Skotheld rjómaostadýfa með Finn Crisp flögum ÍSAM 25. október 2021 08:50 Finn Crisp flögurnar eru úr 100% heilkorni og stútfullar af trefjum. Þær eru ekki djúpsteiktar eins og hefðbundið kartöflusnakk heldur bakaðar í ofni og því frábært hollt millimál. Finn Crisp inniheldur 50% minni fitu en venjulegt kartöflusnakk. Finn Crisp er heilsuvara vikunnar á Vísi. „Finn Crisp er ótrúlega gott snakk. Maður áttar sig hreinlega ekki á að maður sé að borða hollt, kryddið utan á flögunum er svo gott. Ég nota Finn Crisp mikið með allskonar salötum og dýfum og krökkunum mínum finnst þetta alveg geggjað,“ segir Berglind Hreiðarsdóttir sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar. Hún gefur hér uppskrift að ljúffengri rjómaostadýfu með grænmeti sem passar súper vel með Finn Crisp snakkinu en Finn Crisp er heilsuvara vikunnar á Vísi. Berglind Hreiðarsdóttir gefur uppskrift að ljúffengri rjómaostadýfu sem smellpassar með Finn Crisp flögunum. 50% minni fita Finn Crisp eru bragðmiklar, trefjaríkar, þunnar flögur úr 100 % heilkorni sem innihalda 50% minni fitu en venjulegt kartöflusnakk. Flögurnar eru ekki djúpsteiktar heldur eldaðar í ofni og því fullkomnar sem hollt millimál. „Það er vel hægt að setja á þær álegg og útbúa míni-snittur en ég nota Finn Crisp mest til að dýfa í salöt og sósur. Creamy Ranch er uppáhalds Finn Crisp bragðtegundin mín,“ segir Berglind en alls eru fjórar bragðtegundir komnar á markað, sýrður rjómi og laukur, paprika og Chioptle chili, Creamy Ranch og sú nýjasta, Cheddar ostur með mildu chili. Finn Crisp snacks hlaut tilnefningu sem besta varan í flokknum snakk í Svíþjóð og nýtur mikilla vinsælda. Síðasta vor kom Finn Crisp á íslenskan markað og sló í gegn, ekki síst hjá sælkerum eins og Berglindi. „Þetta snýst allt um jafnvægi. Því fleiri hollari kosti sem við höfum að velja úr því meira borðum við af hollustu. Það þýðir ekkert að borða bara kökur í öll mál,“ segir Berglind sposk. Annars er nóg að gera í eldhúsinu hjá henni eins og alltaf en fjórða bókin er rétt ókomin í bókabúðir. „Dóttir mín á heiðurinn af þessari nýjustu bók, hún gerði allar uppskriftirnar, ég sá bara um að stílisera í þetta skiptið og taka myndir,“ segir Berglind. Hér má sjá uppskriftina sem Berglind bjó til fyrir Finn Crisp flögurnar. Rjómaostadýfa með grænmeti og snakki 400 g rjómaostur við stofuhita 400 g salsasósa Romaine salat (2 lúkur) ½ gul paprika ½ rauð paprika ½ rauðlaukur 10 kirsuberjatómatar 2 vorlaukar 1 ferskt jalapeno 4 msk. saxað kóríander 50 g Cheddar ostur Finn Crisp snakk að eigin vali Hrærið rjómaost og salsasósu saman í hrærivél þar til bleik og slétt blanda myndast. Hellið í fallega skál/fat. Skerið/saxið allt grænmeti smátt niður, blandið því næst saman ásamt rifnum Cheddar osti og stráið yfir rjómaostablönduna. Njótið með Finn Crisp snakki. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Finn Crisp er ótrúlega gott snakk. Maður áttar sig hreinlega ekki á að maður sé að borða hollt, kryddið utan á flögunum er svo gott. Ég nota Finn Crisp mikið með allskonar salötum og dýfum og krökkunum mínum finnst þetta alveg geggjað,“ segir Berglind Hreiðarsdóttir sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar. Hún gefur hér uppskrift að ljúffengri rjómaostadýfu með grænmeti sem passar súper vel með Finn Crisp snakkinu en Finn Crisp er heilsuvara vikunnar á Vísi. Berglind Hreiðarsdóttir gefur uppskrift að ljúffengri rjómaostadýfu sem smellpassar með Finn Crisp flögunum. 50% minni fita Finn Crisp eru bragðmiklar, trefjaríkar, þunnar flögur úr 100 % heilkorni sem innihalda 50% minni fitu en venjulegt kartöflusnakk. Flögurnar eru ekki djúpsteiktar heldur eldaðar í ofni og því fullkomnar sem hollt millimál. „Það er vel hægt að setja á þær álegg og útbúa míni-snittur en ég nota Finn Crisp mest til að dýfa í salöt og sósur. Creamy Ranch er uppáhalds Finn Crisp bragðtegundin mín,“ segir Berglind en alls eru fjórar bragðtegundir komnar á markað, sýrður rjómi og laukur, paprika og Chioptle chili, Creamy Ranch og sú nýjasta, Cheddar ostur með mildu chili. Finn Crisp snacks hlaut tilnefningu sem besta varan í flokknum snakk í Svíþjóð og nýtur mikilla vinsælda. Síðasta vor kom Finn Crisp á íslenskan markað og sló í gegn, ekki síst hjá sælkerum eins og Berglindi. „Þetta snýst allt um jafnvægi. Því fleiri hollari kosti sem við höfum að velja úr því meira borðum við af hollustu. Það þýðir ekkert að borða bara kökur í öll mál,“ segir Berglind sposk. Annars er nóg að gera í eldhúsinu hjá henni eins og alltaf en fjórða bókin er rétt ókomin í bókabúðir. „Dóttir mín á heiðurinn af þessari nýjustu bók, hún gerði allar uppskriftirnar, ég sá bara um að stílisera í þetta skiptið og taka myndir,“ segir Berglind. Hér má sjá uppskriftina sem Berglind bjó til fyrir Finn Crisp flögurnar. Rjómaostadýfa með grænmeti og snakki 400 g rjómaostur við stofuhita 400 g salsasósa Romaine salat (2 lúkur) ½ gul paprika ½ rauð paprika ½ rauðlaukur 10 kirsuberjatómatar 2 vorlaukar 1 ferskt jalapeno 4 msk. saxað kóríander 50 g Cheddar ostur Finn Crisp snakk að eigin vali Hrærið rjómaost og salsasósu saman í hrærivél þar til bleik og slétt blanda myndast. Hellið í fallega skál/fat. Skerið/saxið allt grænmeti smátt niður, blandið því næst saman ásamt rifnum Cheddar osti og stráið yfir rjómaostablönduna. Njótið með Finn Crisp snakki.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira