Ærslabelgurinn óumdeildur sigurvegari kosninganna Eiður Þór Árnason skrifar 16. október 2021 22:54 Ærslabelgurinn hefur heldur betur slegið í gegn hjá landanum. Vísir/Egill Stefnt er að því að setja upp alls þrettán nýja ærslabelgi í Reykjavík á næsta ári í samræmi við niðurstöður í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningunni lauk á fimmtudag en metþátttaka var í öllum hverfum þetta árið. Íbúar Reykjavíkur gátu að þessu sinni valið um 277 hugmyndir en 111 þeirra hlutu kosningu og verða framkvæmdar. Óhætt er að segja að litríka hoppudýnan hafi verið óumdeildur sigurvegari kosninganna að þessu sinni en til samanburðar hlaut einn belgur brautargengi í þarseinustu íbúakosningu sem fram fór árið 2019. Stendur nú til að koma fyrir slíku afþreyingartæki í Árbæjarhverfi, Norðlingaholti, Seljahverfi, Efra Breiðholti, Neðra Breiðholti, Leirdal, Laugardal, á Kjalarnesi, í Háleiti og Bústöðum, Vesturbænum og tveimur í Grafarvogi. Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerðu niðurstöður kosningarinnar að umtalsefni á dögunum. 13 til að vera nákvæm!— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 15, 2021 Minnst hundrað litríkir belgir um allt land Ærslabelgurinn hefur slegið í gegn hjá Íslendingum á seinustu árum og fer að verða sífellt erfiðara að finna sveitarfélag sem getur ekki státað sig af slíkri bæjarprýði. Ekki liggur fyrir hversu marga belgi má nú finna á landinu en fram kom í viðtali Fréttablaðsins við Einar Karlsson, innflytjanda ærslabelgjanna, að hann hafi sett upp hundraðasta belginn á Íslandi sumarið 2020. Fyrsti ærslabelgurinn var settur upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum árið 2006 en sprenging varð í uppsetningu þeirra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Trausti Dagsson forritari unnið að því að kortleggja staðsetningu hvers einasta ærslabelgs á landinu og gera fólki kleift að finna nærliggjandi belgi með auðveldum hætti á sérstakri vefsíðu. Óljóst er hvenær kortið var síðast uppfært. Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þessar tillögur urðu fyrir vali Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt Niðurstöður úr íbúakosningunni Hverfið mitt liggja nú fyrir en metþátttaka var í kosningunni í ár. Þegar kosningunni lauk á hádegi var kosningaþátttakan rúm 16 prósent. 14. október 2021 16:42 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00 Hætt að hanga í tölvunni eftir að ærslabelgur kom í bæinn Öflugt ungmennaráð í Sandgerði hefur fengið hoppudýnu á skólalóðina og á næstu vikum mun rísa hjólabrettavöllur. Fulltrúi í ungmennaráði segir krakkana hætta að hanga í tölvunni. 26. júlí 2017 21:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Kosningunni lauk á fimmtudag en metþátttaka var í öllum hverfum þetta árið. Íbúar Reykjavíkur gátu að þessu sinni valið um 277 hugmyndir en 111 þeirra hlutu kosningu og verða framkvæmdar. Óhætt er að segja að litríka hoppudýnan hafi verið óumdeildur sigurvegari kosninganna að þessu sinni en til samanburðar hlaut einn belgur brautargengi í þarseinustu íbúakosningu sem fram fór árið 2019. Stendur nú til að koma fyrir slíku afþreyingartæki í Árbæjarhverfi, Norðlingaholti, Seljahverfi, Efra Breiðholti, Neðra Breiðholti, Leirdal, Laugardal, á Kjalarnesi, í Háleiti og Bústöðum, Vesturbænum og tveimur í Grafarvogi. Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerðu niðurstöður kosningarinnar að umtalsefni á dögunum. 13 til að vera nákvæm!— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 15, 2021 Minnst hundrað litríkir belgir um allt land Ærslabelgurinn hefur slegið í gegn hjá Íslendingum á seinustu árum og fer að verða sífellt erfiðara að finna sveitarfélag sem getur ekki státað sig af slíkri bæjarprýði. Ekki liggur fyrir hversu marga belgi má nú finna á landinu en fram kom í viðtali Fréttablaðsins við Einar Karlsson, innflytjanda ærslabelgjanna, að hann hafi sett upp hundraðasta belginn á Íslandi sumarið 2020. Fyrsti ærslabelgurinn var settur upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum árið 2006 en sprenging varð í uppsetningu þeirra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Trausti Dagsson forritari unnið að því að kortleggja staðsetningu hvers einasta ærslabelgs á landinu og gera fólki kleift að finna nærliggjandi belgi með auðveldum hætti á sérstakri vefsíðu. Óljóst er hvenær kortið var síðast uppfært.
Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þessar tillögur urðu fyrir vali Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt Niðurstöður úr íbúakosningunni Hverfið mitt liggja nú fyrir en metþátttaka var í kosningunni í ár. Þegar kosningunni lauk á hádegi var kosningaþátttakan rúm 16 prósent. 14. október 2021 16:42 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00 Hætt að hanga í tölvunni eftir að ærslabelgur kom í bæinn Öflugt ungmennaráð í Sandgerði hefur fengið hoppudýnu á skólalóðina og á næstu vikum mun rísa hjólabrettavöllur. Fulltrúi í ungmennaráði segir krakkana hætta að hanga í tölvunni. 26. júlí 2017 21:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Þessar tillögur urðu fyrir vali Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt Niðurstöður úr íbúakosningunni Hverfið mitt liggja nú fyrir en metþátttaka var í kosningunni í ár. Þegar kosningunni lauk á hádegi var kosningaþátttakan rúm 16 prósent. 14. október 2021 16:42
Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34
Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00
Hætt að hanga í tölvunni eftir að ærslabelgur kom í bæinn Öflugt ungmennaráð í Sandgerði hefur fengið hoppudýnu á skólalóðina og á næstu vikum mun rísa hjólabrettavöllur. Fulltrúi í ungmennaráði segir krakkana hætta að hanga í tölvunni. 26. júlí 2017 21:00