„Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. september 2021 22:02 Helga Vala Helgadóttir segir málið mjög alvarlegt. Vísir/Elín Guðmunds Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, setti fram færslu á Twitter í kvöld með fullyrðingunni: „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum". Hún kveðst hafa komist að þessum sannleik í kosningaeftirliti sínu í Hvíta-Rússlandi fyrir nokkrum árum. Innt eftir skýringum á því hvort hún sé að rengja niðurstöður kosninganna hér á Íslandi eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi segir hún færsluna hafa verið setta fram meira í gríni en alvöru. „Ég er að segja þetta með góðlátlegu gríni en þó með alvarlegum undirtón. Við verðum auðvitað að vanda okkur við þetta fyrirkomulag okkar og það er skrýtið ef það er rétt sem er að koma fram að atkvæði hafi verið skilin eftir óinnsigluð og undir engu eftirliti áður en endurtalningin fór fram,“ segir hún. Fór einu sinni í kosningaeftirlit til Hvíta Rússlands. Þá staðfestist að það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum....— Helga Vala Helgadóttir 🔴 (@Helgavalan) September 26, 2021 Helga Vala bætist þannig í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt endurtalninguna en eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þingmanna til í öllum kjördæmum nema einu og var þingmannamyndin allt í einu orðin allt önnur núna rétt fyrir kvöldmat heldur en var í morgun þegar meintar lokatölur höfðu verið staðfestar. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur farið fram á að kosningin verði endurtekin í kjördæminu og þá hafa bæði Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í sama kjördæmi, og Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi gagnrýnt málið í heild sinni og dregið trúverðugleika endurtalningarinnar í efa. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Innt eftir skýringum á því hvort hún sé að rengja niðurstöður kosninganna hér á Íslandi eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi segir hún færsluna hafa verið setta fram meira í gríni en alvöru. „Ég er að segja þetta með góðlátlegu gríni en þó með alvarlegum undirtón. Við verðum auðvitað að vanda okkur við þetta fyrirkomulag okkar og það er skrýtið ef það er rétt sem er að koma fram að atkvæði hafi verið skilin eftir óinnsigluð og undir engu eftirliti áður en endurtalningin fór fram,“ segir hún. Fór einu sinni í kosningaeftirlit til Hvíta Rússlands. Þá staðfestist að það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum....— Helga Vala Helgadóttir 🔴 (@Helgavalan) September 26, 2021 Helga Vala bætist þannig í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt endurtalninguna en eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þingmanna til í öllum kjördæmum nema einu og var þingmannamyndin allt í einu orðin allt önnur núna rétt fyrir kvöldmat heldur en var í morgun þegar meintar lokatölur höfðu verið staðfestar. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur farið fram á að kosningin verði endurtekin í kjördæminu og þá hafa bæði Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í sama kjördæmi, og Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi gagnrýnt málið í heild sinni og dregið trúverðugleika endurtalningarinnar í efa.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira