Margrét gerir upp æskuna á nýrri plötu Vök: „Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2021 16:00 Nýja platan frá VÖK er uppgjör Margrétar við æskuárin. Dóra Dúna Hljómsveitin Vök hefur látið til sín taka í útgáfumálum á þessu ári og sendir nú frá sér EP plötuna, Feeding on a Tragedy. Nýjasta lagið heitir Running Wild. „Þetta lag er svona smásaga úr villta vestrinu. Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes,“ segir Margrét Rán sem fæddist og ólst þar upp. Platan er hennar uppgjör við æskuárin. „Á uppvaxtaráranum mínum á Skaganum fannst mér ég aldrei passa inn. Ég þjáðist af innilokunarkennd og þráði að komast í burtu. Á endanum ákvað ég að elta draumana mína og fór. Þessi flóttatilfinning kraumar undir í textanum og er um leið hvatning til allra um að láta drauma sína rætast. Hamingjan er þess virði að hlaupa á eftir henni.” Hjómsveitin Vök hefur löngu getið sér gott orð fyrir draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem electro og indie poppi er blandað saman. „Tónlistarlega þá sóttumst við eftir því að gera eitthvað allt öðruvísi en áður. Við blönduðum saman hip hop takti með grámyglulegum gítar, smá kántrí og rafmagnssynta. Þetta var mótsagnakennd tilraun á sínum tíma en hún passar vel við textann og við erum ofboðslega ánægð með útkomuna.” Auk, Running Wild þá má finna lögin No Coffee at the Funeral, Skin og Lost in the Weekend sem hafa öll hafa fengið mikla útvarpsspilun. Hljóðblöndun lagsins Running Wild var í höndum David Wrench sem hefur meðal annars unnið með tónlistarfólki á borð við Jungle, David Byrne, Caribou og The XX. Þríeykið sem myndar Vök eru Margrét Rán söngkona og hljómborð, Einar Stef gítar- og bassaleikari og Bergur Dagbjartsson trommuleikari. Þau hafa unnið að plötugerðinni í hljóðverum sínum í Hafnarfirði og Reykjavík. Vök er að mála hjá alþjóðlega fyrirtækinu Nettwerk en gefa út undir eigin merkjum á Íslandi. Platan Feeding on a Tragedy er komin út á Spotify. Til gamans má geta að Bobby Breiðholt gerði grafík fyrir plötuumslagið ásamt tveimur öðrum á plötum sem komu út í dag, Mold með Emmsjé Gauta og Helga Sæmundi og Víðihlíð með Snorra Helgasyni. Í dag komu út þrjár plötur sem ég hef verið svo heppinn að fá að gera grafík fyrir. Lifi tónlistin! Til hamingju með daginn Gauti, Helgi, Vök fam, Snorri, Dóra Dúna, Eygló og öll sem komu að þessum plötum ❤️✨🥁✨❤️ pic.twitter.com/yxxr2CINWq— Bobby Breiðholt (@Breidholt) October 8, 2021 Tónlist Akranes Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta lag er svona smásaga úr villta vestrinu. Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes,“ segir Margrét Rán sem fæddist og ólst þar upp. Platan er hennar uppgjör við æskuárin. „Á uppvaxtaráranum mínum á Skaganum fannst mér ég aldrei passa inn. Ég þjáðist af innilokunarkennd og þráði að komast í burtu. Á endanum ákvað ég að elta draumana mína og fór. Þessi flóttatilfinning kraumar undir í textanum og er um leið hvatning til allra um að láta drauma sína rætast. Hamingjan er þess virði að hlaupa á eftir henni.” Hjómsveitin Vök hefur löngu getið sér gott orð fyrir draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem electro og indie poppi er blandað saman. „Tónlistarlega þá sóttumst við eftir því að gera eitthvað allt öðruvísi en áður. Við blönduðum saman hip hop takti með grámyglulegum gítar, smá kántrí og rafmagnssynta. Þetta var mótsagnakennd tilraun á sínum tíma en hún passar vel við textann og við erum ofboðslega ánægð með útkomuna.” Auk, Running Wild þá má finna lögin No Coffee at the Funeral, Skin og Lost in the Weekend sem hafa öll hafa fengið mikla útvarpsspilun. Hljóðblöndun lagsins Running Wild var í höndum David Wrench sem hefur meðal annars unnið með tónlistarfólki á borð við Jungle, David Byrne, Caribou og The XX. Þríeykið sem myndar Vök eru Margrét Rán söngkona og hljómborð, Einar Stef gítar- og bassaleikari og Bergur Dagbjartsson trommuleikari. Þau hafa unnið að plötugerðinni í hljóðverum sínum í Hafnarfirði og Reykjavík. Vök er að mála hjá alþjóðlega fyrirtækinu Nettwerk en gefa út undir eigin merkjum á Íslandi. Platan Feeding on a Tragedy er komin út á Spotify. Til gamans má geta að Bobby Breiðholt gerði grafík fyrir plötuumslagið ásamt tveimur öðrum á plötum sem komu út í dag, Mold með Emmsjé Gauta og Helga Sæmundi og Víðihlíð með Snorra Helgasyni. Í dag komu út þrjár plötur sem ég hef verið svo heppinn að fá að gera grafík fyrir. Lifi tónlistin! Til hamingju með daginn Gauti, Helgi, Vök fam, Snorri, Dóra Dúna, Eygló og öll sem komu að þessum plötum ❤️✨🥁✨❤️ pic.twitter.com/yxxr2CINWq— Bobby Breiðholt (@Breidholt) October 8, 2021
Tónlist Akranes Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp