Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2021 11:30 Dagný Brynjarsdóttir og Katerina Svitkova leika saman með West Ham en verða andstæðingar á föstudaginn í afar mikilvægum landsleik. Getty/Warren Little Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. Dagný og Svitková leika saman hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en verða andstæðingar á föstudaginn. „Þetta verður svolítið sérstakur leikur fyrir mig því þarna verður liðsfélagi minn úr West Ham svo það verður smá einkaslagur á milli okkar. Hún [Dagný] spilar á miðjunni og vonandi ég líka svo að það væri gaman að mætast. Ég er viss um að okkar lið býr yfir betri tækni og vonandi getum við sýnt það,“ sagði Svitková við heimasíðu tékkneska knattspyrnusambandsins. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur síðustu tvo leikina á Laugardalsvelli þetta árið, gegn Tékkum á föstudaginn og Kýpverjum næsta þriðjudag, í undankeppni HM. Sagt að taka með sér skrúfutakkaskó Hlífðardúkur hefur verið notaður til að verja völlinn en ljóst er að grasið verður ekki það besta þegar flautað verður til leiks á föstudaginn. Svitková er meðvituð um það eftir að hafa rætt við Dagnýju. „Íslenska liðið er líkamlega sterkt og leikmenn harðir af sér. Aðstæðurnar verða ekki góðar þarna. Liðsfélagi minn ráðlagði mér að taka með skrúfutakkaskó því það verður rigning, drulla og kuldi þarna. Ég veit mjög vel hvað við erum að fara út í. Þetta verður ekki auðvelt,“ sagði Svitková sem var í liði Tékka sem gerði 1-1 jafntefli við Ísland á Laugardalsvelli í september 2018, í síðustu HM-undankeppni. Tékkland er með 4 stig eftir 1-1 jafntefli við Holland á útivelli og 8-0 sigur á Kýpur. Ísland tapaði 2-0 gegn Hollandi á heimavelli í sínum fyrsta leik í undankeppninni. Efsta lið hvers riðils kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Leikur Íslands og Tékklands er því afar mikilvægur fyrir bæði lið. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. 20. október 2021 09:00 Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 18. október 2021 11:18 Áslaug Munda fékk höfuðhögg og er ekki búin að jafna sig Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er ekki í landsliðshópnum fyrir leikina á móti Tékklandi og Kýpur og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson útskýrði fjarveru hennar á blaðamannafundi í dag. 7. október 2021 14:47 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Dagný og Svitková leika saman hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en verða andstæðingar á föstudaginn. „Þetta verður svolítið sérstakur leikur fyrir mig því þarna verður liðsfélagi minn úr West Ham svo það verður smá einkaslagur á milli okkar. Hún [Dagný] spilar á miðjunni og vonandi ég líka svo að það væri gaman að mætast. Ég er viss um að okkar lið býr yfir betri tækni og vonandi getum við sýnt það,“ sagði Svitková við heimasíðu tékkneska knattspyrnusambandsins. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur síðustu tvo leikina á Laugardalsvelli þetta árið, gegn Tékkum á föstudaginn og Kýpverjum næsta þriðjudag, í undankeppni HM. Sagt að taka með sér skrúfutakkaskó Hlífðardúkur hefur verið notaður til að verja völlinn en ljóst er að grasið verður ekki það besta þegar flautað verður til leiks á föstudaginn. Svitková er meðvituð um það eftir að hafa rætt við Dagnýju. „Íslenska liðið er líkamlega sterkt og leikmenn harðir af sér. Aðstæðurnar verða ekki góðar þarna. Liðsfélagi minn ráðlagði mér að taka með skrúfutakkaskó því það verður rigning, drulla og kuldi þarna. Ég veit mjög vel hvað við erum að fara út í. Þetta verður ekki auðvelt,“ sagði Svitková sem var í liði Tékka sem gerði 1-1 jafntefli við Ísland á Laugardalsvelli í september 2018, í síðustu HM-undankeppni. Tékkland er með 4 stig eftir 1-1 jafntefli við Holland á útivelli og 8-0 sigur á Kýpur. Ísland tapaði 2-0 gegn Hollandi á heimavelli í sínum fyrsta leik í undankeppninni. Efsta lið hvers riðils kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Leikur Íslands og Tékklands er því afar mikilvægur fyrir bæði lið.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. 20. október 2021 09:00 Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 18. október 2021 11:18 Áslaug Munda fékk höfuðhögg og er ekki búin að jafna sig Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er ekki í landsliðshópnum fyrir leikina á móti Tékklandi og Kýpur og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson útskýrði fjarveru hennar á blaðamannafundi í dag. 7. október 2021 14:47 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
„Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. 20. október 2021 09:00
Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 18. október 2021 11:18
Áslaug Munda fékk höfuðhögg og er ekki búin að jafna sig Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er ekki í landsliðshópnum fyrir leikina á móti Tékklandi og Kýpur og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson útskýrði fjarveru hennar á blaðamannafundi í dag. 7. október 2021 14:47