Á vef Veðurstofunnar segir að upptök skjálftans hafi verið 1,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili.
Um klukkan 2:15 í nótt varð skjálfti 3,0 að stærð með upptök 1,1 kílómetra suðsuðvestur af Keili.
Hrina hófst á þessum slóðum þann 27. september og hafa um 6.200 skjálftar mælst á svæðinu, þar af tólf yfir 3,0 að stærð.
Stærsti skjálftinn mældist 4,2 þann 2. október klukkan 15:32, en skjálftarnir hafa fundist víða á Reykjanesskaganum og á suðvesturhorninu.