Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2021 10:26 Katrín Oddsdóttir lögmaður er ómyrk í máli um það sem hún kallar yfirgengilegt fúsk við talningu atkvæða, svo umfangsmikið að traust á niðurstöðum kosninga hlýtur að líða fyrir það. Spjót beinast nú að Inga Tryggvasyni yfirmanni kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. „Sturlun dagsins náði hápunkti þegar formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi viðurkenndi að hafa brotið lög með því að innsigla ekki kjörseðla. Nei, hann sér ekki ástæðu til að fylgja mjög skýru ákvæði laga um innsigli því hann, krakkar mínir, notar venjulegan lás. Hann sem sagt læsir herberginu sem seðlarnir eru í, það er hans leið. Þegar hann er spurður hvers vegna hann brjóti lögin ber hann, löglærður maðurinn, fyrir sig „hefð“. Hversu íslenskt?“ spyr Katrín. Fjölmargir hafa lýst sig dolfallna vegna frétta sem bárust í gærkvöldi af vanköntum á talningu, endurtalningu í kjölfarið en niðurstaða hennar leiddi svo til nokkurrar uppstokkunar á þingmannaliðinu. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi er Ingi Tryggvason en spjót beinast nú að honum. Hart tekið á vanköntum á kosningu til stjórnlagaþings Ekki eru það síst Katrín, sem eins og aðrir þeir sem sátu í stjórnlagaþingi og máttu horfa upp á Hæstarétt ógilda kosningu til þess en dómarar mátu sem um verulega ágalla í framkvæmd hefði verið að ræða, sem nú furða sig á því að fúsk við kosningar til sjálfs löggjafaþings skuli líðast. Við þær kosningar lék enginn grunur um að röng niðurstaða hefði fengist í kosningunum. Þar voru nokkur tæknileg atriði lögð saman sem þóttu duga til ógildingar á kosningu í heild, þó hvert um sig hefði ekki dugað til ógildingar. Þetta hljóti að teljast fordæmi. Katrín rekur málið í pistli sínum og spyr til dæmis hverjir aðrir en formaður yfirstjórnar hafi haft lykil að herberginu þar sem óinnsiglaðir kjörkassar voru? Eða hversu margir í Borgarnesi kunni að dýrka upp lása? Traust á kosningum horfið „Getum við svo líka rætt það að þessi maður hafi lýst því yfir fyrirfram þegar HANN EINN (!) tók ákvörðun um þessa endurtalningu að það væru líkur á því að hún myndi leiða til breytinga,“ spyr Katrín jafnframt standi hlessa og vitnar til fréttar Vísis þar sem segir: „Yfirmaður kjörstjórnar þar segir að við endurtalninguna gætu orðið hreyfingar á jöfnunarsætum flokka”. Katrín bendir á að þetta hafi vel að merkja verið sama frétt og Píratar lásu og fengu þannig upplýsingar um „einvalds-endurtalninguna“ án þess að þeir hefðu fengið að senda umboðsmann til að vera viðstaddur eins og lög gera ráð fyrir. „Ekki bara voru tölur rangar í kjördæminu heldur fjölgaði atkvæðum um tvö í þessari seinni talningu! Án alls hroka spyr ég: hversu flókið verkefni er það að telja?“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. En Katrín Oddsdóttir hefur orð hans fyrir því að innsigli á kjörkössum hafi ítrekað verið rofin.Vísir/Vilhelm Og Katrín heldur áfram: „Ég ætla bara að koma hér út úr skápnum og segja að þessi framganga sviptir mig raunverulega trausti á niðurstöðum þessara kosninga. Hvað vitum við hvort það séu sambærilegar „hefðir“ annars staðar á landinu?“ Innsigli á kjörkössum ítrekað rofin Þá greinir Katrín frá samtali hennar við Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann sem hefur kynnt sér kosningaeftirlit í þaula hafi komist að því að þetta væri ekki eina dæmið um að lög um kosningar til Alþingis hafi verið brotin í þessum kosningum. „Bæði í Reykjavík og Kópavogi voru innsigli rofin á utankjörfundaatkvæðum mörgum dögum fyrir kjörfund og þau geymd í einhverjum herbergjum. Innsigli á þeim herbergjum voru rofin áður en eftirlitsmaður kom aftur í hús. Kannski finnst sumum svona fúsk léttvægt, því almennir borgarar eru almennt heiðarlegir og allir svo næs á því á Íslandi. Slík afstaða er í senn heimskuleg og hættuleg.“ Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Hvergi talið aftur nema mögulega í Suðurkjördæmi Ekki stendur til að telja aftur atkvæði í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær í neinu þeirra kjördæma þar sem endurtalning hefur ekki þegar farið fram. Beiðni um endurtalningu hefur þó komið fram í einu kjördæmi. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í dag skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað. 26. september 2021 22:32 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Sturlun dagsins náði hápunkti þegar formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi viðurkenndi að hafa brotið lög með því að innsigla ekki kjörseðla. Nei, hann sér ekki ástæðu til að fylgja mjög skýru ákvæði laga um innsigli því hann, krakkar mínir, notar venjulegan lás. Hann sem sagt læsir herberginu sem seðlarnir eru í, það er hans leið. Þegar hann er spurður hvers vegna hann brjóti lögin ber hann, löglærður maðurinn, fyrir sig „hefð“. Hversu íslenskt?“ spyr Katrín. Fjölmargir hafa lýst sig dolfallna vegna frétta sem bárust í gærkvöldi af vanköntum á talningu, endurtalningu í kjölfarið en niðurstaða hennar leiddi svo til nokkurrar uppstokkunar á þingmannaliðinu. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi er Ingi Tryggvason en spjót beinast nú að honum. Hart tekið á vanköntum á kosningu til stjórnlagaþings Ekki eru það síst Katrín, sem eins og aðrir þeir sem sátu í stjórnlagaþingi og máttu horfa upp á Hæstarétt ógilda kosningu til þess en dómarar mátu sem um verulega ágalla í framkvæmd hefði verið að ræða, sem nú furða sig á því að fúsk við kosningar til sjálfs löggjafaþings skuli líðast. Við þær kosningar lék enginn grunur um að röng niðurstaða hefði fengist í kosningunum. Þar voru nokkur tæknileg atriði lögð saman sem þóttu duga til ógildingar á kosningu í heild, þó hvert um sig hefði ekki dugað til ógildingar. Þetta hljóti að teljast fordæmi. Katrín rekur málið í pistli sínum og spyr til dæmis hverjir aðrir en formaður yfirstjórnar hafi haft lykil að herberginu þar sem óinnsiglaðir kjörkassar voru? Eða hversu margir í Borgarnesi kunni að dýrka upp lása? Traust á kosningum horfið „Getum við svo líka rætt það að þessi maður hafi lýst því yfir fyrirfram þegar HANN EINN (!) tók ákvörðun um þessa endurtalningu að það væru líkur á því að hún myndi leiða til breytinga,“ spyr Katrín jafnframt standi hlessa og vitnar til fréttar Vísis þar sem segir: „Yfirmaður kjörstjórnar þar segir að við endurtalninguna gætu orðið hreyfingar á jöfnunarsætum flokka”. Katrín bendir á að þetta hafi vel að merkja verið sama frétt og Píratar lásu og fengu þannig upplýsingar um „einvalds-endurtalninguna“ án þess að þeir hefðu fengið að senda umboðsmann til að vera viðstaddur eins og lög gera ráð fyrir. „Ekki bara voru tölur rangar í kjördæminu heldur fjölgaði atkvæðum um tvö í þessari seinni talningu! Án alls hroka spyr ég: hversu flókið verkefni er það að telja?“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. En Katrín Oddsdóttir hefur orð hans fyrir því að innsigli á kjörkössum hafi ítrekað verið rofin.Vísir/Vilhelm Og Katrín heldur áfram: „Ég ætla bara að koma hér út úr skápnum og segja að þessi framganga sviptir mig raunverulega trausti á niðurstöðum þessara kosninga. Hvað vitum við hvort það séu sambærilegar „hefðir“ annars staðar á landinu?“ Innsigli á kjörkössum ítrekað rofin Þá greinir Katrín frá samtali hennar við Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann sem hefur kynnt sér kosningaeftirlit í þaula hafi komist að því að þetta væri ekki eina dæmið um að lög um kosningar til Alþingis hafi verið brotin í þessum kosningum. „Bæði í Reykjavík og Kópavogi voru innsigli rofin á utankjörfundaatkvæðum mörgum dögum fyrir kjörfund og þau geymd í einhverjum herbergjum. Innsigli á þeim herbergjum voru rofin áður en eftirlitsmaður kom aftur í hús. Kannski finnst sumum svona fúsk léttvægt, því almennir borgarar eru almennt heiðarlegir og allir svo næs á því á Íslandi. Slík afstaða er í senn heimskuleg og hættuleg.“
Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Hvergi talið aftur nema mögulega í Suðurkjördæmi Ekki stendur til að telja aftur atkvæði í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær í neinu þeirra kjördæma þar sem endurtalning hefur ekki þegar farið fram. Beiðni um endurtalningu hefur þó komið fram í einu kjördæmi. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í dag skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað. 26. september 2021 22:32 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Hvergi talið aftur nema mögulega í Suðurkjördæmi Ekki stendur til að telja aftur atkvæði í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær í neinu þeirra kjördæma þar sem endurtalning hefur ekki þegar farið fram. Beiðni um endurtalningu hefur þó komið fram í einu kjördæmi. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í dag skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað. 26. september 2021 22:32
Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23