Lætur æskudrauminn rætast og leggur land undir fót Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 19. september 2021 07:01 Athafnamaðurinn Nökkvi Fjalar mun hefja nýjan kafla í sínu lífi þegar hann flytur til London þar sem hann mun aðstoða áhrifavalda við að ná árangri. Swipe Media Æskudraumur athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar rætist í dag þegar hann flytur til London, þar sem hann hyggst víkka út starfsemi fyrirtækis síns Swipe Media. Óhætt er að segja að Nökkvi sé kominn langt síðan hann gerði afþreyingarefni fyrir menntskælinga með hópnum 12:00 fyrir rúmum níu árum síðan. Nökkvi segir lykilinn að velgengninni felast í litlu skrefunum. Nökkvi er annar eigandi fyrirtækisins Swipe Media, ásamt Gunnari Birgissyni. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að aðstoða áhrifavalda við að ná árangri og hafa jákvæð áhrif. Swipe Media hefur náð góðri fótfestu hér á landi og vinnur með mörgum af stærstu áhrifavöldum Íslands - en nú er komið að næsta skrefi. Tilgangur flutninganna er meðal annars að koma íslenskum áhrifavöldum sem eru með alþjóðlegt fylgi á stærri markað. Áhrifavaldarnir Embla Wigum og Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly, eru þau fyrstu sem flytja út ásamt Nökkva. Þau eru stærstu TikTok-stjörnur okkar Íslendinga, Embla með 1,5 milljónir fylgjendur og Arnar Gauti með rúmlega 800 þúsund fylgjendur. „Ísland er náttúrlega ekkert sérstaklega stór markaður en við erum í mjög góðri stöðu hérna heima þegar kemur að áhrifavöldum. Fyrir áhrifavalda sem eru bara að búa til efni fyrir Íslendinga, þá er þetta alveg nægilega stór markaður. En eins og fyrir Emblu og Curly sem eru að búa til efni fyrir milljónir einstaklinga, þá er rökréttast í stöðunni að fara á stærri markað.“ Þá stendur einnig til að fara með fleiri íslenskar TikTok stjörnur út fyrir landsteinana á vegum Swipe. TikTok stjörnurnar Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly, og Embla Wigum flytja út ásamt Nökkva.Swipe Media Aðstoðar áhrifavalda með hugarfarið Stjórnendur Swipe hafa verið að skoða breska markaðinn síðastliðna mánuði og kynnast breskum áhrifavöldum. En tilgangur flutninganna er ekki síður að fá erlenda áhrifavalda á skrá hjá Swipe og segir Nökkvi að markmiðið sé að vera komin með fjóra til sex breska áhrifavalda á skrá fyrir áramót. „Það sem við gerum hjá Swipe er að aðstoða þau við að fá samstörf og vinna með fyrirtækjum þannig þau geti fengið tekjur fyrir það sem þau eru að gera. Svo hjálpum við þeim við efnissköpun. Svo hefur það svona verið mitt hlutverk innan fyrirtækisins að hjálpa þeim með hugarfarið. Það er að okkar mati gífurlega mikilvægt til þess að geta fengið sem mest út úr sjálfum sér og miðlunum.“ Nálgun Swipe er einstök að því leytinu til að það er kafað alveg ofan í kjarnann á áhrifavöldunum og unnið markvisst að því að efla þá sem einstaklinga. „Það eru engin íslensk fyrirtæki og ekki heldur bresk fyrirtæki sem við vitum af sem eru að gera það sama og við í þessum efnum.“ Sérstaða Swipe felst í því að leggja ekki eingöngu áherslu á efnissköpun og fylgi, heldur er aðal áherslan lögð á einstaklinginn sjálfan. Nökkvi segir það vera lykilatriði fyrir þá sem vilja ná langt á samfélagsmiðlum, að vita hverjir þeir vilja vera. „Við viljum bara fara alveg í kjarnann á fólki og aðstoða þau við að skoða hver þau vilja vera, áður en þau fara að skoða hvað þau vilja gera.“ En hvaða ráð getur Nökkvi gefið þeim sem eru að taka sín fyrstu skref á samfélagsmiðlum og vilja ná langt? „Það sem ég myndi fyrst ráðleggja fólki er að finna hvað þau vilja gera, eitthvað svona sem er þeirra sérkenni. Hjá Emblu er það förðunin og Curly er með svona grín. Það þarf að finna sér einhverja svona stefnu fyrir efnið sitt og svo snýst þetta bara um stöðugleika. Bara að halda áfram og dæla frekar út meira efni en minna. Það eru engin mistök í þessu. Þú ert aldrei að setja út of mikið efni.“ Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta Það má segja að Nökkvi hafi orðið landsmönnum kunnugur þegar hann stofnaði hópinn Áttuna árið 2014 ásamt félögum sínum úr Versló. Hópurinn framleiddi afþreyingarefni af ýmsu tagi. Nökkvi var þó enginn nýgræðingur á því sviði þar sem hann hafði áður verið einn af forsprökkum 12:00 hópsins í Versló. Nökkvi sagði skilið við Áttuna árið 2019 og stofnaði Swipe síðar það sama ár. „Nú tel ég mig vera búinn að finna sjálfan mig í því sem ég er að gera og er með gífurlega ástríðu fyrir því að aðstoða aðra við að gera það sem þeim langar til að gera.“ „Það er búið að vera draumur minn að flytja til London síðan ég var lítill. Fyrst var það reyndar af öðrum forsendum. Ég ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta.“ Fyrir fjórum árum síðan byrjaði Nökkvi þó að vinna markvisst að því að láta drauminn rætast. „Við erum með tengingu við borgina og teljum okkur geta tekið þetta skref þarna yfir. Þetta verður aldrei þægilegt og þetta verður aldrei auðvelt en þetta er svona rökréttasta næsta skrefið fyrir fyrirtækið.“ Nökkvi segir London þó aðeins vera byrjunina en hann hefur einnig augastað á Bandaríkjunum og hefur fulla trú á því að Swipe eigi eftir að vera með starfsemi þar í framtíðinni. „Los Angeles er náttúrlega svona mekka áhrifavaldana ... Við eigum klárlega eftir að koma okkur vel fyrir á þeim markaði.“ Hér er Nökkvi ásamt Emblu Wigum. Hún gerir förðunarmyndbönd á TikTok þar sem hún er með um 1,5 milljónir fylgjendur.Swipe Media „Ef þú ætlar að hoppa úr skrefi eitt yfir í skref tíu, þá geturðu dottið“ Eftir fimm ár sér Nökkvi fyrir sér að hann verði kominn með alþjóðlegt fyrirtæki af góðri stærðargráðu þar sem hann vinnur að því markmiði að hafa góð áhrif á heiminn. „Ég persónulega vill bara sinna því sama og ég er að gera í dag nema á aðeins stærri vettvangi. Fimm ára planið er að gera mitt allra besta á hverjum degi til þess að ná til fleiri, án þess þó að vanrækja þá sem eru nú þegar að fylgjast með manni. Þetta snýst ekki alltaf um að fá meira og stærra, heldur að gera sitt allra besta á hverjum degi og þá hægt og rólega stækkar þetta.“ Flest eigum við okkur einhverja drauma og þrár en margir virðast sitja fastir í þægindarammanum. Nökkvi segir galdurinn felast í því að hugsa alltaf aðeins stærra en þú gerir nú þegar og þannig taka lítil en markviss skref. „Fyrst ætlaði ég bara að gera afþreyingu fyrir Verzlinga. Þá var næsta skref fyrir mig að gera afþreyingu fyrir alla skóla. Svo ætlar maður að gera afþreyingu fyrir fleiri Íslendinga og svo fyrir alla Íslendinga. Þá hugsaði ég hvernig ég gæti farið út fyrir landsteinana.“ „Þannig maður er í rauninni alltaf að taka lítil skref og stækka sjóndeildarhringinn bara lítið í einu. En ef þú ætlar að hoppa úr skrefi eitt yfir í skref tíu, þá geturðu dottið.“ Nökkvi hefur verið í efnissköpun meira og minna í níu ár en hann gaf út fyrsta myndbandið árið 2012 með Versló hópnum 12:00.Swipe Media Samkvæmur sjálfum sér og lætur gagnrýni ekki á sig fá Óhætt er að segja að Nökkvi hafi verið á milli tannanna á fólki í sumar fyrir þá ákvörðun sína að láta ekki bólusetja sig. Hann segir neikvæðu ummælin ekki hafa farið fyrir brjóstið á sér en þótti leiðinlegt að sjá aðstandendur sína taka umræðuna inn á sig. Sjá einnig: Styrkir Landspítalann fyrir hverja neikvæða athugasemd um sjálfan sig „Ég er búinn að fara í gegnum níu ár af skóla um álit annarra. Ég gaf út fyrsta myndbandið mitt í apríl 2012 í Versló og þá byrjaði strax að koma „hate“. Í dag er ég bara það samkvæmur sjálfum mér að þetta hefur ekki áhrif.“ Þrátt fyrir að vera nú á leið í ferðalag er hann enn sömu skoðunar og hyggst ekki láta bólusetja sig. „Ég er búinn að fá að læra alveg svakalega mikið um þetta á síðustu vikum og ég er enn þeirrar skoðunar að ég tel það ekki þurfa. En ef það verða hömlur á mér í ferðalögunum og því sem ég er að gera, þá mun ég skoða þetta út frá aðeins öðruvísi sjónarhorni.“ Helgarviðtal Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Styrkir Landspítalann fyrir hverja neikvæða athugasemd um sjálfan sig Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason ætlar að styrkja Landspítalann um 118 þúsund krónur. Það eru þúsund krónur fyrir hvert neikvætt tvít sem hefur verið skrifað um hann síðastliðna viku. 14. ágúst 2021 16:25 Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15 Íslenski draumurinn: Nökkvi Fjalar sér ekki eftir neinu Sigurður Sindri Magnússon stendur á bak við þættina Íslenski draumurinn ásamt Eyþóri Jónssyni. 23. mars 2020 14:33 Embla er með 800 þúsund fylgjendur og 20 milljón manns hafa horft á vinsælasta myndbandið Embla Wigum förðunarfræðingur hefur alltaf haft mikinn áhuga á förðun og hefur slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum. 4. febrúar 2021 10:30 „Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30 Nökkvi stofnar Swipe Nökkvi Fjalar Orrason steig nýlega til hliðar frá daglegum rekstri Áttunnar en hann var einn af stofnendum hennar. 19. júní 2019 07:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Nökkvi er annar eigandi fyrirtækisins Swipe Media, ásamt Gunnari Birgissyni. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að aðstoða áhrifavalda við að ná árangri og hafa jákvæð áhrif. Swipe Media hefur náð góðri fótfestu hér á landi og vinnur með mörgum af stærstu áhrifavöldum Íslands - en nú er komið að næsta skrefi. Tilgangur flutninganna er meðal annars að koma íslenskum áhrifavöldum sem eru með alþjóðlegt fylgi á stærri markað. Áhrifavaldarnir Embla Wigum og Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly, eru þau fyrstu sem flytja út ásamt Nökkva. Þau eru stærstu TikTok-stjörnur okkar Íslendinga, Embla með 1,5 milljónir fylgjendur og Arnar Gauti með rúmlega 800 þúsund fylgjendur. „Ísland er náttúrlega ekkert sérstaklega stór markaður en við erum í mjög góðri stöðu hérna heima þegar kemur að áhrifavöldum. Fyrir áhrifavalda sem eru bara að búa til efni fyrir Íslendinga, þá er þetta alveg nægilega stór markaður. En eins og fyrir Emblu og Curly sem eru að búa til efni fyrir milljónir einstaklinga, þá er rökréttast í stöðunni að fara á stærri markað.“ Þá stendur einnig til að fara með fleiri íslenskar TikTok stjörnur út fyrir landsteinana á vegum Swipe. TikTok stjörnurnar Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly, og Embla Wigum flytja út ásamt Nökkva.Swipe Media Aðstoðar áhrifavalda með hugarfarið Stjórnendur Swipe hafa verið að skoða breska markaðinn síðastliðna mánuði og kynnast breskum áhrifavöldum. En tilgangur flutninganna er ekki síður að fá erlenda áhrifavalda á skrá hjá Swipe og segir Nökkvi að markmiðið sé að vera komin með fjóra til sex breska áhrifavalda á skrá fyrir áramót. „Það sem við gerum hjá Swipe er að aðstoða þau við að fá samstörf og vinna með fyrirtækjum þannig þau geti fengið tekjur fyrir það sem þau eru að gera. Svo hjálpum við þeim við efnissköpun. Svo hefur það svona verið mitt hlutverk innan fyrirtækisins að hjálpa þeim með hugarfarið. Það er að okkar mati gífurlega mikilvægt til þess að geta fengið sem mest út úr sjálfum sér og miðlunum.“ Nálgun Swipe er einstök að því leytinu til að það er kafað alveg ofan í kjarnann á áhrifavöldunum og unnið markvisst að því að efla þá sem einstaklinga. „Það eru engin íslensk fyrirtæki og ekki heldur bresk fyrirtæki sem við vitum af sem eru að gera það sama og við í þessum efnum.“ Sérstaða Swipe felst í því að leggja ekki eingöngu áherslu á efnissköpun og fylgi, heldur er aðal áherslan lögð á einstaklinginn sjálfan. Nökkvi segir það vera lykilatriði fyrir þá sem vilja ná langt á samfélagsmiðlum, að vita hverjir þeir vilja vera. „Við viljum bara fara alveg í kjarnann á fólki og aðstoða þau við að skoða hver þau vilja vera, áður en þau fara að skoða hvað þau vilja gera.“ En hvaða ráð getur Nökkvi gefið þeim sem eru að taka sín fyrstu skref á samfélagsmiðlum og vilja ná langt? „Það sem ég myndi fyrst ráðleggja fólki er að finna hvað þau vilja gera, eitthvað svona sem er þeirra sérkenni. Hjá Emblu er það förðunin og Curly er með svona grín. Það þarf að finna sér einhverja svona stefnu fyrir efnið sitt og svo snýst þetta bara um stöðugleika. Bara að halda áfram og dæla frekar út meira efni en minna. Það eru engin mistök í þessu. Þú ert aldrei að setja út of mikið efni.“ Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta Það má segja að Nökkvi hafi orðið landsmönnum kunnugur þegar hann stofnaði hópinn Áttuna árið 2014 ásamt félögum sínum úr Versló. Hópurinn framleiddi afþreyingarefni af ýmsu tagi. Nökkvi var þó enginn nýgræðingur á því sviði þar sem hann hafði áður verið einn af forsprökkum 12:00 hópsins í Versló. Nökkvi sagði skilið við Áttuna árið 2019 og stofnaði Swipe síðar það sama ár. „Nú tel ég mig vera búinn að finna sjálfan mig í því sem ég er að gera og er með gífurlega ástríðu fyrir því að aðstoða aðra við að gera það sem þeim langar til að gera.“ „Það er búið að vera draumur minn að flytja til London síðan ég var lítill. Fyrst var það reyndar af öðrum forsendum. Ég ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta.“ Fyrir fjórum árum síðan byrjaði Nökkvi þó að vinna markvisst að því að láta drauminn rætast. „Við erum með tengingu við borgina og teljum okkur geta tekið þetta skref þarna yfir. Þetta verður aldrei þægilegt og þetta verður aldrei auðvelt en þetta er svona rökréttasta næsta skrefið fyrir fyrirtækið.“ Nökkvi segir London þó aðeins vera byrjunina en hann hefur einnig augastað á Bandaríkjunum og hefur fulla trú á því að Swipe eigi eftir að vera með starfsemi þar í framtíðinni. „Los Angeles er náttúrlega svona mekka áhrifavaldana ... Við eigum klárlega eftir að koma okkur vel fyrir á þeim markaði.“ Hér er Nökkvi ásamt Emblu Wigum. Hún gerir förðunarmyndbönd á TikTok þar sem hún er með um 1,5 milljónir fylgjendur.Swipe Media „Ef þú ætlar að hoppa úr skrefi eitt yfir í skref tíu, þá geturðu dottið“ Eftir fimm ár sér Nökkvi fyrir sér að hann verði kominn með alþjóðlegt fyrirtæki af góðri stærðargráðu þar sem hann vinnur að því markmiði að hafa góð áhrif á heiminn. „Ég persónulega vill bara sinna því sama og ég er að gera í dag nema á aðeins stærri vettvangi. Fimm ára planið er að gera mitt allra besta á hverjum degi til þess að ná til fleiri, án þess þó að vanrækja þá sem eru nú þegar að fylgjast með manni. Þetta snýst ekki alltaf um að fá meira og stærra, heldur að gera sitt allra besta á hverjum degi og þá hægt og rólega stækkar þetta.“ Flest eigum við okkur einhverja drauma og þrár en margir virðast sitja fastir í þægindarammanum. Nökkvi segir galdurinn felast í því að hugsa alltaf aðeins stærra en þú gerir nú þegar og þannig taka lítil en markviss skref. „Fyrst ætlaði ég bara að gera afþreyingu fyrir Verzlinga. Þá var næsta skref fyrir mig að gera afþreyingu fyrir alla skóla. Svo ætlar maður að gera afþreyingu fyrir fleiri Íslendinga og svo fyrir alla Íslendinga. Þá hugsaði ég hvernig ég gæti farið út fyrir landsteinana.“ „Þannig maður er í rauninni alltaf að taka lítil skref og stækka sjóndeildarhringinn bara lítið í einu. En ef þú ætlar að hoppa úr skrefi eitt yfir í skref tíu, þá geturðu dottið.“ Nökkvi hefur verið í efnissköpun meira og minna í níu ár en hann gaf út fyrsta myndbandið árið 2012 með Versló hópnum 12:00.Swipe Media Samkvæmur sjálfum sér og lætur gagnrýni ekki á sig fá Óhætt er að segja að Nökkvi hafi verið á milli tannanna á fólki í sumar fyrir þá ákvörðun sína að láta ekki bólusetja sig. Hann segir neikvæðu ummælin ekki hafa farið fyrir brjóstið á sér en þótti leiðinlegt að sjá aðstandendur sína taka umræðuna inn á sig. Sjá einnig: Styrkir Landspítalann fyrir hverja neikvæða athugasemd um sjálfan sig „Ég er búinn að fara í gegnum níu ár af skóla um álit annarra. Ég gaf út fyrsta myndbandið mitt í apríl 2012 í Versló og þá byrjaði strax að koma „hate“. Í dag er ég bara það samkvæmur sjálfum mér að þetta hefur ekki áhrif.“ Þrátt fyrir að vera nú á leið í ferðalag er hann enn sömu skoðunar og hyggst ekki láta bólusetja sig. „Ég er búinn að fá að læra alveg svakalega mikið um þetta á síðustu vikum og ég er enn þeirrar skoðunar að ég tel það ekki þurfa. En ef það verða hömlur á mér í ferðalögunum og því sem ég er að gera, þá mun ég skoða þetta út frá aðeins öðruvísi sjónarhorni.“
Helgarviðtal Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Styrkir Landspítalann fyrir hverja neikvæða athugasemd um sjálfan sig Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason ætlar að styrkja Landspítalann um 118 þúsund krónur. Það eru þúsund krónur fyrir hvert neikvætt tvít sem hefur verið skrifað um hann síðastliðna viku. 14. ágúst 2021 16:25 Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15 Íslenski draumurinn: Nökkvi Fjalar sér ekki eftir neinu Sigurður Sindri Magnússon stendur á bak við þættina Íslenski draumurinn ásamt Eyþóri Jónssyni. 23. mars 2020 14:33 Embla er með 800 þúsund fylgjendur og 20 milljón manns hafa horft á vinsælasta myndbandið Embla Wigum förðunarfræðingur hefur alltaf haft mikinn áhuga á förðun og hefur slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum. 4. febrúar 2021 10:30 „Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30 Nökkvi stofnar Swipe Nökkvi Fjalar Orrason steig nýlega til hliðar frá daglegum rekstri Áttunnar en hann var einn af stofnendum hennar. 19. júní 2019 07:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Styrkir Landspítalann fyrir hverja neikvæða athugasemd um sjálfan sig Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason ætlar að styrkja Landspítalann um 118 þúsund krónur. Það eru þúsund krónur fyrir hvert neikvætt tvít sem hefur verið skrifað um hann síðastliðna viku. 14. ágúst 2021 16:25
Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15
Íslenski draumurinn: Nökkvi Fjalar sér ekki eftir neinu Sigurður Sindri Magnússon stendur á bak við þættina Íslenski draumurinn ásamt Eyþóri Jónssyni. 23. mars 2020 14:33
Embla er með 800 þúsund fylgjendur og 20 milljón manns hafa horft á vinsælasta myndbandið Embla Wigum förðunarfræðingur hefur alltaf haft mikinn áhuga á förðun og hefur slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum. 4. febrúar 2021 10:30
„Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30
Nökkvi stofnar Swipe Nökkvi Fjalar Orrason steig nýlega til hliðar frá daglegum rekstri Áttunnar en hann var einn af stofnendum hennar. 19. júní 2019 07:00