Vilja láta rannsaka hvort brögð séu í tafli hjá útgerðunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. september 2021 13:00 Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjora og málmtæknimanna. Vísir Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna vilja að kannað verði hvort verðmæti sjávarafurða hækki óeðlilega meðan verið er að flytja þær út og því geti vantað um 20 milljarða króna inn í íslenskt hagkerfi. Skýrslu um málið hafi verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu. Stéttarfélög sjómanna slitu samningaviðræðum við útgerðarmenn þann 7. september sl. um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn segjast þar hafa farið fram á að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fær og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna skrifa svo grein á Vísi í dag sem er liður í kjarabaráttunni með yfirskriftinni Svik við sjómenn eru svik við þjóðina. Í greininni benda þeir á að í skýrslu sem fjármálaráðherra hafi látið gera 2016 virðist vera að það vanti um 8,3% uppá verðmæti sjávarafurða þegar þær séu skráðar úr landi. Það þýði að verðmæti þeirra hækki meðan verið sé að flytja þær út eða það sem kallað sé hækkun í hafi. En þetta hafi verulega þýðingu því stærstu útgerðirnar eigi allt í senn, bátana, vinnslurnar, íslensku og erlendu sölufyrirtækin. Þá séu dæmi að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjóra- og málmtæknimanna, einn greinarhöfunda segir gríðarlega mikilvægt að þetta verði rannsakað. „Við höfum reiknað þetta út að þetta þýði að það vanti um 20 milljarða á ári inn í íslenskt hagkerfi. Ef maður er á hlutaskiptakerfi eins og sjómenn eru þá þarf að vera öruggt að það sé reiknað út frá réttum stofni. Þannig að við teljum að það þurfi að rannsaka þessi mál. Hins vegar virðist skýrslu um þessi mál bara hafa verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu,“ segir Guðmundur. Hann segir um gríðarlega hagsmuni að ræða. „Það er öll þjóðin sem tapar á þessu. Ef þetta eru 20 milljarðar á ári, þá vantar örugglega 7-8 milljarðar inn í ríkiskassann.“ segir Guðmundur. Guðmundur segir sjómenn velta fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar séu tilbúnir að laga kerfið. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki viljað breyta neinu í þessu kerfi og jafnvel ekki Framsóknarflokkurinn heldur. En við höfum séð það á síðustu 20 árum hvernig auður útgerðarmanna hefur aukist langt umfram annarra í landinu. Þannig að við viljum láta skoða þetta,“ segir Guðmundur. Sjávarútvegur Kjaramál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Stéttarfélög sjómanna slitu samningaviðræðum við útgerðarmenn þann 7. september sl. um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn segjast þar hafa farið fram á að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fær og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna skrifa svo grein á Vísi í dag sem er liður í kjarabaráttunni með yfirskriftinni Svik við sjómenn eru svik við þjóðina. Í greininni benda þeir á að í skýrslu sem fjármálaráðherra hafi látið gera 2016 virðist vera að það vanti um 8,3% uppá verðmæti sjávarafurða þegar þær séu skráðar úr landi. Það þýði að verðmæti þeirra hækki meðan verið sé að flytja þær út eða það sem kallað sé hækkun í hafi. En þetta hafi verulega þýðingu því stærstu útgerðirnar eigi allt í senn, bátana, vinnslurnar, íslensku og erlendu sölufyrirtækin. Þá séu dæmi að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjóra- og málmtæknimanna, einn greinarhöfunda segir gríðarlega mikilvægt að þetta verði rannsakað. „Við höfum reiknað þetta út að þetta þýði að það vanti um 20 milljarða á ári inn í íslenskt hagkerfi. Ef maður er á hlutaskiptakerfi eins og sjómenn eru þá þarf að vera öruggt að það sé reiknað út frá réttum stofni. Þannig að við teljum að það þurfi að rannsaka þessi mál. Hins vegar virðist skýrslu um þessi mál bara hafa verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu,“ segir Guðmundur. Hann segir um gríðarlega hagsmuni að ræða. „Það er öll þjóðin sem tapar á þessu. Ef þetta eru 20 milljarðar á ári, þá vantar örugglega 7-8 milljarðar inn í ríkiskassann.“ segir Guðmundur. Guðmundur segir sjómenn velta fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar séu tilbúnir að laga kerfið. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki viljað breyta neinu í þessu kerfi og jafnvel ekki Framsóknarflokkurinn heldur. En við höfum séð það á síðustu 20 árum hvernig auður útgerðarmanna hefur aukist langt umfram annarra í landinu. Þannig að við viljum láta skoða þetta,“ segir Guðmundur.
Sjávarútvegur Kjaramál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira