Valli fær engan frið á bryggjunni sem búið er að girða af Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. september 2021 11:10 Valli rostungur nýtur töluverðra vinsælda á bryggjunni á Höfn. Hann lætur þó reglulega í sér heyra með bauli eða hvæsi. Hornafjarðarhöfn Girða þurfti af olíubryggjuna á Höfn í Hornafirði í gær vegna ágangs forvitinna gesta sem vildu sjá rostung sem komið hafði sér þar fyrir í annað sinn. Hafnarvörður segir dýrinu greinilega líða vel á bryggjunni þó það fái engan frið. Það var síðastliðinn föstudag sem skipverjar á togaranum Ásgrími Halldórssyni sáu rostung fyrir utan höfnina á Höfn í Hornafirði þegar þeir voru að koma í land. Á sunnudaginn urðu hafnarverðir hans svo aftur varir inni í höfninni. Rostungurinn kom sér upp á olíubryggju og undi sér vel. Morguninn eftir var hann horfinn. Í gær birtist hann svo aftur og gerði sig heimakominn. Valli rostungur tekur sig vel út á bryggjunni á Höfn. Hornafjarðarhöfn „Honum virðist líða vel þarna. Þó að hann fái engan frið. Það er stanslaus traffík og menn eru endalaust að kíkja á hann og taka myndir “ segir Þröstur Jóhannsson hafnarvörður. Hann segir rostunginn frekar rólegan. „Hann er alveg til friðs. Hann aðeins svona baular á mann ef maður reynir að koma nálægt honum. Annars er hann alveg rólegur.“ Hvernig baular Valli? Það má sjá í myndbandinu að neðan. Þröstur segir rostunginn draga marga að og börnin í bænum fylgjast vel með bryggjunni þessa dagana. „Það er stanslaus traffík á meðan hann er hérna og krakkarnir eru fljótir að sjá hvort hann sé kominn eða ekki “ Í gær leist hafnarvörðum ekki á blikuna þar sem fólk var farið að hætta sér mjög nálægt honum. „Fólk hefur verið að fara ansi nálægt honum. Í gærkvöldi þá girtum við af þannig að fólk á ekki að fara út á bryggjuna sem hann liggur á. Þannig að þá er fólk í svona, hvað eigum við að segja, sjö til átta metra fjarlægð, eitthvað svoleiðis,“ segir Þröstur. „Það var mikið af krökkum farið að koma og vera ansi nálægt. Sumir eftirlitslausir. Þannig að það þýðir ekkert að standa í því að þurfa að vera með stanslausa vakt. Þannig við reynum að loka af þannig að fólk fari sér ekki að voða.“ Valli rostungur Írar segjast nokkuð vissir um að rostungurinn sé sá sami og hafi valdið miklum usla við Írland í vor. Hann hefur fengið nafnið Wally eða Valli. „Hann hefur nú verið stilltur. Við höfum ekkert séð hann vera að gera neitt af sér. Við vitum náttúrulega ekki hvort hann sé að borða eða ekki. Það er nú búið að vera að henda til hans síld og makríl og hann er nú búinn að fá sér eitthvað af því en hann fékk sér nú ekki allt held ég. “ Valli rostungur Þröstur segir rostunginn nokkuð minni en þann sem sást árið 2013. „Þetta er stórt og mikið ferlíki en ég held að hann sé nú eitthvað minni heldur en sá sem kom 2013. Ég kíkti nú á hann á Jökulsárlóni en þetta eru feiknar skepnur. “ Í morgun stakk rostungurinn sér aftur til sunds en Þröstur segir ómögulegt að segja hvort hann komi aftur. „Ég er nú búinn að taka hérna rúnt í morgun og hef ekkert séð hann. Þannig að það er bara spurningin ratar hann út og fer í burtu eða er hann að þvælast hér í firðinum. Við höfum ekki hugmynd um það. “ Hornafjörður Dýr Rostungurinn Valli Tengdar fréttir Segjast hafa borið kennsl á Valla Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum. 21. september 2021 06:59 Rostungurinn Valli mættur aftur Rostungurinn sem kom sér fyrir á bryggju í Höfn í Hornafirði í gær sneri aftur í kvöld. Þar hefur hann legið en fjölmargir hafa lagt leið sína að bryggjunni til að berja rostunginn augum. 20. september 2021 22:49 Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46 Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það var síðastliðinn föstudag sem skipverjar á togaranum Ásgrími Halldórssyni sáu rostung fyrir utan höfnina á Höfn í Hornafirði þegar þeir voru að koma í land. Á sunnudaginn urðu hafnarverðir hans svo aftur varir inni í höfninni. Rostungurinn kom sér upp á olíubryggju og undi sér vel. Morguninn eftir var hann horfinn. Í gær birtist hann svo aftur og gerði sig heimakominn. Valli rostungur tekur sig vel út á bryggjunni á Höfn. Hornafjarðarhöfn „Honum virðist líða vel þarna. Þó að hann fái engan frið. Það er stanslaus traffík og menn eru endalaust að kíkja á hann og taka myndir “ segir Þröstur Jóhannsson hafnarvörður. Hann segir rostunginn frekar rólegan. „Hann er alveg til friðs. Hann aðeins svona baular á mann ef maður reynir að koma nálægt honum. Annars er hann alveg rólegur.“ Hvernig baular Valli? Það má sjá í myndbandinu að neðan. Þröstur segir rostunginn draga marga að og börnin í bænum fylgjast vel með bryggjunni þessa dagana. „Það er stanslaus traffík á meðan hann er hérna og krakkarnir eru fljótir að sjá hvort hann sé kominn eða ekki “ Í gær leist hafnarvörðum ekki á blikuna þar sem fólk var farið að hætta sér mjög nálægt honum. „Fólk hefur verið að fara ansi nálægt honum. Í gærkvöldi þá girtum við af þannig að fólk á ekki að fara út á bryggjuna sem hann liggur á. Þannig að þá er fólk í svona, hvað eigum við að segja, sjö til átta metra fjarlægð, eitthvað svoleiðis,“ segir Þröstur. „Það var mikið af krökkum farið að koma og vera ansi nálægt. Sumir eftirlitslausir. Þannig að það þýðir ekkert að standa í því að þurfa að vera með stanslausa vakt. Þannig við reynum að loka af þannig að fólk fari sér ekki að voða.“ Valli rostungur Írar segjast nokkuð vissir um að rostungurinn sé sá sami og hafi valdið miklum usla við Írland í vor. Hann hefur fengið nafnið Wally eða Valli. „Hann hefur nú verið stilltur. Við höfum ekkert séð hann vera að gera neitt af sér. Við vitum náttúrulega ekki hvort hann sé að borða eða ekki. Það er nú búið að vera að henda til hans síld og makríl og hann er nú búinn að fá sér eitthvað af því en hann fékk sér nú ekki allt held ég. “ Valli rostungur Þröstur segir rostunginn nokkuð minni en þann sem sást árið 2013. „Þetta er stórt og mikið ferlíki en ég held að hann sé nú eitthvað minni heldur en sá sem kom 2013. Ég kíkti nú á hann á Jökulsárlóni en þetta eru feiknar skepnur. “ Í morgun stakk rostungurinn sér aftur til sunds en Þröstur segir ómögulegt að segja hvort hann komi aftur. „Ég er nú búinn að taka hérna rúnt í morgun og hef ekkert séð hann. Þannig að það er bara spurningin ratar hann út og fer í burtu eða er hann að þvælast hér í firðinum. Við höfum ekki hugmynd um það. “
Hornafjörður Dýr Rostungurinn Valli Tengdar fréttir Segjast hafa borið kennsl á Valla Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum. 21. september 2021 06:59 Rostungurinn Valli mættur aftur Rostungurinn sem kom sér fyrir á bryggju í Höfn í Hornafirði í gær sneri aftur í kvöld. Þar hefur hann legið en fjölmargir hafa lagt leið sína að bryggjunni til að berja rostunginn augum. 20. september 2021 22:49 Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46 Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Segjast hafa borið kennsl á Valla Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum. 21. september 2021 06:59
Rostungurinn Valli mættur aftur Rostungurinn sem kom sér fyrir á bryggju í Höfn í Hornafirði í gær sneri aftur í kvöld. Þar hefur hann legið en fjölmargir hafa lagt leið sína að bryggjunni til að berja rostunginn augum. 20. september 2021 22:49
Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46
Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23