Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2021 13:01 Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Sigurð Inga og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Síminn tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu, en kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. Stjórnvöld að undirbúa sig Sigurður Ingi segir málið hafa verið fyrirhugað býsna lengi og að það sé ástæða þess málið hafi verið til skoðunar í stjórnkerfinu. Stjórnvöld séu því að undirbúa sig með sama hætti og gerst hafi á ýmsum Norðurlöndum. „Annars vegar með að skerpa á löggjöfinni í kringum rýni við sölu á svona innviðum og svo hins vegar, það sem við erum að gera núna í viðræðum við Símann um þau skilyrði sem við teljum að þurfi að vera fyrir hendi.“ Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi ef á að selja slíka innviði til erlendra aðila? „Þau lúta þá að því að uppfylla þjóðaröryggishagsmuni sem við höfum verið að skilgreina. Við eigum í samtali og viðræðurnar nýhafnar.“ Er í lagi að hafa þessa innviði í eigu erlendra aðila? „Já, við höfum séð það að þetta er alþjóðleg þróun sem hefur meðal annars átt sér stað á hinum Norðurlöndunum. Það er náttúrulega til sá möguleiki, og hann er með mismunandi hætti á Norðurlöndunum. En með því að ganga alla leið og ganga frá þeim úrlausnarefnum sem við teljum að séu uppi á borðinu, í samtali, þá teljum við að það sé ásættanlegt, já,“ segir Sigurður Ingi. Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Sigurð Inga fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Löggjöf í undirbúningi til að tryggja öryggi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir málefni Mílu hafa verið rædd í þjóðaröryggisráði þar sem ríki heims séu að setja sér reglur um það að það sé ákveðin rýni sem fari fram þegar um sé að ræða erlendar fjárfestingar í því sem kallað er „mikilvægir innviðir“. „Við erum að sjá nágrannaríki okkur vera að setja slíka löggjöf núna í fyrra og önnur ríki eru að undirbúa slíka löggjöf og ég er sjálf með slíka löggjöf í undirbúningi sem forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs. Ég hef væntingar til þess að við gætum lagt slíkt frumvarp fram á komandi þingvetri. Það er alveg ljóst hins vegar að þessar fyrirætlanir um að selja Mílu að hluta eða í heild til erlendra fjárfesta, þær vekja spurningar sem slíkri löggjöf er ætlað að svara. Því var það ákvörðun okkar, að tillögu minni hér innan ríkisstjórnar, að samgönguráðherra myndi eiga viðræður við Símann um það hvernig við getum tryggt það að þjóðaröryggi og almannaöryggi sé tryggt óháð eignarhaldi,“ segir Katrín. Hvernig ógnar þetta þjóðaröryggi? „Það er í raun og veru þannig að þegar um er að ræða innviði sem er alger undirstaða fyrir fjarskipti í landinu, það skiptir gríðarlegu máli fyrir almannaöryggi að þessir innviðir séu í lagi og að þeir séu öruggir. Að því leytinu til er eðlilegt að slík rýni fari fram þegar um ræða innviði af þessum toga. Við erum að sjá til að mynda í löggjöf nágrannaríkja okkar að þar sé verið að horfa til fjarskiptainnviða og orkuinnviða og annara slíka innviða sem lúta að almannaöryggi.“ Er þá ótti um að þessir erlendu aðilar muni ekki sinna þessu sem skyldi eða að þeir gæti hreinlega slökkt á okkur? „Það er í rauninni enginn ótti bara svo það sé sagt skýrt. Hins vegar er mjög mikilvægt að stjórnvöld á hverjum tíma hafi tól og tæki til að geta rýnt slíka fjárfestingar,“ segir Katrín. Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Katrínu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Salan á Mílu Tengdar fréttir Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. 18. október 2021 19:53 Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. 18. október 2021 11:52 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Sigurð Inga og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Síminn tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu, en kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. Stjórnvöld að undirbúa sig Sigurður Ingi segir málið hafa verið fyrirhugað býsna lengi og að það sé ástæða þess málið hafi verið til skoðunar í stjórnkerfinu. Stjórnvöld séu því að undirbúa sig með sama hætti og gerst hafi á ýmsum Norðurlöndum. „Annars vegar með að skerpa á löggjöfinni í kringum rýni við sölu á svona innviðum og svo hins vegar, það sem við erum að gera núna í viðræðum við Símann um þau skilyrði sem við teljum að þurfi að vera fyrir hendi.“ Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi ef á að selja slíka innviði til erlendra aðila? „Þau lúta þá að því að uppfylla þjóðaröryggishagsmuni sem við höfum verið að skilgreina. Við eigum í samtali og viðræðurnar nýhafnar.“ Er í lagi að hafa þessa innviði í eigu erlendra aðila? „Já, við höfum séð það að þetta er alþjóðleg þróun sem hefur meðal annars átt sér stað á hinum Norðurlöndunum. Það er náttúrulega til sá möguleiki, og hann er með mismunandi hætti á Norðurlöndunum. En með því að ganga alla leið og ganga frá þeim úrlausnarefnum sem við teljum að séu uppi á borðinu, í samtali, þá teljum við að það sé ásættanlegt, já,“ segir Sigurður Ingi. Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Sigurð Inga fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Löggjöf í undirbúningi til að tryggja öryggi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir málefni Mílu hafa verið rædd í þjóðaröryggisráði þar sem ríki heims séu að setja sér reglur um það að það sé ákveðin rýni sem fari fram þegar um sé að ræða erlendar fjárfestingar í því sem kallað er „mikilvægir innviðir“. „Við erum að sjá nágrannaríki okkur vera að setja slíka löggjöf núna í fyrra og önnur ríki eru að undirbúa slíka löggjöf og ég er sjálf með slíka löggjöf í undirbúningi sem forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs. Ég hef væntingar til þess að við gætum lagt slíkt frumvarp fram á komandi þingvetri. Það er alveg ljóst hins vegar að þessar fyrirætlanir um að selja Mílu að hluta eða í heild til erlendra fjárfesta, þær vekja spurningar sem slíkri löggjöf er ætlað að svara. Því var það ákvörðun okkar, að tillögu minni hér innan ríkisstjórnar, að samgönguráðherra myndi eiga viðræður við Símann um það hvernig við getum tryggt það að þjóðaröryggi og almannaöryggi sé tryggt óháð eignarhaldi,“ segir Katrín. Hvernig ógnar þetta þjóðaröryggi? „Það er í raun og veru þannig að þegar um er að ræða innviði sem er alger undirstaða fyrir fjarskipti í landinu, það skiptir gríðarlegu máli fyrir almannaöryggi að þessir innviðir séu í lagi og að þeir séu öruggir. Að því leytinu til er eðlilegt að slík rýni fari fram þegar um ræða innviði af þessum toga. Við erum að sjá til að mynda í löggjöf nágrannaríkja okkar að þar sé verið að horfa til fjarskiptainnviða og orkuinnviða og annara slíka innviða sem lúta að almannaöryggi.“ Er þá ótti um að þessir erlendu aðilar muni ekki sinna þessu sem skyldi eða að þeir gæti hreinlega slökkt á okkur? „Það er í rauninni enginn ótti bara svo það sé sagt skýrt. Hins vegar er mjög mikilvægt að stjórnvöld á hverjum tíma hafi tól og tæki til að geta rýnt slíka fjárfestingar,“ segir Katrín. Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Katrínu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Salan á Mílu Tengdar fréttir Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. 18. október 2021 19:53 Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. 18. október 2021 11:52 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. 18. október 2021 19:53
Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. 18. október 2021 11:52