Juventus vann annan leikinn í röð 26. september 2021 12:27 Paulo Dybala skoraði fyrsta mark Juventus í dag. Tullio M. Puglia/Getty Images Eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu er Juventus nú búið að vinna tvo leiki í röð. Liðið vann mikilvægan 3-2 sigur þegar að Sampdoria mætti í heimsókn. Paulo Dybala kom Juventus í forystu eftir tæðlega tíu mínútna leik áður en Leonardo Bonucci tvöfaldaði forskotið tveimur mínútum fyrir hálfleik. Gestirnir tóku miðju eftir markið og voru búnir að minnka muninn mínútu síðar. Þar var að verki Maya Yoshida sem skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Antonio Candreva og staðan því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Manuel Locatelli kom Juventus aftur í tveggja marka forskot eftir tæplega klukkutíma leik eftir stoðsendingu frá Dejan Kulusevski. Antonio Candreva minnkaði muninn aftur fyrir Sampdoria á 83. mínútu, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 3-2 sigur Juventus. Juventus er nú með átta stig í níunda sæti eftir sex leiki, en Sampdoria situr í því 14. með fimm stig. Ítalski boltinn
Eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu er Juventus nú búið að vinna tvo leiki í röð. Liðið vann mikilvægan 3-2 sigur þegar að Sampdoria mætti í heimsókn. Paulo Dybala kom Juventus í forystu eftir tæðlega tíu mínútna leik áður en Leonardo Bonucci tvöfaldaði forskotið tveimur mínútum fyrir hálfleik. Gestirnir tóku miðju eftir markið og voru búnir að minnka muninn mínútu síðar. Þar var að verki Maya Yoshida sem skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Antonio Candreva og staðan því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Manuel Locatelli kom Juventus aftur í tveggja marka forskot eftir tæplega klukkutíma leik eftir stoðsendingu frá Dejan Kulusevski. Antonio Candreva minnkaði muninn aftur fyrir Sampdoria á 83. mínútu, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 3-2 sigur Juventus. Juventus er nú með átta stig í níunda sæti eftir sex leiki, en Sampdoria situr í því 14. með fimm stig.