Tónlist

Fannst hún aldrei passa inn í samfélagið á Akranesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Margrét Rán við bryggjuna á Akranesi.
Margrét Rán við bryggjuna á Akranesi.

Margréti Rán Magnúsdóttur söngkonu hljómsveitarinnar Vakar fannst hún aldrei passa inn í samfélagið á æskuárum sínum á Akranesi. Hugurinn leitaði annað.

Söngkonan og lagahöfundurinn þeysist um götur Akranesbæjar á vespu í nýju myndbandi við lagið Running Wild líkt og hún gerði á unglingsárunum. Þar sést hún á Langasandi, í vitanum og önnur kennileiti bæjarins.

„Á uppvaxtaráranum mínum á Skaganum fannst mér ég aldrei passa inn. Ég þjáðist af innilokunarkennd og þráði að komast í burtu. Á endanum ákvað ég að elta draumana mína og fór. Þessi flóttatilfinning kraumar undir í textanum og er um leið hvatning til allra um að láta drauma sína rætast. Hamingjan er þess virði að hlaupa á eftir henni.”

Hilmir Berg Ragnarsson er leikstjóri myndbandsins sem framleitt er af Tjarnargötunni.

Vök fagnar myndbandinu með útgáfutónleikum á Húrra á morgun þar sem Kaktus hitar upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×