Vilborg Dagbjartsdóttir látin Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 10:47 Skáldkonan og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir lést hinn 16. september sl. 91 árs að aldri. Vilborg Dagbjartsdóttir, skáldkona og kennari, lést á líknardeild Landspítalans, hinn 16. september síðastliðinn, 91 árs að aldri. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins. Í æviágripi á vef Forlagsins segir svo frá að Vilborg fæddist á Hjalla á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, þann 18. júlí árið 1930. „Hún nam leiklist um skeið en lauk síðar kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands. Þá stundaði hún nám í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Vilborg starfaði sem kennari við Austurbæjarskólann um langt árabil, meðfram ritstörfum, en drjúgur hluti höfundaverks hennar eru sögur handa börnum, þýddar og frumsamdar.“ Í grein Morgunblaðsins segir að Vilborg hafi samið fjölda ljóða- og barnabóka en auk þess þýtt hátt á fimmta tug barna- og unglingabóka og ritstýrt bókum. Tvær ævisögur Vilborgar hafa komið út: Mynd af konu, eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, útg. 2000, og Úr þagnarhyl, eftir Þorleif Hauksson, útg. 2011. „Vilborg var formaður Rithöfundafélags Íslands, sat í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundasambands Íslands og Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, tók þátt í undirbúningi fyrstu Keflavíkurgöngunnar 1960, starfaði með Hernámsandstæðingum, var síðar einn af stofnendum Herstöðvaandstæðinga, var meðal brautryðjenda Nýju kvenfrelsishreyfingarinnar, átti þátt í stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar 1970 og ein af þremur konum í fyrstu miðju Rauðsokka. Hún var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands frá 1998, heiðurslaunahafi Alþingis til listamanna og var sæmd riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar fyrir fræðslu- og ritstörf 17.6. árið 2000. Maður Vilborgar var Þorgeir Þorgeirson, f. 30.4. 1933, d. 30.10. 2003, kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur. Sonur þeirra er Þorgeir Elís, f. 1.5. 1962, eðlisefnafræðingur sem vinnur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sonur Vilborgar og Ásgeirs Hjörleifssonar, f. 13.1. 1937, framkvæmdastjóra er Egill Arnaldur, f. 18.6. 1957, kennari við Austurbæjarskóla. Barnabörnin eru fjögur.“ Vilborg var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019 þar sem línur úr ljóðinu „Vetur“ voru afhjúpaðar, ritaðar í stein, á torginu á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis. Þar var Vilborg sjálf viðstödd og tvö önnur skáld, Gerður Kristný og Sunna Dís Másdóttir, héldu tölu um skáldskap Vilborgar og fluttu ljóð eftir hana. Vilborg Dagbjartsdóttir var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019.Mynd Vetur Þegar slokknaði á morgunstjörnunni varð máninn kyrr. Sólin veifaði skýjaslæðu til hans yfir fjallið sem gleymdi að taka ofan nátthúfuna Fíngerðan rósavef óf á rúðuna frostiðVilborg Dagbjartsdóttir Andlát Bókmenntir Menning Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Í æviágripi á vef Forlagsins segir svo frá að Vilborg fæddist á Hjalla á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, þann 18. júlí árið 1930. „Hún nam leiklist um skeið en lauk síðar kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands. Þá stundaði hún nám í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Vilborg starfaði sem kennari við Austurbæjarskólann um langt árabil, meðfram ritstörfum, en drjúgur hluti höfundaverks hennar eru sögur handa börnum, þýddar og frumsamdar.“ Í grein Morgunblaðsins segir að Vilborg hafi samið fjölda ljóða- og barnabóka en auk þess þýtt hátt á fimmta tug barna- og unglingabóka og ritstýrt bókum. Tvær ævisögur Vilborgar hafa komið út: Mynd af konu, eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, útg. 2000, og Úr þagnarhyl, eftir Þorleif Hauksson, útg. 2011. „Vilborg var formaður Rithöfundafélags Íslands, sat í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundasambands Íslands og Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, tók þátt í undirbúningi fyrstu Keflavíkurgöngunnar 1960, starfaði með Hernámsandstæðingum, var síðar einn af stofnendum Herstöðvaandstæðinga, var meðal brautryðjenda Nýju kvenfrelsishreyfingarinnar, átti þátt í stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar 1970 og ein af þremur konum í fyrstu miðju Rauðsokka. Hún var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands frá 1998, heiðurslaunahafi Alþingis til listamanna og var sæmd riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar fyrir fræðslu- og ritstörf 17.6. árið 2000. Maður Vilborgar var Þorgeir Þorgeirson, f. 30.4. 1933, d. 30.10. 2003, kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur. Sonur þeirra er Þorgeir Elís, f. 1.5. 1962, eðlisefnafræðingur sem vinnur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sonur Vilborgar og Ásgeirs Hjörleifssonar, f. 13.1. 1937, framkvæmdastjóra er Egill Arnaldur, f. 18.6. 1957, kennari við Austurbæjarskóla. Barnabörnin eru fjögur.“ Vilborg var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019 þar sem línur úr ljóðinu „Vetur“ voru afhjúpaðar, ritaðar í stein, á torginu á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis. Þar var Vilborg sjálf viðstödd og tvö önnur skáld, Gerður Kristný og Sunna Dís Másdóttir, héldu tölu um skáldskap Vilborgar og fluttu ljóð eftir hana. Vilborg Dagbjartsdóttir var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019.Mynd Vetur Þegar slokknaði á morgunstjörnunni varð máninn kyrr. Sólin veifaði skýjaslæðu til hans yfir fjallið sem gleymdi að taka ofan nátthúfuna Fíngerðan rósavef óf á rúðuna frostiðVilborg Dagbjartsdóttir
Andlát Bókmenntir Menning Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira