Reikna verð og fá tilboð í þakframkvæmdir með nokkrum smellum ÞakCo 18. október 2021 12:46 Torfþök á raðhúsi í Urriðaholti sem byggð eftir vistvænni stefnu. Hægt er að fá tilboð í slík þök gegnum reiknivélina. ÞakCo Á thakco.is er reiknivél þar sem hægt er að reikna út kostnað við þakframkvæmdir lið fyrir lið. „Þetta er nýjung sem sinnir viðskiptavininum og leggur áherslu á hann. Í dag eru stór byggingaverkefni í gangi og verktakar eru í risaútboðum og hinn almenni kúnni, sem er að sinna viðhaldi á húsinu sínu gleymist. Við viljum koma til móts við hann,“ útskýrir Snævar Már Jónsson, einn eigenda ÞakCo en fyrirtækið hefur sett í loftið reiknivél þar sem hægt er að reikna út kostnað við þakframkvæmdir lið fyrir lið og fá formlegt tilboð. Snævar segir reiknivélina spara mikinn tíma. „Eins og staðan er í dag þarf fólk að hafa samband við verktaka og bíða eftir að hann hafi tíma til að kíkja á þakið. Einnig getur liðið tími þangað til hann kemst í að setja saman tilboðið. Í tilboðinu geta verið atriði sem fólk vill hafa á annan veg og þá þarf að uppfæra. Þetta getur verið langt ferli og ef um fjölbýli er að ræða þarf að halda húsfundi um allar ákvarðanir. Þetta er mikil vinna en nú geta húsfélög einfaldlega opnað reiknivélina á húsfundinum. Þá koma allir að málinu og geta sett inn þær breytur sem þarf, rætt málin og fengið verð og tímaáætlun.“ Útskýringar fylgja hverjum lið í reiknivélinni og um leið og hann er valinn birtist hann á mynd. Notandinn á því auðvelt með að átta sig á hvað þarf að gera og skilja rökin á bak við hvern lið. Hægt er að flakka fram og aftur og til dæmis velja mismunandi efni, svo sem báru eða pappa, litað ál, Aluzink eða mismunandi einangrun og skoða mismunandi verð. Í reiknivélinni sést einnig hvenær hægt væri að framkvæma verkið þar sem forritið sér um að raða verkum niður á mánuðinn og þegar hann fyllist raðast verkin yfir á næsta mánuð og svo framvegis. Ef fólki líst vel á niðurstöðurnar sendir það tilboðið inn. „Við fáum meldingu um það og sendum mann staðinn til að taka út verkið. Ef allt er eins og það á að vera staðfestum við tilboðið og þá er allt klárt, án allrar biðar. "Ég hef lengi reynt að útfæra lausn til að einfalda þetta ferli og þessi samskipti og nýta tímann betur, sérstaklega að eyða út allri þessari bið fyrir viðskiptavini.“ Verk eftir ÞakCo Á bakvið ÞakCo standa tvö reynslumikil fyrirtæki í þakframkvæmdum. „Við eigum mörg verkefni að baki, ÍSÍ húsið, Vistbyggð í Urriðaholti og Nónhæð í Garðabæ svo nokkur séu nefnd. Þetta eru stór verkefni en við tökum einnig að okkur einbýli og lítil fjölbýli. Við sinnum öllum gerðum þaka, í nýbyggingum eru flöt þök algengust, með köntum og einangruð að ofanverðu en í eldri húsunum er mikið verið að skipta um báru og oft þarf að skipta út borðum undir,“ segir Snævar og hvetur fólk til að nýta sér reiknivélina ef þakið er komið á tíma. Torfþak eftir ÞakCo. Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Þetta er nýjung sem sinnir viðskiptavininum og leggur áherslu á hann. Í dag eru stór byggingaverkefni í gangi og verktakar eru í risaútboðum og hinn almenni kúnni, sem er að sinna viðhaldi á húsinu sínu gleymist. Við viljum koma til móts við hann,“ útskýrir Snævar Már Jónsson, einn eigenda ÞakCo en fyrirtækið hefur sett í loftið reiknivél þar sem hægt er að reikna út kostnað við þakframkvæmdir lið fyrir lið og fá formlegt tilboð. Snævar segir reiknivélina spara mikinn tíma. „Eins og staðan er í dag þarf fólk að hafa samband við verktaka og bíða eftir að hann hafi tíma til að kíkja á þakið. Einnig getur liðið tími þangað til hann kemst í að setja saman tilboðið. Í tilboðinu geta verið atriði sem fólk vill hafa á annan veg og þá þarf að uppfæra. Þetta getur verið langt ferli og ef um fjölbýli er að ræða þarf að halda húsfundi um allar ákvarðanir. Þetta er mikil vinna en nú geta húsfélög einfaldlega opnað reiknivélina á húsfundinum. Þá koma allir að málinu og geta sett inn þær breytur sem þarf, rætt málin og fengið verð og tímaáætlun.“ Útskýringar fylgja hverjum lið í reiknivélinni og um leið og hann er valinn birtist hann á mynd. Notandinn á því auðvelt með að átta sig á hvað þarf að gera og skilja rökin á bak við hvern lið. Hægt er að flakka fram og aftur og til dæmis velja mismunandi efni, svo sem báru eða pappa, litað ál, Aluzink eða mismunandi einangrun og skoða mismunandi verð. Í reiknivélinni sést einnig hvenær hægt væri að framkvæma verkið þar sem forritið sér um að raða verkum niður á mánuðinn og þegar hann fyllist raðast verkin yfir á næsta mánuð og svo framvegis. Ef fólki líst vel á niðurstöðurnar sendir það tilboðið inn. „Við fáum meldingu um það og sendum mann staðinn til að taka út verkið. Ef allt er eins og það á að vera staðfestum við tilboðið og þá er allt klárt, án allrar biðar. "Ég hef lengi reynt að útfæra lausn til að einfalda þetta ferli og þessi samskipti og nýta tímann betur, sérstaklega að eyða út allri þessari bið fyrir viðskiptavini.“ Verk eftir ÞakCo Á bakvið ÞakCo standa tvö reynslumikil fyrirtæki í þakframkvæmdum. „Við eigum mörg verkefni að baki, ÍSÍ húsið, Vistbyggð í Urriðaholti og Nónhæð í Garðabæ svo nokkur séu nefnd. Þetta eru stór verkefni en við tökum einnig að okkur einbýli og lítil fjölbýli. Við sinnum öllum gerðum þaka, í nýbyggingum eru flöt þök algengust, með köntum og einangruð að ofanverðu en í eldri húsunum er mikið verið að skipta um báru og oft þarf að skipta út borðum undir,“ segir Snævar og hvetur fólk til að nýta sér reiknivélina ef þakið er komið á tíma. Torfþak eftir ÞakCo.
Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira