Hvorki slakað á smitrakningu né sýnatöku Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. október 2021 13:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir smitrakningu sérstaklega mikilvæga nú þegar verið er að aflétta samkomutakmörkunum. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir sér hvorki fyrir sér að slakað verði á smitrakningu eða sýnatökum á næstunni þó verulega sé verið að létta á sóttvarnaaðgerðum. Verið er að skoða leiðir til að einfalda sóttkví. Heldur færri greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en í fyrradag eða 66. Ríflega helmingur þeirra sem greindist með veiruna var í sóttkví. Mörg börn, sem ekki eru bólusett þar sem þau eru yngir en tólf ára, hafa undanfarið greinst með veiruna. „Það er svona kannski 30-35% af þeim sem eru að greinast hafa verið börn undir tólf ára og það er töluvert miklu meira heldur en hefur verið í fyrri bylgjum þessa faraldurs“, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á miðnætti var takmörkunum vegna veirunnar aflétt verulega innanlands. Nú mega tvö þúsund manns koma saman í stað fimm hundruð áður og grímuskyldu hefur verið aflétt. Þórólfur segir mikilvægt að fólk fari í sýnatöku nú þegar verið er að aflétta aðgerðum. „Ég held að við getum ekki farið að draga úr sýnatökum og hvetjum alla sem eru með einkenni til að fara í sýnatöku. Því að það eiginlega eina ráðið sem við höfum til þess að fylgjast með útbreiðslunni og sjá hvað er að gerast. Ég held að við verðum að gera það áfram. Við erum ekki komin á þann stað að við getum farið að hætta að taka sýni nema kannski bara hjá allra veikasta fólkinu.“ Þórólfur segir nokkuð um umgangspestir í samfélaginu núna. „Það er mjög mikið af öndunarfæraveirum að ganga núna og það getur verið erfitt að greina á milli hvað er hvað núna eins og staðan er. Sérstaklega hjá börnum.“ Hann segir jafnframt að áfram verði lögð mikil áhersla á smitrakningu og sóttkví. „Ég held að það sé svona þungamiðjan í því sem við erum að gera og höfum gert frá byrjun. Ég held að við verðum að halda því áfram ef að viljum á annað borð hafa einhvern heimil á útbreiðslu veirunnar.“ Verið er að endurskoða leiðbeiningar um sóttkví með það í huga að einfalda þær. „Gert það minna íþyngjandi en verið hefur. Það verður birt núna á næstunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Heldur færri greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en í fyrradag eða 66. Ríflega helmingur þeirra sem greindist með veiruna var í sóttkví. Mörg börn, sem ekki eru bólusett þar sem þau eru yngir en tólf ára, hafa undanfarið greinst með veiruna. „Það er svona kannski 30-35% af þeim sem eru að greinast hafa verið börn undir tólf ára og það er töluvert miklu meira heldur en hefur verið í fyrri bylgjum þessa faraldurs“, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á miðnætti var takmörkunum vegna veirunnar aflétt verulega innanlands. Nú mega tvö þúsund manns koma saman í stað fimm hundruð áður og grímuskyldu hefur verið aflétt. Þórólfur segir mikilvægt að fólk fari í sýnatöku nú þegar verið er að aflétta aðgerðum. „Ég held að við getum ekki farið að draga úr sýnatökum og hvetjum alla sem eru með einkenni til að fara í sýnatöku. Því að það eiginlega eina ráðið sem við höfum til þess að fylgjast með útbreiðslunni og sjá hvað er að gerast. Ég held að við verðum að gera það áfram. Við erum ekki komin á þann stað að við getum farið að hætta að taka sýni nema kannski bara hjá allra veikasta fólkinu.“ Þórólfur segir nokkuð um umgangspestir í samfélaginu núna. „Það er mjög mikið af öndunarfæraveirum að ganga núna og það getur verið erfitt að greina á milli hvað er hvað núna eins og staðan er. Sérstaklega hjá börnum.“ Hann segir jafnframt að áfram verði lögð mikil áhersla á smitrakningu og sóttkví. „Ég held að það sé svona þungamiðjan í því sem við erum að gera og höfum gert frá byrjun. Ég held að við verðum að halda því áfram ef að viljum á annað borð hafa einhvern heimil á útbreiðslu veirunnar.“ Verið er að endurskoða leiðbeiningar um sóttkví með það í huga að einfalda þær. „Gert það minna íþyngjandi en verið hefur. Það verður birt núna á næstunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52