Fangelsi verði ekki heljarvist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. september 2021 13:30 Þorlákur Morthens sem er oft kallaður Tolli fer fyrir stýrihópnum. Vísir/Sigurjón Mikilvægt er að gera umbætur á Litla-Hrauni og bæta menntun fanga. Þetta er á meðal þess sem stýrihópur um málefni fanga leggur til í nýrri skýrslu. Stýrihópurinn kynnti skýrslu sína í morgun en hópurinn hefur skoðað leiðir til að bæta velferð fanga. Á meðal þess sem tekið er á í skýrslunni eru leiðir til að bæta menntun, geðheilbrigði, félagslegt umhverfi og húsnæðismál fanga. Þorlákur Morthens, sem er oft kallaður Tolli, fer fyrir hópnum. „Það er gert ráð fyrir því að að í húsnæðismálin verði settur 1,6 milljarður til umbóta á Litla Hrauni sem er í raun og veru sko það sem við erum að takast á við. Þarna er í raun og veru brúarsmíð inn í framtíðina þar sem við sjáum fyrir okkur nýtt fangelsi.“ Arnar Haraldsson viðskiptafræðingur vann með stýrihópnum en hann skoðaði ávinninginn af breytingunum sem stýrihópurinn leggur til . „Við erum að þá að sjá kannski fyrir okkur að endurkomur muni fara niður um 17,5% og þá erum við að horfa til í rauninni allra fanga sem koma inn í fangelsin og hverjir hafa þá komið áður í fangelsi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir skýrsluna hafa mikla þýðingu. „Þetta hefur auðvitað bara mjög mikla þýðingu að fá svona vinnu inn í það sem við ætlum okkur í fangamálunum og hvar við getum gert betur. Hvort sem það lýtur að afplánun núna eða það sem kemur á eftir til að hjálpa einstaklingum að vera virkir samfélagsþegnar að lokinni afplánun.“ Stýrihópur um málefni fanga kynnti skýrslu sína í morgun. Á meðal þeirra sem voru á fundinum voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra breytingar þegar hafa átt sér stað í málaflokknum. „Þarna erum við að beita nýrri nálgun. Sömu nálgun og við höfum verið að beita í málefnum barna. Það er að horfa á viðkvæma hópa sem fjárfestingu og ég held að þetta sé grundvallarbreyting sem er að eiga sér stað í íslenskum velferðarmálum og við þurfum að fylgja þessu auðvitað fast á eftir. Ég sé fyrir mér að nú sé kominn grunnur undir að taka næstu skref í þessum málum eins og við gerðum í málefnum barna.“ Stýrihópurinn hefur verið að störfum í tvö ár og áður skilað skýrslu. Tolli telur að verði breytingarnar sem lagðar eru til að veruleika hafi það mikla þýðingu. „Ég held að þetta hafi þá þýðingu að fangelsi verður ekki áfram þetta „hell“ sem að hefur verið og þessi staður þar sem sagt er að það kemur engin betri þaðan út. Ég held að við séum að búa til hérna ferli þar sem við getum gripið einstaklinga og þeir koma betri út.“ Þá telur Tolli mikilvægar breytingar vera að eiga sér stað í málaflokknum. „Ég held að í þessum málaflokki sem öðrum umönnunarmálaflokknum það er alls staðar verið að stíga fram úr því að breyta valdmiðuðum hérna aðferðum gagnvart skjólstæðingum yfir í umönnun, yfir í það að grípa fólk. Þetta á við um aldraða, þetta á við um geðheilbrigðismál og nú um fanga. Þannig að þetta er hluti af bara stórri samfélagsbreytingu.“ Fangelsismál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Stýrihópurinn kynnti skýrslu sína í morgun en hópurinn hefur skoðað leiðir til að bæta velferð fanga. Á meðal þess sem tekið er á í skýrslunni eru leiðir til að bæta menntun, geðheilbrigði, félagslegt umhverfi og húsnæðismál fanga. Þorlákur Morthens, sem er oft kallaður Tolli, fer fyrir hópnum. „Það er gert ráð fyrir því að að í húsnæðismálin verði settur 1,6 milljarður til umbóta á Litla Hrauni sem er í raun og veru sko það sem við erum að takast á við. Þarna er í raun og veru brúarsmíð inn í framtíðina þar sem við sjáum fyrir okkur nýtt fangelsi.“ Arnar Haraldsson viðskiptafræðingur vann með stýrihópnum en hann skoðaði ávinninginn af breytingunum sem stýrihópurinn leggur til . „Við erum að þá að sjá kannski fyrir okkur að endurkomur muni fara niður um 17,5% og þá erum við að horfa til í rauninni allra fanga sem koma inn í fangelsin og hverjir hafa þá komið áður í fangelsi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir skýrsluna hafa mikla þýðingu. „Þetta hefur auðvitað bara mjög mikla þýðingu að fá svona vinnu inn í það sem við ætlum okkur í fangamálunum og hvar við getum gert betur. Hvort sem það lýtur að afplánun núna eða það sem kemur á eftir til að hjálpa einstaklingum að vera virkir samfélagsþegnar að lokinni afplánun.“ Stýrihópur um málefni fanga kynnti skýrslu sína í morgun. Á meðal þeirra sem voru á fundinum voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra breytingar þegar hafa átt sér stað í málaflokknum. „Þarna erum við að beita nýrri nálgun. Sömu nálgun og við höfum verið að beita í málefnum barna. Það er að horfa á viðkvæma hópa sem fjárfestingu og ég held að þetta sé grundvallarbreyting sem er að eiga sér stað í íslenskum velferðarmálum og við þurfum að fylgja þessu auðvitað fast á eftir. Ég sé fyrir mér að nú sé kominn grunnur undir að taka næstu skref í þessum málum eins og við gerðum í málefnum barna.“ Stýrihópurinn hefur verið að störfum í tvö ár og áður skilað skýrslu. Tolli telur að verði breytingarnar sem lagðar eru til að veruleika hafi það mikla þýðingu. „Ég held að þetta hafi þá þýðingu að fangelsi verður ekki áfram þetta „hell“ sem að hefur verið og þessi staður þar sem sagt er að það kemur engin betri þaðan út. Ég held að við séum að búa til hérna ferli þar sem við getum gripið einstaklinga og þeir koma betri út.“ Þá telur Tolli mikilvægar breytingar vera að eiga sér stað í málaflokknum. „Ég held að í þessum málaflokki sem öðrum umönnunarmálaflokknum það er alls staðar verið að stíga fram úr því að breyta valdmiðuðum hérna aðferðum gagnvart skjólstæðingum yfir í umönnun, yfir í það að grípa fólk. Þetta á við um aldraða, þetta á við um geðheilbrigðismál og nú um fanga. Þannig að þetta er hluti af bara stórri samfélagsbreytingu.“
Fangelsismál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent