Fann bassastefið í draumi Ritstjórn Albúmm.is skrifar 27. september 2021 14:30 Ljósmynd: Þorsteinn Árnason Sürmeli Fríða Dís sendi á dögunum frá sér lagið The Key to My Future Heart en lagið verður að finna á væntanlegri breiðskífu hennar sem er í smíðum. Í laginu kveður við nýjan tón en aðstæðurnar sem lagið var samið við voru heldur óvenjulegar. „Maðurinn minn bað mig um að semja fyrir sig stef sem hann ætlaði að nota fyrir hlaðvarp sem hann stýrir og nefnist Kennarastofan og fjallar um menntamálum. Ég var því með hugann við stefið þegar ég lagðist á koddann þetta kvöld og var svo lánsöm að dreyma þetta bassastef sem er svo afgerandi í nýútgefnu lagi,“ útskýrir hún og segir svo að það fyrsta sem hún gerði þegar hún vaknaði var að hljóðrita stefið á símann sinn því hún vissi strax að henni langaði að vinna það áfram. „Ég veit ekki hvort maður ætti að taka það fram en ég var með flensu þegar þetta átti sér stað og tók inn Benylan hóstasaft fyrir svefninn, kannski ég fari að nota það markvisst til að opna skynfærin fyrir lagasmíðar,“ viðurkennir hún og bætir við að maðurinn sinn var allavega hæstánægður með útkomuna.“ Ljósmyndina fyrir lagið tók Þorsteinn Árnason Sürmeli, eiginmaður Fríðu, af götulistaverki Nick Walker sem finna má á Boulevard Beaumarchais í París. Þegar bassastefið, eða draumstefið, var komið vann Fríða að útsetningu ásamt bróður sínum, Smára Guðmundssyni, í stúdíó Smástirni. Fríða semur og syngur laglínu og texta, spilar á bassa og rafmagnsgítar en Smári spilaði einnig á rafmagnsgítar, hljóðgervla og lykla og Halldór Lárusson leikur svo á trommur, doumbek og hristur. Síðan var upptökum haldið áfram í Stúdíó Bambus þar sem Stefán Örn Gunnlaugsson spilaði á orgel, Wurlitzer, hljóðgervla og söng raddir en Soffía Björg Óðinsdóttir ljáði laginu einnig rödd sína. Stefán Örn sá einnig um hljóðblöndun og Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk Mastering sá um hljóðjöfnun. Smári og Stefán Örn sáu um upptökustjórn og lagið var gefið út hjá Smástirni. Einnig standa yfir upptökur á tónlistarmyndbandi við lagið sem birt verður síðar. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið
„Maðurinn minn bað mig um að semja fyrir sig stef sem hann ætlaði að nota fyrir hlaðvarp sem hann stýrir og nefnist Kennarastofan og fjallar um menntamálum. Ég var því með hugann við stefið þegar ég lagðist á koddann þetta kvöld og var svo lánsöm að dreyma þetta bassastef sem er svo afgerandi í nýútgefnu lagi,“ útskýrir hún og segir svo að það fyrsta sem hún gerði þegar hún vaknaði var að hljóðrita stefið á símann sinn því hún vissi strax að henni langaði að vinna það áfram. „Ég veit ekki hvort maður ætti að taka það fram en ég var með flensu þegar þetta átti sér stað og tók inn Benylan hóstasaft fyrir svefninn, kannski ég fari að nota það markvisst til að opna skynfærin fyrir lagasmíðar,“ viðurkennir hún og bætir við að maðurinn sinn var allavega hæstánægður með útkomuna.“ Ljósmyndina fyrir lagið tók Þorsteinn Árnason Sürmeli, eiginmaður Fríðu, af götulistaverki Nick Walker sem finna má á Boulevard Beaumarchais í París. Þegar bassastefið, eða draumstefið, var komið vann Fríða að útsetningu ásamt bróður sínum, Smára Guðmundssyni, í stúdíó Smástirni. Fríða semur og syngur laglínu og texta, spilar á bassa og rafmagnsgítar en Smári spilaði einnig á rafmagnsgítar, hljóðgervla og lykla og Halldór Lárusson leikur svo á trommur, doumbek og hristur. Síðan var upptökum haldið áfram í Stúdíó Bambus þar sem Stefán Örn Gunnlaugsson spilaði á orgel, Wurlitzer, hljóðgervla og söng raddir en Soffía Björg Óðinsdóttir ljáði laginu einnig rödd sína. Stefán Örn sá einnig um hljóðblöndun og Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk Mastering sá um hljóðjöfnun. Smári og Stefán Örn sáu um upptökustjórn og lagið var gefið út hjá Smástirni. Einnig standa yfir upptökur á tónlistarmyndbandi við lagið sem birt verður síðar. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið