Telja að jafnvægi náist ekki nema meira sé byggt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2021 14:01 Byggja þarf meira að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru ósammála hagfræðingum Landsbankans um að jafnvægi sé mögulegt á húsnæðismarkaðnum á næstunni. Telja þeir margt benda til að slíkt jafnvægi náist ekki nema núverandi byggingaráform verði aukin. Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem meðal annars er vísað í hagspá Landsbankans sem gefin var út í vikunni. Þar kom fram að greinendur bankans telji mögulegt að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði, eftir miklar hækkanir upp á síðkastið. Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar telja hins vegar ekki víst að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði á næstu árum nema meira verði bætt í íbúðabyggingu. Telur hagdeild stofnunarinnar að það þurfi að koma um þrjú þúsund nýjar íbúðir að koma á markaðinn á ári út þennan áratug til að uppfylla húsnæðisþörf landsmanna. Spá stofnunarinnar gerir einnig ráð fyrir að að á fyrri hluta áratugarins þurfi þó að byggja fleiri en þrjú þúsund íbúðir, bæði vegna óuppfylltrar íbúðarþarfar sem sé til staðar í dag og vegna hraðari fólksfjölgunar á þeim tíma. Ráðleggur stofnunin að byggðar séu um fimm hundruð fleiri íbúðir á næstu árum, eða allt að 3.500 á ári, bæði vegna viðvarandi óuppfylltrar íbúðaþarfar og vegna fólksfjölgunar og breytinga sem eru að verða á heimilisgerð. Skiptar skoðanir á stefnu borgarinnar Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík og víðar hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumati þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. 18. október 2021 14:32 Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7. október 2021 20:31 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem meðal annars er vísað í hagspá Landsbankans sem gefin var út í vikunni. Þar kom fram að greinendur bankans telji mögulegt að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði, eftir miklar hækkanir upp á síðkastið. Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar telja hins vegar ekki víst að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði á næstu árum nema meira verði bætt í íbúðabyggingu. Telur hagdeild stofnunarinnar að það þurfi að koma um þrjú þúsund nýjar íbúðir að koma á markaðinn á ári út þennan áratug til að uppfylla húsnæðisþörf landsmanna. Spá stofnunarinnar gerir einnig ráð fyrir að að á fyrri hluta áratugarins þurfi þó að byggja fleiri en þrjú þúsund íbúðir, bæði vegna óuppfylltrar íbúðarþarfar sem sé til staðar í dag og vegna hraðari fólksfjölgunar á þeim tíma. Ráðleggur stofnunin að byggðar séu um fimm hundruð fleiri íbúðir á næstu árum, eða allt að 3.500 á ári, bæði vegna viðvarandi óuppfylltrar íbúðaþarfar og vegna fólksfjölgunar og breytinga sem eru að verða á heimilisgerð. Skiptar skoðanir á stefnu borgarinnar Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík og víðar hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumati þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. 18. október 2021 14:32 Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7. október 2021 20:31 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20
Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51
Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. 18. október 2021 14:32
Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7. október 2021 20:31