Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2021 07:00 Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður og Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona hafa verið saman í meira en tvo áratugi. Reynir hélt að hann ætti ekki séns fyrst þegar þau kynntust en það var svo Elma sem tók fyrsta skrefið. Betri helmingurinn með Ása Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. „Þarna vorum við bara strax ótrúlega góðir vinir, ég man einhvern veginn allt sem tengist Reyni á þessu kaffihúsi. Það var einhver djúp tenging,“ segir Elma. „Svo fór hann til Barcelona í nokkur ár með einhverri konu og ég átti kærasta.“ Leiðir þeirra lágu svo aftur saman þegar Elma var að klára leiklistarnámið. „Ég var líka nýkominn heim úr námi og þá var bara eins og við hefðum átt að vera saman,“ útskýrir Reynir. Þau hafa nú verið gift í nítján ár. Hélt að hann ætti ekki séns Hjónin voru gestir í hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása og ræddu þar um störf sín en einnig hvernig þau kynntust, bónorðið, brúðkaupið og rómantíkina. „Ég var náttúrulega bara rugl skotinn í henni alltaf en ég taldi mig nú ekkert eiga neinn séns í hana, hún var náttúrulega sætasta stelpan í bænum. Svo gaf hún mér undir fótinn.“ Það var því Elma sem tók fyrsta skrefið þegar þau höfðu hist á ný. „Þegar við byrjuðum saman þá var eins og við hefðum alltaf verið saman,“ segir Elma. „Hann bað mín eftir hálft ár.“ Bónorðið var borið upp á Barcelona, borg sem þau elska bæði mikið og heimsækja oft. „Það er svolítið okkar staður. Við fórum í brúðkaupsferð þangað.“ Elma og Reynir á brúðkaupsdaginn.Börkur Sigþórsson Góður matur, trúnó og rauðvín Elma og Reynir hafa nú verið gift í nítján ár og par í 21 ár. Þau eiga saman eina stúlku og svo á Reynir aðra stúlku sem kom í heiminn fljótlega eftir að þau byrjuðu saman, en móðir hennar var ófrísk þegar Elma og Reynir urðu par. „Við erum dugleg að fara út að borða,“ segir Elma þegar þau eru spurð út í deitkvöldin. „Við erum mjög heimakær og erum svolitlar klessur, okkur finnst alveg gaman að vera bara tvö saman.“ Reynir segir að þeirra bestu deitkvöld séu að fá næturpössun fyrir litlu stelpuna og fara út að borða. „Trúnó og rauðvín,“ bætir Elma við. Dansnámskeiðið góð hugmynd í byrjun Þau íhuguðu á dögunum að byrja að æfa golf saman, en voru samt smá hrædd um að það myndi enda eins og tangónámskeiðið sem þau skráðu sig einu sinni saman á snemma í sambandinu. „Þetta var rosalega góð hugmynd til að byrja með,“ segir Elma um tangóævintýrið. Reynir bætir við að Elma er í alvöru sjöfaldur Íslandsmeistari í freestyle-dansi og stórkostlegur dansari. En hann gleymdi að hugsa út í það þegar hann fór á þetta námskeið. „Það kom allt mitt versta fram á þessu námskeiði,“ viðurkennir Elma. Reynir segir að hann hafi ekki áttað sig á því áður að hún myndi hafa skoðun á því hvernig hann dansaði. „Þetta gengur út á að karlinn stýri,“ segir Reynir. Þetta endaði þannig að þau voru farin að rífast á námskeiðinu. „Ég var eitthvað aðeins óöruggur því ég var ekki með þessi spor á hreinu,“ segir Reynir. Elma segir að hún hafi sagt við hann á námskeiðinu: „Reynir ekki vera svona linur.“ Sú setning féll í grýttan jarðveg hjá kærastanum. „Við kláruðum ekki námskeiðið,“ segir Reynir „Það lá við hjónaskilnaði,“ segir Elma. Þau náðu því aðeins þremur tímum af tíu. Viðtalið má heyra í heild sinni á Spotify. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Féll fyrir æskuástinni á fermingarmyndinni Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn. 13. október 2021 22:00 Töluðu saman í hálft ár áður en þau hittust loksins Þau Sylvía og Emil höfðu verið að tala saman í hálft ár þegar Emil ákvað að láta til skarar skríða og biðja Sylvíu um að hitta sig. En þegar Sylvía var rétt ókomin heim til hans hætti Emil skyndilega við. Síðar kom þó í ljós að hann hafi einfaldlega verið stressaður. Í dag eiga þau tvo syni, fyrirtæki og níu ára samband að baki. 11. október 2021 14:01 Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30. september 2021 06:01 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
„Þarna vorum við bara strax ótrúlega góðir vinir, ég man einhvern veginn allt sem tengist Reyni á þessu kaffihúsi. Það var einhver djúp tenging,“ segir Elma. „Svo fór hann til Barcelona í nokkur ár með einhverri konu og ég átti kærasta.“ Leiðir þeirra lágu svo aftur saman þegar Elma var að klára leiklistarnámið. „Ég var líka nýkominn heim úr námi og þá var bara eins og við hefðum átt að vera saman,“ útskýrir Reynir. Þau hafa nú verið gift í nítján ár. Hélt að hann ætti ekki séns Hjónin voru gestir í hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása og ræddu þar um störf sín en einnig hvernig þau kynntust, bónorðið, brúðkaupið og rómantíkina. „Ég var náttúrulega bara rugl skotinn í henni alltaf en ég taldi mig nú ekkert eiga neinn séns í hana, hún var náttúrulega sætasta stelpan í bænum. Svo gaf hún mér undir fótinn.“ Það var því Elma sem tók fyrsta skrefið þegar þau höfðu hist á ný. „Þegar við byrjuðum saman þá var eins og við hefðum alltaf verið saman,“ segir Elma. „Hann bað mín eftir hálft ár.“ Bónorðið var borið upp á Barcelona, borg sem þau elska bæði mikið og heimsækja oft. „Það er svolítið okkar staður. Við fórum í brúðkaupsferð þangað.“ Elma og Reynir á brúðkaupsdaginn.Börkur Sigþórsson Góður matur, trúnó og rauðvín Elma og Reynir hafa nú verið gift í nítján ár og par í 21 ár. Þau eiga saman eina stúlku og svo á Reynir aðra stúlku sem kom í heiminn fljótlega eftir að þau byrjuðu saman, en móðir hennar var ófrísk þegar Elma og Reynir urðu par. „Við erum dugleg að fara út að borða,“ segir Elma þegar þau eru spurð út í deitkvöldin. „Við erum mjög heimakær og erum svolitlar klessur, okkur finnst alveg gaman að vera bara tvö saman.“ Reynir segir að þeirra bestu deitkvöld séu að fá næturpössun fyrir litlu stelpuna og fara út að borða. „Trúnó og rauðvín,“ bætir Elma við. Dansnámskeiðið góð hugmynd í byrjun Þau íhuguðu á dögunum að byrja að æfa golf saman, en voru samt smá hrædd um að það myndi enda eins og tangónámskeiðið sem þau skráðu sig einu sinni saman á snemma í sambandinu. „Þetta var rosalega góð hugmynd til að byrja með,“ segir Elma um tangóævintýrið. Reynir bætir við að Elma er í alvöru sjöfaldur Íslandsmeistari í freestyle-dansi og stórkostlegur dansari. En hann gleymdi að hugsa út í það þegar hann fór á þetta námskeið. „Það kom allt mitt versta fram á þessu námskeiði,“ viðurkennir Elma. Reynir segir að hann hafi ekki áttað sig á því áður að hún myndi hafa skoðun á því hvernig hann dansaði. „Þetta gengur út á að karlinn stýri,“ segir Reynir. Þetta endaði þannig að þau voru farin að rífast á námskeiðinu. „Ég var eitthvað aðeins óöruggur því ég var ekki með þessi spor á hreinu,“ segir Reynir. Elma segir að hún hafi sagt við hann á námskeiðinu: „Reynir ekki vera svona linur.“ Sú setning féll í grýttan jarðveg hjá kærastanum. „Við kláruðum ekki námskeiðið,“ segir Reynir „Það lá við hjónaskilnaði,“ segir Elma. Þau náðu því aðeins þremur tímum af tíu. Viðtalið má heyra í heild sinni á Spotify.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Féll fyrir æskuástinni á fermingarmyndinni Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn. 13. október 2021 22:00 Töluðu saman í hálft ár áður en þau hittust loksins Þau Sylvía og Emil höfðu verið að tala saman í hálft ár þegar Emil ákvað að láta til skarar skríða og biðja Sylvíu um að hitta sig. En þegar Sylvía var rétt ókomin heim til hans hætti Emil skyndilega við. Síðar kom þó í ljós að hann hafi einfaldlega verið stressaður. Í dag eiga þau tvo syni, fyrirtæki og níu ára samband að baki. 11. október 2021 14:01 Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30. september 2021 06:01 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Féll fyrir æskuástinni á fermingarmyndinni Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn. 13. október 2021 22:00
Töluðu saman í hálft ár áður en þau hittust loksins Þau Sylvía og Emil höfðu verið að tala saman í hálft ár þegar Emil ákvað að láta til skarar skríða og biðja Sylvíu um að hitta sig. En þegar Sylvía var rétt ókomin heim til hans hætti Emil skyndilega við. Síðar kom þó í ljós að hann hafi einfaldlega verið stressaður. Í dag eiga þau tvo syni, fyrirtæki og níu ára samband að baki. 11. október 2021 14:01
Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30. september 2021 06:01