Grófur dyraatsfaraldur skekur heilu hverfin Snorri Másson skrifar 19. október 2021 21:00 Flestir íslenskir unglingar eru á TikTok, þar sem þeir fá ýmsar hugmyndir að afþreyingu í önn dagsins. Á meðal þeirra er harkalegt dyraat, þar sem sparkað er hressilega í hurðir. Vísir/TikTok Íbúum í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi er hætt að litast á blikuna vegna nýstárlegs dyraatsfaraldurs, sem gerir oft vart við sig seint á kvöldin. Þetta er sérstaklega gróft dyraat, sem virðist innblásið af TikTok. Myndband úr íslenskum framhaldsskóla, sem sjá má hér að neðan, er innlend birtingarmynd alþjóðlegrar tískubylgju á TikTok, þar sem kröftugt dyraat er bara enn eitt sporið í fjörugum dansi unga fólksins við lagið Die Young eftir Kesha. Eins sakleysislegt og þetta kann að virðast í fyrstu, hafa þessi myndbönd hrundið af stað bylgju kerfisbundinna og grófra hrekkja hjá unglingum í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Þeir fara, oft seint á kvöldin, og sparka í hurðir og glugga á heimilum fólks sem á sér einskis ills von. Fólk sem fréttastofa hefur rætt við vaknar oft með andfælum, eltir jafnvel óknyttaunglingana út á götu með misjöfnum árangri og er sumt farið að veigra sér við að hafa börnin ein heima vegna þessara ofsókna. Þessu er líkt við jarðskjálfta, þegar fimm í einu sparka og berja í hús og glugga. Fjölskyldufaðir í Vesturbæ segir á Facebook að hávaðinn líkist innbroti og húsmóðir á Seltjarnarnesi segir dóttur sína svo óttaslegna að hún þori ekki að vera ein heima vegna ofsóknanna. Í Facebook-hópunum er fólk að stilla saman strengi í von um að hafa uppi á óknyttaunglingunum og koma fyrir þá viti. TikTok er snar þáttur í lífi íslenskra ungmenna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem misviturlegar tískubylgjur eiga upptök sín í heimi forritsins – og rata svo út í raunheima, fullorðnum til nokkurs ama: Samfélagsmiðlar Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Unglingar hrella íbúa í Vesturbænum og á Nesinu Íbúar Vesturbæjar og Seltjarnarness hafa tjáð sig um það sem virðist vera alda slæmrar hegðunar unglinga. Unglingum er gefið að sök að berja ítrekað á hurðir og glugga og vekja með því ótta meðal íbúa. 17. október 2021 14:10 Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. 15. september 2021 20:20 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Myndband úr íslenskum framhaldsskóla, sem sjá má hér að neðan, er innlend birtingarmynd alþjóðlegrar tískubylgju á TikTok, þar sem kröftugt dyraat er bara enn eitt sporið í fjörugum dansi unga fólksins við lagið Die Young eftir Kesha. Eins sakleysislegt og þetta kann að virðast í fyrstu, hafa þessi myndbönd hrundið af stað bylgju kerfisbundinna og grófra hrekkja hjá unglingum í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Þeir fara, oft seint á kvöldin, og sparka í hurðir og glugga á heimilum fólks sem á sér einskis ills von. Fólk sem fréttastofa hefur rætt við vaknar oft með andfælum, eltir jafnvel óknyttaunglingana út á götu með misjöfnum árangri og er sumt farið að veigra sér við að hafa börnin ein heima vegna þessara ofsókna. Þessu er líkt við jarðskjálfta, þegar fimm í einu sparka og berja í hús og glugga. Fjölskyldufaðir í Vesturbæ segir á Facebook að hávaðinn líkist innbroti og húsmóðir á Seltjarnarnesi segir dóttur sína svo óttaslegna að hún þori ekki að vera ein heima vegna ofsóknanna. Í Facebook-hópunum er fólk að stilla saman strengi í von um að hafa uppi á óknyttaunglingunum og koma fyrir þá viti. TikTok er snar þáttur í lífi íslenskra ungmenna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem misviturlegar tískubylgjur eiga upptök sín í heimi forritsins – og rata svo út í raunheima, fullorðnum til nokkurs ama:
Samfélagsmiðlar Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Unglingar hrella íbúa í Vesturbænum og á Nesinu Íbúar Vesturbæjar og Seltjarnarness hafa tjáð sig um það sem virðist vera alda slæmrar hegðunar unglinga. Unglingum er gefið að sök að berja ítrekað á hurðir og glugga og vekja með því ótta meðal íbúa. 17. október 2021 14:10 Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. 15. september 2021 20:20 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Unglingar hrella íbúa í Vesturbænum og á Nesinu Íbúar Vesturbæjar og Seltjarnarness hafa tjáð sig um það sem virðist vera alda slæmrar hegðunar unglinga. Unglingum er gefið að sök að berja ítrekað á hurðir og glugga og vekja með því ótta meðal íbúa. 17. október 2021 14:10
Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. 15. september 2021 20:20