Lögregla sögð hafa tekið mál Arons Einars aftur til rannsóknar Eiður Þór Árnason skrifar 30. september 2021 22:08 Aron Einar Gunnarsson lék síðast með landsliðinu í júní. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók nýverið aftur upp rannsókn á meintu ofbeldisbroti landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Þetta herma heimildir RÚV sem segir í frétt sinni að kæra hafi verið lögð fram vegna málsins á sínum tíma en hún svo dregin til baka. Brotaþoli hafi nýlega óskað eftir því að rannsóknin yrði tekin upp að nýju og lögregla orðið við því. Í yfirlýsingu sem Aron sendi út í dag þvertekur hann fyrir að hafa brotið á neinum og segir að lögregla hafi aldrei haft samband við hann vegna nokkurs máls eða boðað í yfirheyrslu. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010. Tilkynnt var í dag að Aron yrði ekki í landsliðshóp Íslands fyrir undankeppni HM í fótbolta. Aron fordæmdi ákvörðunina í yfirlýsingu og telur ástæðuna vera sögusagnir um umrætt atvik. Í yfirlýsingunni segist Aron ætla að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum. Hafna því að stjórnin hafi skipt sér af valinu Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tilkynntu í dag hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Aron Einar sakar stjórn KSÍ um að hafa skipt sér af vali hópsins og komið í veg fyrir að hann myndi spila með liðinu. Arnar landsliðsþjálfari sagði aðspurður á blaðamannafundinum í dag að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag,“ sagði Arnar og bætti við að ástæðurnar ættu eftir að koma í ljós síðar. Gísli Gíslason, fráfarandi varaformaður KSÍ, hafnaði því alfarið í svari til fréttastofu í kvöld að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum Arons Einars og kannast ekkert við afskipti Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér. 30. september 2021 20:56 Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Þetta herma heimildir RÚV sem segir í frétt sinni að kæra hafi verið lögð fram vegna málsins á sínum tíma en hún svo dregin til baka. Brotaþoli hafi nýlega óskað eftir því að rannsóknin yrði tekin upp að nýju og lögregla orðið við því. Í yfirlýsingu sem Aron sendi út í dag þvertekur hann fyrir að hafa brotið á neinum og segir að lögregla hafi aldrei haft samband við hann vegna nokkurs máls eða boðað í yfirheyrslu. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010. Tilkynnt var í dag að Aron yrði ekki í landsliðshóp Íslands fyrir undankeppni HM í fótbolta. Aron fordæmdi ákvörðunina í yfirlýsingu og telur ástæðuna vera sögusagnir um umrætt atvik. Í yfirlýsingunni segist Aron ætla að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum. Hafna því að stjórnin hafi skipt sér af valinu Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tilkynntu í dag hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Aron Einar sakar stjórn KSÍ um að hafa skipt sér af vali hópsins og komið í veg fyrir að hann myndi spila með liðinu. Arnar landsliðsþjálfari sagði aðspurður á blaðamannafundinum í dag að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag,“ sagði Arnar og bætti við að ástæðurnar ættu eftir að koma í ljós síðar. Gísli Gíslason, fráfarandi varaformaður KSÍ, hafnaði því alfarið í svari til fréttastofu í kvöld að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum Arons Einars og kannast ekkert við afskipti Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér. 30. september 2021 20:56 Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Hafnar fullyrðingum Arons Einars og kannast ekkert við afskipti Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér. 30. september 2021 20:56
Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52
Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36