Losa fólk við gömlu dýnuna og afhenda nýja Vest 12. október 2021 12:27 Pétur Pétursson rekur verslunina Vest ásamt eiginkonu sinni Elísabetu Helgadóttur. Vest fer með umboð Sleepy á Íslandi en Original heilsudýnan frá Sleepy hefur slegið í gegn. Vilhelm Hátt í fjörutíu ára þekking liggur að baki Sleepy Original. „Við afhendum nýju dýnuna heim að dyrum, tökum við gömlu dýnunni og komum henni í endurvinnslu, fólki að kostnaðarlausu. Þessi þjónusta verður í boði út október,“ segir Pétur Pétursson, sem rekur verslunina Vest ásamt eiginkonu sinni Elísabetu Helgadóttur. Vest fer með umboð Sleepy á Íslandi en Original heilsudýnan frá Sleepy hefur slegið í gegn frá því verslunin var opnuð fyrr á þessu ári. Sleepy eru rótgróinn framleiðandi heilsudýna í Belgíu sem Pétur kynntist fyrir nokkrum árum. „Ég vann í mörg ár fyrir alþjóðlegt fyrirtæki í svefnlausnum og var svo heppinn að fá að heimsækja verksmiðjur um allan heim. Ég kynntist framleiðsluferlinu mjög vel og þeim eiginleikum sem góð dýna þarf að hafa. Sleepy stóð algjörlega upp úr hvað varðar innihaldsefni og framleiðsluferlið sjálft,“ segir Pétur en Sleepy Original dýnan er flaggskip framleiðandans. „Sleepy Original var fjögur ár í þróun og á bak við hana liggur hátt í fjörutíu ára þekking. Sleepy Original var samkvæmt neytendakönnun valin besta dýna Evrópu 2021 en þá er horft til þátta eins og verðs, gæða, loftunar og líftíma,“ útskýrir Pétur og segir góða loftun mikilvægan þátt þegar kemur að líftíma dýna. „Það skiptir máli hvernig dýnan bregst við hita og raka frá líkamanum. Við svitnum til að mynda öll 400 til 600 ml á hverri nóttu. Ysta lagið utan um Sleepy Original dýnuna er hannað með litlum microfiber pokum sem grípa mikið magn raka frá líkamanum. Ysta laginu er síðan hægt að renna af og þvo á 60 gráðum. Þá eru leiserskornir gormar í dýnunni sjálfri en með þeirri tækni næst bæði sveigjanleiki og dempun en ekki síst góð loftun. Það sem fer gegnum ysta lagið situr því ekki eftir í dýnunni heldur kemst út með loftuninni. Þess vegna getur Sleepy ábyrgst dýnuna í langan tíma en það er tíu ára ábyrgð á Sleepy dýnunum,“ segir Pétur. Þá sé mikilvægt að geta treyst framleiðsluferlinu. „Sleepy dýnan er framleidd í vestur Evrópu og er hún 100% ofnæmisfrí, það skiptir okkur miklu máli að vita nákvæmlega hvaðan dýnan er framleidd og undir hvaða kringumstæðum. Það er ákveðinn gæða stimpill og öryggi. Dýnunni fylgir 120 nátta prófun, sem þýðir að ef viðskiptavinur er ekki fullkomlega ánægður með dýnuna eftir að hafa sofið á henni hátt í fjóra mánuði getur hann skilað henni og fengið endurgreitt. Af mörghundruð dýnum sem við höfum sent frá okkur höfum við einungis fengið tvær til baka.“ Sleepy dýnan er afhent í handhægum umbúðum heim að dyrum. Dýnan réttir úr sér á skömmum tíma eftir að henni er rúllað út. Handhægar umbúðir heim að dyrum Dýnan er afhent í handhægum kassa og nær fullri stærð á skömmum tíma eftir að henni hefur verið rúllað út. Pétur segir dýnuna halda öllum sínum eiginleikum enda sé það vel þekkt að framleiðendur flytji dýnur milli landa í kössum. Þessi flutningsmáti sé afar hentugur þar sem ekki sé alltaf um lyftur að ræða í eldri húsum. Dýnurnar eru sendar frítt heim að dyrum hvert á land sem er. „Við vildum koma til móts við landsbyggðina og fólk er mjög ánægt með þessa þjónustu,“ segir Elísabet. „ Fólk skoðar dýnuna á netinu og les sér til um eiginleika hennar og umsagnir um dýnuna áður en það pantar og fær dýnuna senda heim. Við fengum skemmtilegt símtal frá einum sem var skeptískur á þetta loforð okkar stæðist. Hann býr það afskekkt að pósturinn kemur ekki heim að dyrum til hans en hann vildi fá hjá okkur dýnu. Pétur stökk þá bara upp í bíl og keyrði í þrjá tíma með dýnuna og afhenti hana við dyrnar. Hann var auðvitað mjög ánægður með þjónustuna,“ segir Elísabet. Ánægja viðskiptavina skipti þau miklu máli. SleepyHybrid Koddinn er uppseldur eins og er en hægt er að skrá sig á biðlista fyrir væntanlega sendingu. „Fólk er duglegt að senda okkur umsagnir og ég man sérstaklega eftir sögu hjóna þar sem eiginmaðurinn fór skyndilega að fá svitaköst á næturnar, það mikil að eiginkona hans hafði áhyggjur af því að hann væri að veikjast alvarlega. Hann fór í allskonar rannsóknir en þegar ekkert kom út úr þeim fóru þau að skoða umhverfi sitt og meðal annars dýnuna sína. Þau vissu í raun ekkert á hverju þau sváfu eða úr hverju dýnan þeirra var. Þau keyptu hjá okkur Sleepy Original og einkennin hurfu. Við fáum einnig oft frásagnir fólks sem hefur losnað við langvinna bakverki eftir það prófaði dýnuna frá okkur. Við eyðum einum þriðja af sólarhringnum í rúminu og því skiptir góð dýna miklu máli fyrir heilsuna.“ Afreksíþróttafólkið Stefán Torfason, Sigurjón Ernir Sturluson og Tanja Líf Davíðsdóttir eru meðal þeirra hundruða viðskiptavina sem öll hafa mjög góða reynslu af Sleepy dýnunni. Stefán Torfason Sterkasti maður Íslands 2021 „Ég æfi fjórum til fimm sinnum í viku og þetta eru þungar æfingar sem geta staðið í þrjá til fjóra tíma. Ég þarf í rauninni að brjóta mig niður til að byggja upp og þá er góður svefn algjört grundvallaratriði. Það má segja að til þess að ná árangri í minni íþrótt er hvíld númer eitt, góð næring númer tvö og æfingarnar koma síðast,“ segir Stefán Torfason, Sterkasti maður Íslands 2021. Hann segir Sleepy dýnuna hafa gjörbreytt svefninum og ekki síst hjá eiginkonu hans en þau eiga von á barni á næstu vikum. Stefán Torfason og Elín Sóley Reynisdóttir fundu mikinn mun á svefninum eftir að þau fóru að sofa á Sleepy. „Sleepy dýnan gerði okkur báðum ótrúlega gott. Við vorum farin að finna vel fyrir því að gamla dýnan var komin á tíma og vorum að vakna oft á nóttu til að bylta okkur og ég fann til í skrokknum. Við fengum nýju dýnuna fyrir rúmum tveimur mánuðum og þetta er allt annað líf. Ég næ að sofa gegnum nóttina og mæti úthvíldur á æfingar og hún á miklu auðveldara með að finna þægilegar stellingar. Enda eins gott fyrir okkur bæði að ná góðum svefni áður en það fjölgar í fjölskyldunni.“ Sigurjón Ernir Sturluson afreksíþróttamaður „Ég er hrikaleg sáttur við Sleepy dýnuna. Ég hef verið að díla við útbunganir í baki og verið misslæmur í sjö til átta ár, en síðustu tvo mánuði hef ég sjaldan verið betri. Ég fékk dýnuna um jólin í fyrra og fann mun um leið,“ segir Sigurjón Ernir Sturluson, afreksíþróttamaður, þjálfari og eigandi líkamsræktarstöðvana Ultraform sem eru annarsvegar í Grafarholti og einnig á Akranesi. Sigurjón Ernir Sturluson afreksíþróttamaður var mjög slæmur í baki árum saman áður en hann kynntist Sleepy dýnunni. Sigurjón er einn fremsti utanvega- og Spartan-hlaupari landsins, keppir meðal annars á heimsmeistaramótum og æfir öllu jafna mjög markvist „Góð dýna skiptir svo miklu máli til að hvílast vel og gamla dýnan var orðin mjög lúin og komin dæld í hana miðja sem ég vissi að var seint að hjálpa með bakið. Það góða við Sleepy er að það er hægt að snúa henni til að fá mismunandi stífleika. Ég hafði átt við bakverkina meðfram æfingum og keppnum lengi en Sleepy er algjör „gamechanger“ fyrir mig.“ Tanja Líf Davíðsdóttir afrekskona í crossfit „Ég kynntist Sleepy fyrir hálfu ári og finn mikinn mun. Kærastinn minn er með hryggskekkju og var með verki í baki en eftir viku á Sleepy dýnunni vaknaði hann verkjalaus. Sjálf fann ég strax mun á bakinu og er öll miklu slakari í líkamanum,“ segir Tanja Líf Davíðsdóttir, afrekskona í Crossfit. Hún segir gott rúm mjög mikilvægt þegar álagið á líkamann er mikið. Tanja Líf Davíðsdóttir afrekskona í crossfit vaknar úthvíld á morgnana á Sleepy. „Ég æfi mjög mikið, fjóra til fimm tíma á dag og því fylgir álag. Þetta eru miklar lyftingar og mikil ákefð fyrir keppnir. Rúmið skiptir mig því miklu máli. Við snúum dýnunni þannig að mýkri hliðin er upp en finnst mjög þægilegt að geta breytt henni sjálf þegar okkur hentar. Dýnan skiptir svo miklu máli. Undanfarið hef ég ekki sofið á Sleepy dýnu því við erum nýflutt út til Lúxemburg og höfum sofið á gömlu rúmi meðan við erum að bíða eftir nýrri dýnu frá Sleepy hingað út og ég er hreinlega að drepast í bakinu! Ég get ekki beðið eftir Sleepy dýnunni. Þau ætla að senda hana heim að dyrum í kassa svo það verður ekkert mál að koma henni inn. Ég er mega spennt.“ Nánari upplýsingar á Sleepy.is Hús og heimili Svefn Heilsa Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Við afhendum nýju dýnuna heim að dyrum, tökum við gömlu dýnunni og komum henni í endurvinnslu, fólki að kostnaðarlausu. Þessi þjónusta verður í boði út október,“ segir Pétur Pétursson, sem rekur verslunina Vest ásamt eiginkonu sinni Elísabetu Helgadóttur. Vest fer með umboð Sleepy á Íslandi en Original heilsudýnan frá Sleepy hefur slegið í gegn frá því verslunin var opnuð fyrr á þessu ári. Sleepy eru rótgróinn framleiðandi heilsudýna í Belgíu sem Pétur kynntist fyrir nokkrum árum. „Ég vann í mörg ár fyrir alþjóðlegt fyrirtæki í svefnlausnum og var svo heppinn að fá að heimsækja verksmiðjur um allan heim. Ég kynntist framleiðsluferlinu mjög vel og þeim eiginleikum sem góð dýna þarf að hafa. Sleepy stóð algjörlega upp úr hvað varðar innihaldsefni og framleiðsluferlið sjálft,“ segir Pétur en Sleepy Original dýnan er flaggskip framleiðandans. „Sleepy Original var fjögur ár í þróun og á bak við hana liggur hátt í fjörutíu ára þekking. Sleepy Original var samkvæmt neytendakönnun valin besta dýna Evrópu 2021 en þá er horft til þátta eins og verðs, gæða, loftunar og líftíma,“ útskýrir Pétur og segir góða loftun mikilvægan þátt þegar kemur að líftíma dýna. „Það skiptir máli hvernig dýnan bregst við hita og raka frá líkamanum. Við svitnum til að mynda öll 400 til 600 ml á hverri nóttu. Ysta lagið utan um Sleepy Original dýnuna er hannað með litlum microfiber pokum sem grípa mikið magn raka frá líkamanum. Ysta laginu er síðan hægt að renna af og þvo á 60 gráðum. Þá eru leiserskornir gormar í dýnunni sjálfri en með þeirri tækni næst bæði sveigjanleiki og dempun en ekki síst góð loftun. Það sem fer gegnum ysta lagið situr því ekki eftir í dýnunni heldur kemst út með loftuninni. Þess vegna getur Sleepy ábyrgst dýnuna í langan tíma en það er tíu ára ábyrgð á Sleepy dýnunum,“ segir Pétur. Þá sé mikilvægt að geta treyst framleiðsluferlinu. „Sleepy dýnan er framleidd í vestur Evrópu og er hún 100% ofnæmisfrí, það skiptir okkur miklu máli að vita nákvæmlega hvaðan dýnan er framleidd og undir hvaða kringumstæðum. Það er ákveðinn gæða stimpill og öryggi. Dýnunni fylgir 120 nátta prófun, sem þýðir að ef viðskiptavinur er ekki fullkomlega ánægður með dýnuna eftir að hafa sofið á henni hátt í fjóra mánuði getur hann skilað henni og fengið endurgreitt. Af mörghundruð dýnum sem við höfum sent frá okkur höfum við einungis fengið tvær til baka.“ Sleepy dýnan er afhent í handhægum umbúðum heim að dyrum. Dýnan réttir úr sér á skömmum tíma eftir að henni er rúllað út. Handhægar umbúðir heim að dyrum Dýnan er afhent í handhægum kassa og nær fullri stærð á skömmum tíma eftir að henni hefur verið rúllað út. Pétur segir dýnuna halda öllum sínum eiginleikum enda sé það vel þekkt að framleiðendur flytji dýnur milli landa í kössum. Þessi flutningsmáti sé afar hentugur þar sem ekki sé alltaf um lyftur að ræða í eldri húsum. Dýnurnar eru sendar frítt heim að dyrum hvert á land sem er. „Við vildum koma til móts við landsbyggðina og fólk er mjög ánægt með þessa þjónustu,“ segir Elísabet. „ Fólk skoðar dýnuna á netinu og les sér til um eiginleika hennar og umsagnir um dýnuna áður en það pantar og fær dýnuna senda heim. Við fengum skemmtilegt símtal frá einum sem var skeptískur á þetta loforð okkar stæðist. Hann býr það afskekkt að pósturinn kemur ekki heim að dyrum til hans en hann vildi fá hjá okkur dýnu. Pétur stökk þá bara upp í bíl og keyrði í þrjá tíma með dýnuna og afhenti hana við dyrnar. Hann var auðvitað mjög ánægður með þjónustuna,“ segir Elísabet. Ánægja viðskiptavina skipti þau miklu máli. SleepyHybrid Koddinn er uppseldur eins og er en hægt er að skrá sig á biðlista fyrir væntanlega sendingu. „Fólk er duglegt að senda okkur umsagnir og ég man sérstaklega eftir sögu hjóna þar sem eiginmaðurinn fór skyndilega að fá svitaköst á næturnar, það mikil að eiginkona hans hafði áhyggjur af því að hann væri að veikjast alvarlega. Hann fór í allskonar rannsóknir en þegar ekkert kom út úr þeim fóru þau að skoða umhverfi sitt og meðal annars dýnuna sína. Þau vissu í raun ekkert á hverju þau sváfu eða úr hverju dýnan þeirra var. Þau keyptu hjá okkur Sleepy Original og einkennin hurfu. Við fáum einnig oft frásagnir fólks sem hefur losnað við langvinna bakverki eftir það prófaði dýnuna frá okkur. Við eyðum einum þriðja af sólarhringnum í rúminu og því skiptir góð dýna miklu máli fyrir heilsuna.“ Afreksíþróttafólkið Stefán Torfason, Sigurjón Ernir Sturluson og Tanja Líf Davíðsdóttir eru meðal þeirra hundruða viðskiptavina sem öll hafa mjög góða reynslu af Sleepy dýnunni. Stefán Torfason Sterkasti maður Íslands 2021 „Ég æfi fjórum til fimm sinnum í viku og þetta eru þungar æfingar sem geta staðið í þrjá til fjóra tíma. Ég þarf í rauninni að brjóta mig niður til að byggja upp og þá er góður svefn algjört grundvallaratriði. Það má segja að til þess að ná árangri í minni íþrótt er hvíld númer eitt, góð næring númer tvö og æfingarnar koma síðast,“ segir Stefán Torfason, Sterkasti maður Íslands 2021. Hann segir Sleepy dýnuna hafa gjörbreytt svefninum og ekki síst hjá eiginkonu hans en þau eiga von á barni á næstu vikum. Stefán Torfason og Elín Sóley Reynisdóttir fundu mikinn mun á svefninum eftir að þau fóru að sofa á Sleepy. „Sleepy dýnan gerði okkur báðum ótrúlega gott. Við vorum farin að finna vel fyrir því að gamla dýnan var komin á tíma og vorum að vakna oft á nóttu til að bylta okkur og ég fann til í skrokknum. Við fengum nýju dýnuna fyrir rúmum tveimur mánuðum og þetta er allt annað líf. Ég næ að sofa gegnum nóttina og mæti úthvíldur á æfingar og hún á miklu auðveldara með að finna þægilegar stellingar. Enda eins gott fyrir okkur bæði að ná góðum svefni áður en það fjölgar í fjölskyldunni.“ Sigurjón Ernir Sturluson afreksíþróttamaður „Ég er hrikaleg sáttur við Sleepy dýnuna. Ég hef verið að díla við útbunganir í baki og verið misslæmur í sjö til átta ár, en síðustu tvo mánuði hef ég sjaldan verið betri. Ég fékk dýnuna um jólin í fyrra og fann mun um leið,“ segir Sigurjón Ernir Sturluson, afreksíþróttamaður, þjálfari og eigandi líkamsræktarstöðvana Ultraform sem eru annarsvegar í Grafarholti og einnig á Akranesi. Sigurjón Ernir Sturluson afreksíþróttamaður var mjög slæmur í baki árum saman áður en hann kynntist Sleepy dýnunni. Sigurjón er einn fremsti utanvega- og Spartan-hlaupari landsins, keppir meðal annars á heimsmeistaramótum og æfir öllu jafna mjög markvist „Góð dýna skiptir svo miklu máli til að hvílast vel og gamla dýnan var orðin mjög lúin og komin dæld í hana miðja sem ég vissi að var seint að hjálpa með bakið. Það góða við Sleepy er að það er hægt að snúa henni til að fá mismunandi stífleika. Ég hafði átt við bakverkina meðfram æfingum og keppnum lengi en Sleepy er algjör „gamechanger“ fyrir mig.“ Tanja Líf Davíðsdóttir afrekskona í crossfit „Ég kynntist Sleepy fyrir hálfu ári og finn mikinn mun. Kærastinn minn er með hryggskekkju og var með verki í baki en eftir viku á Sleepy dýnunni vaknaði hann verkjalaus. Sjálf fann ég strax mun á bakinu og er öll miklu slakari í líkamanum,“ segir Tanja Líf Davíðsdóttir, afrekskona í Crossfit. Hún segir gott rúm mjög mikilvægt þegar álagið á líkamann er mikið. Tanja Líf Davíðsdóttir afrekskona í crossfit vaknar úthvíld á morgnana á Sleepy. „Ég æfi mjög mikið, fjóra til fimm tíma á dag og því fylgir álag. Þetta eru miklar lyftingar og mikil ákefð fyrir keppnir. Rúmið skiptir mig því miklu máli. Við snúum dýnunni þannig að mýkri hliðin er upp en finnst mjög þægilegt að geta breytt henni sjálf þegar okkur hentar. Dýnan skiptir svo miklu máli. Undanfarið hef ég ekki sofið á Sleepy dýnu því við erum nýflutt út til Lúxemburg og höfum sofið á gömlu rúmi meðan við erum að bíða eftir nýrri dýnu frá Sleepy hingað út og ég er hreinlega að drepast í bakinu! Ég get ekki beðið eftir Sleepy dýnunni. Þau ætla að senda hana heim að dyrum í kassa svo það verður ekkert mál að koma henni inn. Ég er mega spennt.“ Nánari upplýsingar á Sleepy.is
Hús og heimili Svefn Heilsa Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira