Útilokar ekki að mögulegt eldgos á Kanaríeyjum sé sér að kenna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. september 2021 20:01 Hjördís Guðmundsdóttir hefur verið samskiptastjóri almannavarna síðan í febrúar. vísir Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa varað við mögulegu eldgosi á einni eyjanna. Samskiptastjóri almannavarna telur að hún gæti mögulega borið ábyrgð á ástandinu en vonar að eldgos sem hafi fylgt henni í störfum sínum láti sig í friði í fríinu. Á fimmta þúsund skjálfta hafa mælst á eyjunni La Palma í vikunni og segja vísindamenn að landris á svæðinu gefi til kynna að kvika hafi safnast saman nærri yfirborðinu. Fólk á Kanaríeyjum hefur verið varað við því að gos gæti hafist án nokkurs fyrirvara. Eldgosin elta Hjördísi „Ég heyrði það einhvers staðar að það væru ansi mörg ár síðan það hefði gosið hérna. Þannig ég veit ekki hvort það sé mín viðvera hérna eða hvað. Ég þarf kannski að fara að endurskoða hvert ég fer og hvern ég tek með mér í svona ferðalög allavega,“ segir Hjördís. Hún er stödd á Tenerife í stuttu fríi með vinkonum sínum. Orð hennar eru ekki úr lausu lofti gripin, því eldgos hafa fylgt henni í gegn um tíðina. „Ég var að vinna sem upplýsingafulltrúi hjá Isavia þegar Eyjafjallajökulsgosið hófst. Var svona heldur betur involveruð í því og var allt í einu orðin einhver sérfræðingur, eða skilaboðaskjóða eins og ég kalla mig stundum, í því eldgosi,“ segir Hjördís. Hún hóf svo störf hjá almannavörnum í byrjun árs og sléttum mánuði síðar hófst gosið í Geldingadölum. Hjördís segist ekki vera smeyk við ástandið úti: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég ætla nú bara að búast við að það verði ekki eldgos en auðvitað á maður einhvern veginn kannski að kynna sér hvað gerist því það er alls konar sem getur fylgt eldgosum eins og flóðbylgjur og annað. En ég er nú ekki að búast við því og er nú ekki hrædd, nei. Ég er nú bara meira að reyna að njóta og svona reyna að komast í fyrsta fríið eftir þetta ár sem ég er búin að vinna hjá almannavörnum.“ Gæti sinnt starfi sínu fyrir Íslendinga úti Hún segir ljóst að eldgos á einni eynni hefði áhrif á allar hinar, svo stuttar eru vegalengdir á svæðinu. Gosið myndi væntanlega hafa áhrif á flugsamgöngur en Hjördís kveðst reiðubúin til að sinna hlutverki sínu í hamfaraástandi sem gæti skapast þar úti. „Þetta gæti orðið áhugavert. Vegna þess að er ekki hálft Ísland hvort eð er alltaf á Tenerife? Þannig maður gæti komið sterkur inn í samskiptastjórastöðu hérna. Það var einmitt einn félagi minn í vinnunni sem sendi mér titilinn minn á spænsku þannig ég gæti verið tilbúin.“ Íslendingar erlendis Almannavarnir Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Á fimmta þúsund skjálfta hafa mælst á eyjunni La Palma í vikunni og segja vísindamenn að landris á svæðinu gefi til kynna að kvika hafi safnast saman nærri yfirborðinu. Fólk á Kanaríeyjum hefur verið varað við því að gos gæti hafist án nokkurs fyrirvara. Eldgosin elta Hjördísi „Ég heyrði það einhvers staðar að það væru ansi mörg ár síðan það hefði gosið hérna. Þannig ég veit ekki hvort það sé mín viðvera hérna eða hvað. Ég þarf kannski að fara að endurskoða hvert ég fer og hvern ég tek með mér í svona ferðalög allavega,“ segir Hjördís. Hún er stödd á Tenerife í stuttu fríi með vinkonum sínum. Orð hennar eru ekki úr lausu lofti gripin, því eldgos hafa fylgt henni í gegn um tíðina. „Ég var að vinna sem upplýsingafulltrúi hjá Isavia þegar Eyjafjallajökulsgosið hófst. Var svona heldur betur involveruð í því og var allt í einu orðin einhver sérfræðingur, eða skilaboðaskjóða eins og ég kalla mig stundum, í því eldgosi,“ segir Hjördís. Hún hóf svo störf hjá almannavörnum í byrjun árs og sléttum mánuði síðar hófst gosið í Geldingadölum. Hjördís segist ekki vera smeyk við ástandið úti: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég ætla nú bara að búast við að það verði ekki eldgos en auðvitað á maður einhvern veginn kannski að kynna sér hvað gerist því það er alls konar sem getur fylgt eldgosum eins og flóðbylgjur og annað. En ég er nú ekki að búast við því og er nú ekki hrædd, nei. Ég er nú bara meira að reyna að njóta og svona reyna að komast í fyrsta fríið eftir þetta ár sem ég er búin að vinna hjá almannavörnum.“ Gæti sinnt starfi sínu fyrir Íslendinga úti Hún segir ljóst að eldgos á einni eynni hefði áhrif á allar hinar, svo stuttar eru vegalengdir á svæðinu. Gosið myndi væntanlega hafa áhrif á flugsamgöngur en Hjördís kveðst reiðubúin til að sinna hlutverki sínu í hamfaraástandi sem gæti skapast þar úti. „Þetta gæti orðið áhugavert. Vegna þess að er ekki hálft Ísland hvort eð er alltaf á Tenerife? Þannig maður gæti komið sterkur inn í samskiptastjórastöðu hérna. Það var einmitt einn félagi minn í vinnunni sem sendi mér titilinn minn á spænsku þannig ég gæti verið tilbúin.“
Íslendingar erlendis Almannavarnir Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira