„Hryllileg rússíbanareið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2021 19:59 Jóhann Páll segist spenntur fyrir því að taka sæti á Alþingi, með þeim fyrirvara að hann sé raunverulega að fara að taka umrætt sæti. „Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land. Jóhann Páll kemur inn sem jöfnunarmaður á kostnað Píratans Lenyu Rúnar Taha Karim, sem dettur út. Samflokkskona Jóhanns Páls, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, dettur þá út í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Jóhann Páll segir mikinn missi af Rósu Björk. „Hún hefur verið einhver sterkasti talsmaður róttækra loftslagsaðgerða og mannréttinda á Alþingi undanfarin ár,“ segir Jóhann Páll. Kosningavakan ekki búin Jóhann Páll, sem í morgun leit svo á að hann væri ekki á leiðinni inn á þing, segist tilbúinn og spenntur fyrir því verkefni sem hann stendur nú frammi fyrir, að taka sæti á Alþingi Íslendinga. „Ég segi þetta með þeim fyrirvara að það getur auðvitað enn þá allt gerst. Hvort það fari einhver hringekja aftur af stað, maður veit aldrei.“ Hann segist hafa verið búinn að sætta sig við að ekkert yrði af þingmennskunni, þegar tölur lágu fyrir í morgun. „Ég var nú búinn að gera ráð fyrir því að vera í fósturstellingu yfir helgina og reyna svo að snúa mér að einhverju öðru, en þetta breytir svolítið leiknum,“ segir Jóhann Páll. Hann kveðst þá ekki alveg þora því að taka fyrirliggjandi upplýsingar fullkomlega gildar, og gerir allt eins ráð fyrir því að staðan breytist enn. Í því samhengi má benda á að Vinstri græn hafa beðið um endurtalningu í Suðurkjördæmi, þar sem litlu mátti muna að flokkurinn fengi inn kjördæmakjörinn mann. Yfirkjörstjórn mun taka afstöðu til beiðninnar á morgun. „Ég ætla að anda með nefinu og líta svo á að kosningavakan standi enn yfir,“ segir Jóhann Páll. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Jóhann Páll kemur inn sem jöfnunarmaður á kostnað Píratans Lenyu Rúnar Taha Karim, sem dettur út. Samflokkskona Jóhanns Páls, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, dettur þá út í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Jóhann Páll segir mikinn missi af Rósu Björk. „Hún hefur verið einhver sterkasti talsmaður róttækra loftslagsaðgerða og mannréttinda á Alþingi undanfarin ár,“ segir Jóhann Páll. Kosningavakan ekki búin Jóhann Páll, sem í morgun leit svo á að hann væri ekki á leiðinni inn á þing, segist tilbúinn og spenntur fyrir því verkefni sem hann stendur nú frammi fyrir, að taka sæti á Alþingi Íslendinga. „Ég segi þetta með þeim fyrirvara að það getur auðvitað enn þá allt gerst. Hvort það fari einhver hringekja aftur af stað, maður veit aldrei.“ Hann segist hafa verið búinn að sætta sig við að ekkert yrði af þingmennskunni, þegar tölur lágu fyrir í morgun. „Ég var nú búinn að gera ráð fyrir því að vera í fósturstellingu yfir helgina og reyna svo að snúa mér að einhverju öðru, en þetta breytir svolítið leiknum,“ segir Jóhann Páll. Hann kveðst þá ekki alveg þora því að taka fyrirliggjandi upplýsingar fullkomlega gildar, og gerir allt eins ráð fyrir því að staðan breytist enn. Í því samhengi má benda á að Vinstri græn hafa beðið um endurtalningu í Suðurkjördæmi, þar sem litlu mátti muna að flokkurinn fengi inn kjördæmakjörinn mann. Yfirkjörstjórn mun taka afstöðu til beiðninnar á morgun. „Ég ætla að anda með nefinu og líta svo á að kosningavakan standi enn yfir,“ segir Jóhann Páll.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira