Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2021 13:35 Það er fátt sem stendur eftir af kirkjunni. Henning Henningsson. Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. Miðgarðskirkja í Grímsey brann til grunna á svipstundu aðfaranótt miðvikudags og er lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867 og var öll hin glæsilegasta, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði neðst í fréttinni. Þeir Grímseyingar sem staddir eru í eyjunni komu saman á tilfinningaþrungnum fundi í gær þar sem samþykkt var að reisa ætti nýja kirkju. „Það var einróma samþykkt að viljinn væru að byggja nýja kirkju, að hafa kirkju í Grímsey, í svipuðum stíl og þessi gamla,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, í samtali við Vísi. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.Minjastofnun Í tilkynningu frá Glæðum Grímsey, verkefni sem snýr að því að styrkja byggð í Grímsey, er bent á reikning kirkjunnar, þar sem tekið er við framlögum frá þeim sem vilja styrkja sóknina til byggingar nýrrar kirkju. Þar er jafnframt þakkað fyrir hlýjar kveðjur sem borist hafa Grímseyingum vegna brunans. „Við fengum kveðjur frá forstanum og víða af landinu. Við höfum fengið mjög góðar kveðjur og margar víðast hvar af landinu,“ segir Karen Nótt. Söfnunarreikningur Miðgarðskirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum Reikningur Miðgarðskirkju: 565-04-250731 Kennitala: 460269-2539 Meðfylgjandi myndband var sent út með tilkynningunni, en það var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur í sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt. Klippa: Miðgarðskirkja í allri sinni dýrð Grímsey Akureyri Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni. 22. september 2021 12:06 Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira
Miðgarðskirkja í Grímsey brann til grunna á svipstundu aðfaranótt miðvikudags og er lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867 og var öll hin glæsilegasta, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði neðst í fréttinni. Þeir Grímseyingar sem staddir eru í eyjunni komu saman á tilfinningaþrungnum fundi í gær þar sem samþykkt var að reisa ætti nýja kirkju. „Það var einróma samþykkt að viljinn væru að byggja nýja kirkju, að hafa kirkju í Grímsey, í svipuðum stíl og þessi gamla,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, í samtali við Vísi. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.Minjastofnun Í tilkynningu frá Glæðum Grímsey, verkefni sem snýr að því að styrkja byggð í Grímsey, er bent á reikning kirkjunnar, þar sem tekið er við framlögum frá þeim sem vilja styrkja sóknina til byggingar nýrrar kirkju. Þar er jafnframt þakkað fyrir hlýjar kveðjur sem borist hafa Grímseyingum vegna brunans. „Við fengum kveðjur frá forstanum og víða af landinu. Við höfum fengið mjög góðar kveðjur og margar víðast hvar af landinu,“ segir Karen Nótt. Söfnunarreikningur Miðgarðskirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum Reikningur Miðgarðskirkju: 565-04-250731 Kennitala: 460269-2539 Meðfylgjandi myndband var sent út með tilkynningunni, en það var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur í sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt. Klippa: Miðgarðskirkja í allri sinni dýrð
Söfnunarreikningur Miðgarðskirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum Reikningur Miðgarðskirkju: 565-04-250731 Kennitala: 460269-2539
Grímsey Akureyri Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni. 22. september 2021 12:06 Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira
„Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni. 22. september 2021 12:06
Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02
Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25