Oddvitaáskorunin: Forfallin Manchester United kona Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2021 15:01 Bjarkey Olsen á göngu í Stórurð sumarið 2021. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég er fædd árið 1965 og gift Helga Jóhannssyni þjónustustjóra og börnin eru þrjú og svona að mestu flutt að heiman. Ég er Siglfirðingur en flutti sextán ára í Ólafsfjörð og hef búið þar að mestu síðan. Er menntaður kennari og náms- og starfsráðgjafi og starfaði í grunnskólanum í Fjallabyggð og Menntaskólanum á Tröllaskaga áður en ég var kjörin á þing árið 2013. Ég hef ásamt manni mínum staðið í margskonar smárekstri meðfram annarri vinnu og síðast rekstri veitinga-, kaffi- og gistihúss. Áhugamálin fyrir utan pólitíkina eru margs konar útivist, hlaup, skíðaganga, að hjóla og ganga á fjöll og svo get ég gleymt stað og stund við lestur góðra bóka. Hef líka mjög gaman af að elda góðan mat og er forfallin Manchester United kona og þar sem maðurinn minn er Púllari er oft hiti á heimilinu þegar horft og rætt er um enska boltann.“ „Í gegnum árin hef ég gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græn. Sat til dæmis lengi í stjórn hreyfingarinnar og var einnig formaður svæðisfélags og kjördæmisráðs og gjaldkeri þess. Á þessu kjörtímabili hef ég verið formaður þingflokks Vinstri grænna. Helstu pólitísku áherslurnar varða byggðamál í hinu stóra samhengi, til dæmis er varðar heilbrigðis-, mennta-, jafnréttis- eða umhverfismálin. Auk þess er fjölbreytt atvinna og góðar samgöngur í hinum dreifðu byggðum forsenda þess að mannlífið blómstri. Ég vil einnig sjá til þess að kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu verði lagfærð verulega og hef talað fyrir því á þingi. Þessi ár á þingi hafa verið mjög lærdómsrík, oft snúin, en skemmtileg. Ég hef verið fulltrúi þingflokksins m.a. í fjárlaganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd á þessu kjörtímabili þar sem fjölmörg mál hafa verið til umfjöllunar er varða allt landið t.d. jafnréttismál af margvíslegum toga, löggæslan og svo auðvitað skólamálin, auk þess sem vinna í fjárlaganefnd snertir á nærfellt öllum málaflokkum.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Stórurð við Borgarfjörð Eystri. Hvað færðu þér í bragðaref? Bounty og jarðaber. Uppáhalds bók? Þúsund bjartar sólir eftir Khaled Hosseini. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Hard To Say I´m Sorry með Chicago. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Selfossi. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Svolítið hámhorf og stundaði gönguskíði. Hvað tekur þú í bekk? Örlítið minna en Bjarni Ben. Bjarkey hefur gaman af því að hjóla. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Grænmetisbóndi. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hættu að vera fáviti! Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens. Besti fimmaurabrandarinn? Sokkarnir mínir hlaupa alltaf í þvotti, en hlaupa svo ekkert þegar ég er í þeim. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég var fimm ára og fékk mína fyrstu skauta, reimaðir yfir stígvélin og með tveimur járnum að framan og tveimur að aftan. Fyrstu skautarnir sem Bjarkey fékk þegar hún var fimm ára. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Vigdís Finnbogadóttir og í raun allar þær konur sem á undan fóru og beittu sér fyrir betra samfélagi. Besta íslenska Eurovision-lagið? Is It True með Jóhönnu. Besta frí sem þú hefur farið í? Sigling um Miðjarðarhafið – Ítalía, Grikkland og Tyrkland. Uppáhalds þynnkumatur? Egg og beikon. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Snúið að gera eitthvað fáránlegt þegar maður tekur framhaldsskólann í fjarnámi. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég fór á fjörurnar við Helga minn, sem var mjög feiminn, og færði honum blóm í vinnuna og bauð honum svo í nautasteik við kertaljós. Bjarkey hefur einu sinni farið að skoða eldgosið í Geldingadölum. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég er fædd árið 1965 og gift Helga Jóhannssyni þjónustustjóra og börnin eru þrjú og svona að mestu flutt að heiman. Ég er Siglfirðingur en flutti sextán ára í Ólafsfjörð og hef búið þar að mestu síðan. Er menntaður kennari og náms- og starfsráðgjafi og starfaði í grunnskólanum í Fjallabyggð og Menntaskólanum á Tröllaskaga áður en ég var kjörin á þing árið 2013. Ég hef ásamt manni mínum staðið í margskonar smárekstri meðfram annarri vinnu og síðast rekstri veitinga-, kaffi- og gistihúss. Áhugamálin fyrir utan pólitíkina eru margs konar útivist, hlaup, skíðaganga, að hjóla og ganga á fjöll og svo get ég gleymt stað og stund við lestur góðra bóka. Hef líka mjög gaman af að elda góðan mat og er forfallin Manchester United kona og þar sem maðurinn minn er Púllari er oft hiti á heimilinu þegar horft og rætt er um enska boltann.“ „Í gegnum árin hef ég gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græn. Sat til dæmis lengi í stjórn hreyfingarinnar og var einnig formaður svæðisfélags og kjördæmisráðs og gjaldkeri þess. Á þessu kjörtímabili hef ég verið formaður þingflokks Vinstri grænna. Helstu pólitísku áherslurnar varða byggðamál í hinu stóra samhengi, til dæmis er varðar heilbrigðis-, mennta-, jafnréttis- eða umhverfismálin. Auk þess er fjölbreytt atvinna og góðar samgöngur í hinum dreifðu byggðum forsenda þess að mannlífið blómstri. Ég vil einnig sjá til þess að kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu verði lagfærð verulega og hef talað fyrir því á þingi. Þessi ár á þingi hafa verið mjög lærdómsrík, oft snúin, en skemmtileg. Ég hef verið fulltrúi þingflokksins m.a. í fjárlaganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd á þessu kjörtímabili þar sem fjölmörg mál hafa verið til umfjöllunar er varða allt landið t.d. jafnréttismál af margvíslegum toga, löggæslan og svo auðvitað skólamálin, auk þess sem vinna í fjárlaganefnd snertir á nærfellt öllum málaflokkum.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Stórurð við Borgarfjörð Eystri. Hvað færðu þér í bragðaref? Bounty og jarðaber. Uppáhalds bók? Þúsund bjartar sólir eftir Khaled Hosseini. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Hard To Say I´m Sorry með Chicago. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Selfossi. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Svolítið hámhorf og stundaði gönguskíði. Hvað tekur þú í bekk? Örlítið minna en Bjarni Ben. Bjarkey hefur gaman af því að hjóla. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Grænmetisbóndi. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hættu að vera fáviti! Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens. Besti fimmaurabrandarinn? Sokkarnir mínir hlaupa alltaf í þvotti, en hlaupa svo ekkert þegar ég er í þeim. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég var fimm ára og fékk mína fyrstu skauta, reimaðir yfir stígvélin og með tveimur járnum að framan og tveimur að aftan. Fyrstu skautarnir sem Bjarkey fékk þegar hún var fimm ára. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Vigdís Finnbogadóttir og í raun allar þær konur sem á undan fóru og beittu sér fyrir betra samfélagi. Besta íslenska Eurovision-lagið? Is It True með Jóhönnu. Besta frí sem þú hefur farið í? Sigling um Miðjarðarhafið – Ítalía, Grikkland og Tyrkland. Uppáhalds þynnkumatur? Egg og beikon. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Snúið að gera eitthvað fáránlegt þegar maður tekur framhaldsskólann í fjarnámi. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég fór á fjörurnar við Helga minn, sem var mjög feiminn, og færði honum blóm í vinnuna og bauð honum svo í nautasteik við kertaljós. Bjarkey hefur einu sinni farið að skoða eldgosið í Geldingadölum.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið