Fangelsi verði ekki heljarvist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. september 2021 13:30 Þorlákur Morthens sem er oft kallaður Tolli fer fyrir stýrihópnum. Vísir/Sigurjón Mikilvægt er að gera umbætur á Litla-Hrauni og bæta menntun fanga. Þetta er á meðal þess sem stýrihópur um málefni fanga leggur til í nýrri skýrslu. Stýrihópurinn kynnti skýrslu sína í morgun en hópurinn hefur skoðað leiðir til að bæta velferð fanga. Á meðal þess sem tekið er á í skýrslunni eru leiðir til að bæta menntun, geðheilbrigði, félagslegt umhverfi og húsnæðismál fanga. Þorlákur Morthens, sem er oft kallaður Tolli, fer fyrir hópnum. „Það er gert ráð fyrir því að að í húsnæðismálin verði settur 1,6 milljarður til umbóta á Litla Hrauni sem er í raun og veru sko það sem við erum að takast á við. Þarna er í raun og veru brúarsmíð inn í framtíðina þar sem við sjáum fyrir okkur nýtt fangelsi.“ Arnar Haraldsson viðskiptafræðingur vann með stýrihópnum en hann skoðaði ávinninginn af breytingunum sem stýrihópurinn leggur til . „Við erum að þá að sjá kannski fyrir okkur að endurkomur muni fara niður um 17,5% og þá erum við að horfa til í rauninni allra fanga sem koma inn í fangelsin og hverjir hafa þá komið áður í fangelsi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir skýrsluna hafa mikla þýðingu. „Þetta hefur auðvitað bara mjög mikla þýðingu að fá svona vinnu inn í það sem við ætlum okkur í fangamálunum og hvar við getum gert betur. Hvort sem það lýtur að afplánun núna eða það sem kemur á eftir til að hjálpa einstaklingum að vera virkir samfélagsþegnar að lokinni afplánun.“ Stýrihópur um málefni fanga kynnti skýrslu sína í morgun. Á meðal þeirra sem voru á fundinum voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra breytingar þegar hafa átt sér stað í málaflokknum. „Þarna erum við að beita nýrri nálgun. Sömu nálgun og við höfum verið að beita í málefnum barna. Það er að horfa á viðkvæma hópa sem fjárfestingu og ég held að þetta sé grundvallarbreyting sem er að eiga sér stað í íslenskum velferðarmálum og við þurfum að fylgja þessu auðvitað fast á eftir. Ég sé fyrir mér að nú sé kominn grunnur undir að taka næstu skref í þessum málum eins og við gerðum í málefnum barna.“ Stýrihópurinn hefur verið að störfum í tvö ár og áður skilað skýrslu. Tolli telur að verði breytingarnar sem lagðar eru til að veruleika hafi það mikla þýðingu. „Ég held að þetta hafi þá þýðingu að fangelsi verður ekki áfram þetta „hell“ sem að hefur verið og þessi staður þar sem sagt er að það kemur engin betri þaðan út. Ég held að við séum að búa til hérna ferli þar sem við getum gripið einstaklinga og þeir koma betri út.“ Þá telur Tolli mikilvægar breytingar vera að eiga sér stað í málaflokknum. „Ég held að í þessum málaflokki sem öðrum umönnunarmálaflokknum það er alls staðar verið að stíga fram úr því að breyta valdmiðuðum hérna aðferðum gagnvart skjólstæðingum yfir í umönnun, yfir í það að grípa fólk. Þetta á við um aldraða, þetta á við um geðheilbrigðismál og nú um fanga. Þannig að þetta er hluti af bara stórri samfélagsbreytingu.“ Fangelsismál Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Stýrihópurinn kynnti skýrslu sína í morgun en hópurinn hefur skoðað leiðir til að bæta velferð fanga. Á meðal þess sem tekið er á í skýrslunni eru leiðir til að bæta menntun, geðheilbrigði, félagslegt umhverfi og húsnæðismál fanga. Þorlákur Morthens, sem er oft kallaður Tolli, fer fyrir hópnum. „Það er gert ráð fyrir því að að í húsnæðismálin verði settur 1,6 milljarður til umbóta á Litla Hrauni sem er í raun og veru sko það sem við erum að takast á við. Þarna er í raun og veru brúarsmíð inn í framtíðina þar sem við sjáum fyrir okkur nýtt fangelsi.“ Arnar Haraldsson viðskiptafræðingur vann með stýrihópnum en hann skoðaði ávinninginn af breytingunum sem stýrihópurinn leggur til . „Við erum að þá að sjá kannski fyrir okkur að endurkomur muni fara niður um 17,5% og þá erum við að horfa til í rauninni allra fanga sem koma inn í fangelsin og hverjir hafa þá komið áður í fangelsi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir skýrsluna hafa mikla þýðingu. „Þetta hefur auðvitað bara mjög mikla þýðingu að fá svona vinnu inn í það sem við ætlum okkur í fangamálunum og hvar við getum gert betur. Hvort sem það lýtur að afplánun núna eða það sem kemur á eftir til að hjálpa einstaklingum að vera virkir samfélagsþegnar að lokinni afplánun.“ Stýrihópur um málefni fanga kynnti skýrslu sína í morgun. Á meðal þeirra sem voru á fundinum voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra breytingar þegar hafa átt sér stað í málaflokknum. „Þarna erum við að beita nýrri nálgun. Sömu nálgun og við höfum verið að beita í málefnum barna. Það er að horfa á viðkvæma hópa sem fjárfestingu og ég held að þetta sé grundvallarbreyting sem er að eiga sér stað í íslenskum velferðarmálum og við þurfum að fylgja þessu auðvitað fast á eftir. Ég sé fyrir mér að nú sé kominn grunnur undir að taka næstu skref í þessum málum eins og við gerðum í málefnum barna.“ Stýrihópurinn hefur verið að störfum í tvö ár og áður skilað skýrslu. Tolli telur að verði breytingarnar sem lagðar eru til að veruleika hafi það mikla þýðingu. „Ég held að þetta hafi þá þýðingu að fangelsi verður ekki áfram þetta „hell“ sem að hefur verið og þessi staður þar sem sagt er að það kemur engin betri þaðan út. Ég held að við séum að búa til hérna ferli þar sem við getum gripið einstaklinga og þeir koma betri út.“ Þá telur Tolli mikilvægar breytingar vera að eiga sér stað í málaflokknum. „Ég held að í þessum málaflokki sem öðrum umönnunarmálaflokknum það er alls staðar verið að stíga fram úr því að breyta valdmiðuðum hérna aðferðum gagnvart skjólstæðingum yfir í umönnun, yfir í það að grípa fólk. Þetta á við um aldraða, þetta á við um geðheilbrigðismál og nú um fanga. Þannig að þetta er hluti af bara stórri samfélagsbreytingu.“
Fangelsismál Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira