Fær ekki afslátt af leigu þrátt fyrir stanslausan hávaða Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. september 2021 14:52 Bora þurfti meðal annars í klöpp undir húsinu sem leigjandinn sagðist ekki hafa vitað af. Vísir/Vilhelm Kærunefnd húsamála úrskurðaði nýlega að leigusali þyrfti ekki að veita leigjanda afslátt af leigu vegna framkvæmda við leiguhúsnæði. Framkvæmdirnar höfðu staðið yfir í marga mánuði með tilheyrandi ónæði. Leigjandi sagði að framkvæmdirnar hefðu verið mjög hávaðasamar og stanslaus vinna hafi verið við húsið. Leigjandi hafi því þurft að flýja húsnæðið í tíma og ótíma og hafi mikil vanlíðan fylgt í kjölfarið. Framkvæmdirnar hefðu hafist snemma á morgnana eða rétt eftir klukkan átta á virkum dögum og klukkan tíu um helgar. Leigusali bar fyrir sig að framkvæmdirnar hefðu legið fyrir í upphafi og þeirra getið í leigusamningnum. Leiguverði væri þar að auki stillt í hóf í samræmi við mögulegt ónæði. Enn fremur hafi verið komið til móts við leigjendur, til dæmis með því að geyma hávaðameiri framkvæmdir þar til eftir hádegi. Fram kemur að Veitur hafi einnig byrjað framkvæmdir í nærliggjandi götum en verið var að skipta um jarðstreng vegna Landspítala. Leigusali segir að framkvæmdirnar virðast hafa runnið saman við framkvæmdir í húsnæðinu sjálfu. Leigusali reifar einnig að samskipti hafi torveldast þegar í ljós kom að leigusamningur yrði ekki endurnýjaður við leigjanda en fallið var frá mögulegri endurnýjun leigusamnings, meðal annars vegna meints partýhalds leigjanda. Kvartanir leigjanda hafi aukist jafnt og þétt í kjölfarið. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að leigjanda hafi ekki tekist að sanna að húsnæðið hafi verið í öðru ástandi en lýst hefði verið í leigusamningi, enda hafi verið tekið fram að framkvæmdir stæðu yfir. Leigjanda hafi heldur ekki tekist að færa sönnur á að framkvæmdirnar hæfust óeðlilega snemma á morgnana. Kærunefndin komst því að þeirri niðurstöðu að leigjandi fengi ekki afslátt af leigugreiðslum. Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Embætti sýslumannsins í Vík getur ekki með góðu móti tekið við fötluðu fólki. Arion banki, sem á húsið, hækkaði leiguverðið svo fara mætti í framkvæmdir. Nú að fjórum árum liðnum hefur hins vegar enn ekkert gerst. 2. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Leigjandi sagði að framkvæmdirnar hefðu verið mjög hávaðasamar og stanslaus vinna hafi verið við húsið. Leigjandi hafi því þurft að flýja húsnæðið í tíma og ótíma og hafi mikil vanlíðan fylgt í kjölfarið. Framkvæmdirnar hefðu hafist snemma á morgnana eða rétt eftir klukkan átta á virkum dögum og klukkan tíu um helgar. Leigusali bar fyrir sig að framkvæmdirnar hefðu legið fyrir í upphafi og þeirra getið í leigusamningnum. Leiguverði væri þar að auki stillt í hóf í samræmi við mögulegt ónæði. Enn fremur hafi verið komið til móts við leigjendur, til dæmis með því að geyma hávaðameiri framkvæmdir þar til eftir hádegi. Fram kemur að Veitur hafi einnig byrjað framkvæmdir í nærliggjandi götum en verið var að skipta um jarðstreng vegna Landspítala. Leigusali segir að framkvæmdirnar virðast hafa runnið saman við framkvæmdir í húsnæðinu sjálfu. Leigusali reifar einnig að samskipti hafi torveldast þegar í ljós kom að leigusamningur yrði ekki endurnýjaður við leigjanda en fallið var frá mögulegri endurnýjun leigusamnings, meðal annars vegna meints partýhalds leigjanda. Kvartanir leigjanda hafi aukist jafnt og þétt í kjölfarið. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að leigjanda hafi ekki tekist að sanna að húsnæðið hafi verið í öðru ástandi en lýst hefði verið í leigusamningi, enda hafi verið tekið fram að framkvæmdir stæðu yfir. Leigjanda hafi heldur ekki tekist að færa sönnur á að framkvæmdirnar hæfust óeðlilega snemma á morgnana. Kærunefndin komst því að þeirri niðurstöðu að leigjandi fengi ekki afslátt af leigugreiðslum.
Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Embætti sýslumannsins í Vík getur ekki með góðu móti tekið við fötluðu fólki. Arion banki, sem á húsið, hækkaði leiguverðið svo fara mætti í framkvæmdir. Nú að fjórum árum liðnum hefur hins vegar enn ekkert gerst. 2. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Embætti sýslumannsins í Vík getur ekki með góðu móti tekið við fötluðu fólki. Arion banki, sem á húsið, hækkaði leiguverðið svo fara mætti í framkvæmdir. Nú að fjórum árum liðnum hefur hins vegar enn ekkert gerst. 2. ágúst 2019 07:00