ísland. Rafknúinn bílaframleiðandi í hæsta gæðaflokki, sem býður upp á fjórhjóladrifinn borgarjeppling á góðu verði og með drægni sem telst til fyrirmyndar í þessum stærðarflokki auk þess að tengjanleiki við snjalltæki verður eins og best verður á kosið,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Smart Concept #1. Forstjóri smart í Evrópu, Dirk Adelmann skrifaði undir samkomulagið fyrir hönd fyrirtækisins. „Askja hefur verið frábær samstarfsaðili Mercedes-Benz í 18 ár á Íslandi. Það lá því strax fyrir að tilnefna Öskju sem sölu- og þjónustuaðila á Íslandi. Við erum full tilhlökkunar að fá að kynna smart fyrir Íslendingum og erum viss um að Ísland sem er meðal þeirra landa í Evrópu sem eru lengst komnir í rafbílavæðingunni mun taka okkur vel. Landið leggur mikla áherslu á sjálfbæra orkuframleiðslu og rafbílavæðing mun flýta þeirri þróun enn frekar.“ Vistvænir bílar Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Concept #1 hefur vakið mikla athygli á sýningunni og var samningur Öskju og smart undirritaður á fyrsta degi sýningarinnar sem stendur yfir til 12. september. Bifreiðin sem kynnt var í Munich er nálægt endanlegri framleiðsluútfærslu þó svo að um hugmyndabíl sé að ræða. Margir kannast við vörumerkið smart en fyrstu smart bílarnir komu á markaðinn í Evrópu árið 1997. Nafnið smart varð til í samstarfi úraframleiðandans SWATCH og Mercedes-Benz og stendur fyrir Swatch Mercedes ART. Smart Concept #1. Í lok árs 2019 var það tilkynnt að Mercedes-Benz og Geely einn stærsti bílaframleiðandi Kína myndu hefja samstarf í þróun og framleiðslu smart. Félögin eiga sitthvor 50% hlutdeildina í fyrirtækinu og markmiðið er að ná fram því besta frá hvorum heimi. Þannig leggur Mercedes-Benz til hönnun að innan og utan en Geely leggur til framleiðsluþekkingu og verksmiðjur. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, með skófluna á lofti þegar 15 starfsmenn Öskju tóku fyrstu skóflustunguna að nýja Kia húsinu, sem nú hýsir Kia umboðið. „Við hjá Öskju höfum unnið að þessu í þó nokkurn tíma og núna á þessum tímapunkti þegar samstarf Mercedes-Benz og Geely er að hefjast lá það fyrir að þetta væri rétti tíminn. Smart var fyrsti framleiðandi heims sem hættir alfarið framleiðslu hefðbundinna jarðefnaeldsneytisbíla og skipti alfarið yfir í rafbíla. Við munum frá árinu 2023 sjá nokkra nýja smart bíla koma á markaðinn og þeir eru stærri en við höfum áður séð. Okkur finnst því Smart vera fullkomin vara fyrir Ísland. Rafknúinn bílaframleiðandi í hæsta gæðaflokki, sem býður upp á fjórhjóladrifinn borgarjeppling á góðu verði og með drægni sem telst til fyrirmyndar í þessum stærðarflokki auk þess að tengjanleiki við snjalltæki verður eins og best verður á kosið,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Smart Concept #1. Forstjóri smart í Evrópu, Dirk Adelmann skrifaði undir samkomulagið fyrir hönd fyrirtækisins. „Askja hefur verið frábær samstarfsaðili Mercedes-Benz í 18 ár á Íslandi. Það lá því strax fyrir að tilnefna Öskju sem sölu- og þjónustuaðila á Íslandi. Við erum full tilhlökkunar að fá að kynna smart fyrir Íslendingum og erum viss um að Ísland sem er meðal þeirra landa í Evrópu sem eru lengst komnir í rafbílavæðingunni mun taka okkur vel. Landið leggur mikla áherslu á sjálfbæra orkuframleiðslu og rafbílavæðing mun flýta þeirri þróun enn frekar.“
Vistvænir bílar Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent