Bassi Maraj er í raun sá eini í Æði þáttunum sem er ekki frá Akureyri. Binni Glee var reyndar akkúrat ekkert spenntur fyrir því að skella sér norður og kom það sannarlega í ljós í þættinum.
Strákarnir skelltu sér saman á Paddle board bretti út í sjó við menningarhúsið Hof og skemmtu sér einstaklega vel. Patrekur Jaime fékk reyndar ekki að koma með og átti það eftir að draga dilk á eftir sér.
En eins og áður segir var þetta ekki ferð Binna Glee. Það má segja að Binni hafi hreinlega fengið taugaáfall áður en strákarnir ætluðu sér út á lífið.
Hér að neðan má sjá atriði úr þætti gærkvöldsins.